Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 42

Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 42
IfDAGUR Imafl swoP Myndir: Ernesto Ortiz Alvarez Edda Jónsdóttir Ég mælti mér mót viö tvær af frumkvöölum V-dags hreyfingarinnar á íslandi, þær Eddu Jónsdórrur og Þóreyju Vilhiálmsdóttur, í þeim tilgangi aö fræðast örlítiö um hreyfinguna og markmiö þeirra í baráttunni gegn ofbeldi á konum. Veröug barátta sem kemur öllum við. Um framkvæmd hátíðarinnar sem haldin var í Borgarleikhúsinu 14. febrúar sl. hef- ur verið fjallað í öllum helstu fjölmiðlum landsins. Ég vildi vita meira. MARÍA: Hvaðan fenguö þið hugmyndina að V-deginum? ÞÓREY: Þetta eru alþjóðleg samtök, V-day Organization, .sem Eve Enzler höfundur Píkusagna stofnaði árið 1998. V- dagar hafa verið haldnir í Bandaríkjunum í fjögur ár og í ár er hann haldinn í fyrsta skipti í 400 borgum um allan heim. Viö heyröum af þessu og settum okkur í samband við sam- tökin vegna þess að við höfðum áhuga á að halda þetta hérna og leggja þessum mikilvæga málstað lið. MARÍA: Hvernig tókst til? ÞÓREY: Kvöldið sjálft tókst ofsalega vel. Fólk var ýmist skellihlæjandi eða hágrátandi og okkur tókst að ná til flestra í gegnum dagskrána sem var alveg frábær. María Hjálmtýsdóttir EDDA: Við héldum V-daginn eins og við höfðum ætlað, til að skapa umræðu á mismunandi stöðum í þjóðfélaginu. Við teljum það vera mjög mikilvægt til að breyta ríkjandi hugs- unarhætti. ÞÓREY: Við einbeittum okkur sérstaklega að því að ná til karlmanna og mikill árangur hefur náðst í því að fá karlmenn til þess að tala um þetta opinberlega og vekja umræðu með- al þeirra og annars fólks sem hefur jafnvel aldrei áður velt þessu málefni fyrir sér. EDDA: Fólk hefur hingað til séð Stígamót, Kvennaathvarfið og femínistahópa berjast gegn ofbeldi á konum en það þurfti að gefa út nokkurskonar leyfisbréf til almennings svo að fólki fyndist þaö hafa leyfi til að taka þátt i þessari bar- áttu. Það á sérstaklega við um karlmennina. MARÍA: Nú er V-dagurinn árlegt fyrirbæri. Verður eitthvað gert aðra daga ársins? ÞÓREY: Við höfum til dæmis staðið fyrir forvarnasamkeppni og ætlum að notast við hugmynd sigurvegarans um að beina forvörnum meira að gerendum. Hingað til hefur venjan ver- ið sú að beina skilaboðunum til kvennanna. Við höfum hugs- að okkur að fara í forvarnavinnu. í dag eru ýmsir sem taka að sér að sjá um fórnarlömbin og við erum í tengslum við þau en við sjálf erum frekar nokkurskonar markaðsafl. Við erum samt öll að vinna þetta í sjálfboðavinnu þannig að við höfum ekki ótakmarkaðan tíma en við ætlum að gera eins mikið og tími gefst til. EDDA: Einnig erum við beðin um að taka þátt í ýmiskonar málþingum og þessháttar sem við ætlum okkur að sinna. MARÍA: Hafið þið hugsað ykkur að reyna frekar að höfða til yngra fólks? ÞÓREY: Við höfum reynt að stíla inná framhaldsskóla þar sem best er að byrja forvarnir sem fyrst. Mestar líkur eru á því að ná árangri ef krökkum er kennt að hugsa rétt um kyn- líf strax, læra að þekkja muninn á kynlífi og ofbeldi. MARÍA: Leggið þið áherslu á kynferðislegt ofbeldi? ÞÓREY: Allt ofbeldi gegn konum er kynferðisofbeldi og við notum því það orð. Núna höfum við þó veriö að einbeita okkur að nauðgunum. EDDA: í hverju landi er ákveðið þema tekið fyrir hverju sinni. ÞÓREY: Við munum svo skipta seinna en ekki á hverju ári því við viljum auðvitað fyrst reyna aö ná árangri frekar en að taka alltaf fyrir nýtt málefni á hverju ári til að breyta til. EDDA: Við gerum það sem okkur þykir vera þarfast hverju sinni. MARÍA: Eruð þið í samvinnu við aðra hópa og samtök í land- inu sem berjast gegn ofbeldi á konum? EDDA: Já, við höfum verið í tengslum við Neyðarmóttökuna, Stígamót, dómsmálaráðuneytið, lögregluna og fleiri. ÞÓREY: í raun erum við í samstarfi við alla. Við viljum einmitt reyna að verða til þess að allir vinni saman því við verðum mun sterkari ef hlutirnir eru gerðir í sameiningu. Það gæti veriö það sem vantar til þess að þjóðfélagið verði í raun tilbúið til þess að vinna á vandanum. Þetta er auðvitað göfugt, langsótt og tímafrekt markmið en við erum þó byrj- uð og munum halda áfram. EDDA: Það hefur vantað hlutlausa gagnrýnisrödd, svona nokkurs konar rödd fólksins. ÞÓREY: Við erum hópur sem vill hjálpa án þess að vera sjálf 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.