Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 65
steig fram á sviösbrúnina og staröi út í
salinn. Laufey einblíndi á síðasta ræöu-
mann og ég sá aö þaö örlaði á brosi í
djúpum munnvikunum. Svo tók hún
allt í einu höndum undir brjóstin, setti
upp nautnasvip og strauk sér blíðlega
um mittið og mjaðmirnar. Eins og hún
væri að gera gælur viö sjálfa sig.
„Manstu," sagði hún og starði á mann-
inn, „manstu þegar við vorum ung í
Kaupmannahöfn? Ertu búinn að
gleyma því?" Það var eins og hleypt
hefði verið af skoti. Söfnuðurinn brast í
óstöðvandi hlátur, en Laufey stóð á
sviðsbrúninni og skemmti sér vel. Hún
hafði gripið til einu vopnanna sem bitu
og hleypt upp fundi. Eftir þetta var
engin leið að halda alvarlegu messu-
haldi til streitu." (bls. 123-124).
„Til en Kontrakt skal der to"
Bréf landlæknis leiddi til stofnunar
nefndar þriggja karla (!) i júlí 1941 „til
þess að rannsaka siðferðileg vandamál,
sem upp hafa komið í sambandi við
sambúð hins erlenda setuliðs og lands-
manna", en hún var í daglegu tali köll-
uö „ástandsnefndin". Öflug blaöaskrif
verða um þessi mál, þar sem menn eru
oft áhyggjufullir eða jafnvel fullir við-
bjóði á „ástandi" kvennanna, en færri
verða til að nefna hlut íslenskra karla
sem voru milligöngumenn (melludólg-
ar) eða hermennina, sem voru firrtir
allri ábyrgð á meintu ástandi. Gestrisn-
in fær einn pennann til að leggja til aö
fluttar verði inn erlendar konur til að
svala þörfum piltanna! Það virtist
gleymast að „til en Kontrakt skal der
to", eins og Eufemia Waage kemst að
oröi, en hún er ein þeirra sem brást við
æsiskrifunum. Skrif almennings voru
mismunandi sóðaleg. Herdís vitnar í
karl að nafni Steindór Sigurðsson sem
skrifaði í bæklinginn „Meira um setu-
liöið og kvenfólkið": .....Annar aldurs-
hópurinn þrjátíu ára eða 35 til fimm-
tugs og jafnvel sextugs. Hitt eru smá-
stelpur frá 13-17 ára. í fyrri flokknum
kennir margra grasa; þar eru innþurrk-
aðar og taugabilaðar piparjúnkur,
útlifaöar útigöngumellur, friðlausar
ekkjur sem farið er að slá í og jafnvel
giftar konur að reyna að lifa upp nýja
hveitibrauösdaga." (bls. 231-232).
Bannaö að umgangast útlendinga
Alþingi setti bráðabirgöalög og vinnu-
hælum var komið á fót svo hægt yrði
aö "taka stúlkurnar úr umferð". Sumar-
ið 1942 setti Alþingi lög þar sem gert er
refsivert aö umgangast fólk af öðru
þjóðerni! Þótt lögin næðu til beggja
kynja bendir Herdís á að þeim hafi að-
allega verið beint gegn konum. Greint
er frá örlögum kvenna sem eftir sátu
með hermannsbörn en misstu samband
við bamsfeðurna, sem sumir hverjir
féllu á vígstöðvum annars staðar í
heiminum. Fyrirlitning í garð þessara
kvenna, ekki síst af hálfu menntaðra
valdamanna, verður að fyrirlitningu í
garð allra kvenna. Kona verður fyrir
aðkasti á götu fyrir það eitt að hafa
þykknað undir belti, þrátt fyrir að hún
sé harðgift Islendingi. Herdís fer aðeins
litillega inn á viðhorf hermannanna í
garð íslendinga en það væri í sjálfu sér
efni í nýja bók. Það er heldur ekki er-
indi Herdísar, því henni er í mun að ís-
lendingar líti í eigin barm. Auk kvenfyr-
irlitningarinnar sem nær til og frá
æðstu valdastöðvum er útlendinga-
hræðslan og andúðin mikil. Eðlilegt er
að bregðast við fjölmennum erlendum
her með því að grípa til samnefnara
sem veitir öryggi, en hver var sá sam-
nefnari fyrir sextíu árum og hver er
hann i dag?
