Vera - 01.02.2002, Page 42

Vera - 01.02.2002, Page 42
IfDAGUR - huað swo? Myndir: Ernesto Ortiz Alvarez Ég mælti mér mót við tvær af frumkvöðlum V-dags hreyfingarinnar á íslandi, þær Eddu Jónsdóftur og Þóreyju Vilhjólmsdóttur, í þeim tilgangi að fræðast örlítið um hreyfinguna og markmið þeirra í baráttunni gegn ofbeldi á konum. Verðug barátta sem kemur öllum við. Um framkvæmd hátíðarinnar sem haldin var í Borgarleikhúsinu 14. febrúar sl. hef- ur verið fjallað í öllum helstu fjölmiðlum landsins. Ég vildi vita meira. MARÍA: Hvaðan fenguð þið hugmyndina að V-deginum? ÞÓREY: Þetta eru alþjóðleg samtök, V-day Organization, sem Eve Enzler höfundur Píkusagna stofnaði árið 1998. V- dagar hafa verið haldnir í Bandaríkjunum í fjögur ár og I ár er hann haldinn í fyrsta skipti í 400 borgum um allan heim. Við heyrðum af þessu og settum okkur í samband við sam- tökin vegna þess að við höfðum áhuga á að halda þetta hérna og leggja þessum mikilvæga málstað lið. MARÍA: Hvernig tókst til? ÞÓREY: Kvöldið sjálft tókst ofsalega vel. Fólk var ýmist skellihlæjandi eða hágrátandi og okkur tókst að ná til flestra I gegnum dagskrána sem var alveg frábær. María Hjálmtýsdóttir EDDA: Við héldum V-daginn eins og við höfðum ætlað, til að skapa umræðu á mismunandi stöðum í þjóðfélaginu. Við teljum það vera mjög mikilvægt til að breyta ríkjandi hugs- unarhætti. ÞÓREY: Við einbeittum okkur sérstaklega að því að ná til karlmanna og mikill árangur hefur náðst í því að fá karlmenn til þess að tala um þetta opinberlega og vekja umræöu með- al þeirra og annars fólks sem hefur jafnvel aldrei áður velt þessu málefni fyrir sér. EDDA: Fólk hefur hingað til séð Stígamót, Kvennaathvarfið og femínistahópa berjast gegn ofbeldi á konum en það þurfti að gefa út nokkurskonar leyfisbréf til almennings svo að fólki fyndist það hafa leyfi til að taka þátt I þessari bar- áttu. Það á sérstaklega við um karlmennina. MARÍA: Nú er V-dagurinn árlegt fyrirbæri. Verður eitthvað gert aðra daga ársins? ÞÓREY: Við höfum til dæmis staðið fyrir forvarnasamkeppni og ætlum að notast við hugmynd sigurvegarans um að beina forvörnum meira að gerendum. Hingað til hefur venjan ver- ið sú að beina skilaboðunum til kvennanna. Við höfum hugs- að okkur að fara I forvarnavinnu. í dag eru ýmsir sem taka að sér að sjá um fórnarlömbin og við erum í tengslum við þau en við sjálf erum frekar nokkurskonar markaðsafl. Við erum samt öll að vinna þetta í sjálfboðavinnu þannig að við höfum ekki ótakmarkaðan tíma en við ætlum að gera eins mikið og tími gefst til. EDDA: Einnig erum við beðin um að taka þátt I ýmiskonar málþingum og þessháttar sem við ætlum okkur að sinna. MARÍA: Hafið þið hugsað ykkur að reyna frekar að höfða til yngra fólks? ÞÓREY: Við höfum reynt að stíla inná framhaldsskóla þar sem best er að byrja forvarnir sem fyrst. Mestar líkur eru á því að ná árangri ef krökkum er kennt að hugsa rétt um kyn- líf strax, læra að þekkja muninn á kynlífi og ofbeldi. MARÍA: Leggið þið áherslu á kynferðislegt ofbeldi? ÞÓREY: Allt ofbeldi gegn konum er kynferðisofbeldi og við notum því það orð. Núna höfum við þó verið að einbeita okkur að nauðgunum. EDDA: í hverju landi er ákveðið þema tekið fyrir hverju sinni. ÞÓREY: Við munum svo skipta seinna en ekki á hverju ári því við viljum auðvitaö fyrst reyna að ná árangri frekar en að taka alltaf fyrir nýtt málefni á hverju ári til að breyta til. EDDA: Við gerum það sem okkur þykir vera þarfast hverju sinni. MARÍA: Eruð þið í samvinnu við aðra hópa og samtök í land- inu sem berjast gegn ofbeldi á konum? EDDA: Já, við höfum verið í tengslum við Neyðarmóttökuna, Stígamót, dómsmálaráðuneytið, lögregluna og fleiri. ÞÓREY: í raun erum við í samstarfi við alla. Við viljum einmitt reyna að verða til þess að allir vinni saman því við verðum mun sterkari ef hlutirnir eru gerðir í sameiningu. Það gæti verið það sem vantar til þess aö þjóðfélagið verði í raun tilbúið til þess að vinna á vandanum. Þetta er auðvitað göfugt, langsótt og tímafrekt markmið en við erum þó byrj- uð og munum halda áfram. EDDA: Það hefur vantað hlutlausa gagnrýnisrödd, svona nokkurs konar rödd fólksins. ÞÓREY: Við erum hópur sem vill hjálpa án þess aö vera sjálf 42

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.