Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 25

Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 25
Aðvera femínisti er hluti af minni sjálfsmynd Unnur Dís Skaptadóttir mannfræðingur og lektor við Háskóla íslands Femínismi beinir sjónum okkar aö því aö staöa karla og kvenna er ekki eölislæg heldur félagslega sköpuö og eitthvaö sem hægt er aö breyta. ér finnst sjálfsagt að kalla mig femínista og í mínum huga hefur femínismi jákvæöa merkingu. Ég hef alltaf stutt kvennabaráttu þó ég hafi aldrei tekið þátt í kvennahreyfingum. Það að vera femínisti er hluti af minni sjálfsmynd og lífssýn sem hefur áhrif á daglegt líf mitt og fræðistörf. Ég undrast alltaf þegar fólk sem segist aðhyllast lýðræði, einstaklingsfrelsi og mannréttindi grettir sig þegar minnst er á femínisma. Fyrir mig merkir femínismi fyrst og fremst baráttu fyrir því að konur og karlar hafi sömu möguleika til að njóta sín sem einstaklingar óháð kyni. Þó ég hafi verið hlynnt kvenréttindum frá unglingsárum, þá get ég ekki sagt að ég hafi farið að líta á mig sem femínista fyrr en eftir tvítugt þegar ég dvaldi við nám í Bandaríkjunum. í háskólanámi minu þar kynntist ég ólíkum femínískum stefnum hjá bæði karl- og kvenkennurum. í mann- fræði, eins og í öðrum greinum félagsvísinda hefur áhrifa femíniskra nálgana gætt á margvíslegan hátt, til dæmis að fjalla á gagnrýnin hátt um ósýnileika kvenna og með því að skoða og greina kyngerfingu í ólíkum samfélögum og hvernig hún tengist ólíkri stöðu kynjanna. í Bandaríkjunum tók ég þátt í mínum fyrsta feminíska leshring ásamt nokkrum íslenskum konum í New York. Þessi leshringur hefur nú nýlega verið end- urvakinn, en er nú fyrst og fremst skautaklúbbur og nokkrar dætur hafa bæst í hópinn. Það er algengt að ungar konur í dag átti sig ekki á að atvinnu- og menntunarmögu- leikar þeirra í nútimasamfélagi eru tilkomnir vegna baráttu kvenréttindakvenna fyrri tíma. Mér finnst mikilvægt að við munum eftir þessari sögu og kom- um henni til skila til næstu kynslóða kvenna og karla. Óttinn við breytingar virðist hins vegar leiða til þess að haldið er í gamlar klisjur um hina hræðilegu femínista. Því miður þurfum við ekki að líta langt til að sjá að víða er nokkuð langt í land í baráttu fyrir jafnri stöðu kvenna og karla. Þetta sjáum við meðal annars í slæmri efna- hagslegri stöðu kvenna í heiminum, i ofbeldi gegn konum og stöðluðum og einhæfum myndum af konum og körlum í fjölmiðlum. Femínismi ögrar stöðluðum kynímyndum, en slíkar ímyndir dylja valdamun með því að gefa í skyn að þær séu á einhvern hátt nátt- úrusprottnar. Femínismi beinir sjónum okkar að því að staða karla og kvenna er ekki eðlis- læg heldur félagslega sköpuð og eitthvað sem hægt er að breyta. í þessari hugmynd liggur einmitt lykillinn að kvenfrelsinu og möguleikun- um til að vera konur á ólíkan hátt og um leið til að jafna stöðu kynjanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.