Að berja hausnum við álfasteininn
Fámenn þjóð sem lotið hafði erlendu
valdi og óbliðu veðurfari um aldaraðir
var stolt af ættstofni sínum og vildi
halda hreinleika sínum. Stór hluti þjóð-
arinnar hafði flutt á mölina og Herdis
segir að þjóðin hafi lifað í tveimur
heimum. Sveitin var horfna landið og
bændamenningin hafin upp til skýj-
anna. Nútíminn var trunta, borgin
lastabæli og eins og landlæknir komst
að orði eru konurnar veikar á svellinu
þegar á reynir.
Eimir enn eftir af þessu öngþveitis-
ástandi hugans? Hreinleikahugtakið er
afar sterkt í þjóðinni en stendur höilum
fæti á tímum alþjóðavæðingar, hnatt-
væðingar og samruna. Losast hefur um
þjóðrikishugtakið. Auknir flutningar
fólks hafa vakið athygli á menningu
minnihluta og þjóðarbrota. Evrópuráð-
ið hvetur fólk til að tileinka sér fleiri er-
lend tungumál og segir þá ekki skipta
mestu máli hvort málfræðin og menn-
ingarþekking sé fyrir hendi. Þrátt fyrir
að landamæri íslands séu afar skýr er
þátttaka þjóðarinnar í alþjóðasamneyti
óafturkræf. Hvernig takast íslendingar
á við þá spennu sem ósjálfrátt myndast
í því öngþveiti sem umheimurinn er?
Kann ekki góðri lukku að stýra
Fyrr á tímum þótti það jafnvel fínt að
islenskir karlmenn voru tortryggnir út
samskipti íslenskra kvenna og hermanna.
heimasætan giftist erlendum kaup-
manni og fengi dönskuhljómandi eftir-
nafn fyrir vikið. Nafn sem skilaði sér
vandlega inn i embættismannaraðir
þegar fram liðu stundir. Annað gilti um
jafnöldrur þeirra, vinnukonurnar, sem
barnaðar voru af kaupmannssonum og
gefnar voru vinnukarli á næsta bæ. Eft-
irnafnið skilaði sér hvergi. Það er fyrst
á stríðstímum sem samneyti kvenna við
útlendinga verður að almenningseign
og þá er þetta ekki fínt lengur. Herdís
bendir á að stéttaskiptingin hafi verið
svipuð og tíðkaðist á tímum dönsku
kaupmannanna. Lausaleikskróarnir og
fátæktin, sem varð örlög margra, þótti
ekki verðskulda samúð og skilning
landsmanna. Það eimir eftir af þessum
hugsunarhætti í skáldsögum eftir unga
rithöfunda, Slóð fiðrildanna eftir Ólaf
Jóhann Ólafsson og Sólin er sprungin
eftir Sveinbjörn Baldvinsson. Það kann
ekki góðri lukku að stýra að konur hafi
samneyti við útlendinga og leggist í
ferðalög. Með auknum ferðalögum al-
mennings og námsmanna eftir stríð og
fram á okkar daga hefur ástarsam-
böndum íslendinga og útlendinga
fjölgað. Kemur þetta sér illa fyrir hug-
myndir íslendinga um hreinleika sinn
og sérstöðu? Hvert er viðhorf nútíma
íslendingsins til þessara „blönduðu
sambanda" ? Til gamans má geta þess
að múslimar líta mildari augum á aö
karlar þeirra giftist konum af öðrum
trúarbrögðum en öfugt, og er það skýrt
með því að heimilisfaðirinn tryggi að
börnin fái rétt uppeldi í anda trúar-
bragðanna. Könnumst við eitthvað við
þetta?
Svona getur bók Herdísar Helga-
dóttur vakið lesandann til umhugsunar,
bæði um fyrri tima og okkar daga.
Helst vildi ég að þessi bók yrði þýdd á
ensku svo börn íslensku mæðranna
gætu lesið um bakgrunn mæðra sinna
og öðlast betri skilning á fortíð sem lít-
ið hefur verið rætt um. Bókin gefur til-
efni til að ástkonur hermannanna og
börn þeirra fái þá uppreisn æru sem
þau eiga rétt á.