Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 39

Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 39
Efnishyggjan er ekki eins mikil í Hollandi eins og hér þar sem all- ir vilja eignast allt eins og skot og telja ekki eftir sér aö vinna óheyrilega mikiö. Hollendingar meta sem sé annars konar lífs- gæöi en íslendingar." Ingrid segir að það sé dásamlegt að geta búið í svona mikilli kyrrð og ró eins og ríkir á Álftanesi en samt taki það aðeins 15 mínútur að keyra inn í borgina. Svona aðstæður segir hún að fólk finni ekki í heinialandi hennar, Hollandi, þar sem algengt er aö það taki einn til tvo klukkutíma að komast í vinnu. Ingrid finnst gott að ala upp börn í svona umhverfi, í nálægð við fjöruna og sjóinn, með góðan og fámennan skóla í samfélagi sem minni á lítið þorp. En hvernig stóð á þvi að Ingrid Kuhlman settist að á íslandi og fór að kenna stjórnun? „Ég er fædd i Amsterdam í Hollandi 1968. Ég hef alltaf veriö mikil tungu- málamanneskja og langaði aö fara í tungumálanám en það var mikil aðsókn í deildirnar sem kenndu þýsku, ensku og frönsku svo ég ákvað að fara í norrænu, með sænsku sem aðalmál. Eftir þriggja ára nám var mælt með þvi að við færum til viðkomandi lands svo ég sótti um styrk til að komast til Svíþjóðar en komst ekki að. Þá var mér bent á að ég gæti sótt um styrk til að fara til íslands og lært sænsku þar. Ég fékk styrkinn og kom hingað 1991 en fljótt kom í Ijós að ég gat litlu bætt við mig í sænsku eftir að hafa lært hana í þrjú ár. En mér fannst gaman að kynnast nýrri menningu og læra nýtt tungumál svo ég fór I íslensku fyrir erlenda stúdenta í Háskólanum og lauk þriggja ára námi á tveimur árum." Ingrid var bara búin að vera nokkra daga á íslandi þegar hún kynntist manni sínum, Eyþóri Eðvarðssyni. Þau bjuggu bæði á Nýja Garði þar seni hann var við nám í sálfræði við Háskólann. Áriö eftir fluttust þau á hjónagaröana og eignuðust soninn Gunnar. „Við fluttumst svo til Hollands 1993 og bjuggum þar i sex ár. Eyþór fór í vinnusálfræði og réöi sig síðan til hollenska vinnuveitendasambandsins þar sem hann sá m.a. um stjórnendafræðslu og ég hélt áfram í norrænum fræðum við háskólann í Amsterdam. Ég fékk að lesa íslenskar bóknienntir, sem ekki er hægt að gera lengur við þann skóla, og er eini Hollendingurinn meö masterspróf í íslensku. Ég fór svo að kenna íslensku í eigin skóla, var með fimmtán nemendur þegar mest var. Það er mikill áhugi á íslensku í Hollandi og ég er enn að fá fyrir- spurnir um hvar hægt sé að læra málið og beðin að benda á bækur til að lesa. Ahugi Hollendinga á íslandi stafar einkum af hiijni miklu og ósnortnu náttúru og hvað Island er ólíkt öðrum löndum. Holland er lítiö land, þrisvar sinnum minna en Island, en ibúarnir eru 16 milljónir. Þar er því enginn óbyggður blettur, alls staðar er fólk og hávaði frá bílum. Hollendingar hafa einnig áhuga á menningu landsins, íslendingasögunum og á listsköpun seni er gróskumikil hér á landi. Sú markaðssetning sem nú hefur færst í aukana, aö markaðssetja villt næturlíf á Islandi, hugnast mér ekki. Það er hægt að ráfa á milli pöbba í öllum borgum heims, það gerir ísland ekki sérstakt." Ingrid og Eyþór eignuðust dótturina íris Anitu 1994 og auk þess að vera í námi og kenna íslensku tók hún aö sér þýðingar á íslensku efni, m.a. fyrir holl- enska sjónvarpið og fyrir opinbera aðila í einstökum tilfellum. „íslendingar i Holl- andi reka skóla fyrir íslensk börn á aldrinum 6 - 12 ára þar sem þeim er kennt tvisvar í mánuði, á laugardögum. Þar er farið yfir ýmislegt menningarbundið efni, eins og jólalögin og ýmislegt sem börn þurfa að læra úr eigin menningu. Það er mikilvægt fyrir tvítyngd börn að byggja grundvöll málþroskans á eigin tungumáli. Allt sjónvarpsefni fyrir börn er á ensku, það er of lítið til af íslensku sjónvarpsefni sem íslendingar erlendis geta notað til aö styrkja móðurmálsvitund barna sinna. Það má segja aö ástæöan fyrir þvi að við fluttum aftur til íslands hafi verið sú að hér erg miklu betri aðstæöur fyrir foreldra sem vilja vinna úti. í Hollandi komast öll börn í skóla 4 ára en fram að þvi eru mikil vandamál því fáir leikskólar bjóða upp á vistun allan daginn. Munurinn er hins vegar líka sá að þar er hægt að lifa af einum launum og þvi algengara aö konur séu heimavinnandi þegar börnin eru lítil, en það er varla hægt hér. Hollendingar liafa þvi náð meira jafn- vægi niilli vinnu og einkalífs, þar er nánast aldrei unnið nema til fimm á daginn og sjaldan um helgar. Það er ekki eins og hér á landi þar sem nánast er litið á yfirvinnu sem dyggð. Efnishyggjan er heldur ekki eins mikil þar eins og hér þar sem allir vilja eignast allt eins og skot og telja ekki eftir sér að vinna óheyrilega mikið. Hollendingar meta sem sé annars konar lífsgæði en íslendingar." 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.