Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 14

Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 14
KARLVERAN Kjartan Þór Ragnarsson FLUGSKÓLl ISLANDS *o "S o O) l_ o • ¦........... OQ *o "O </» c ¦> 33 o CQ o _g> o xO > Við erum ekki í kynjastríði Enginn getur neitaö því aö síöustu árin og áratugina hafa oröiö gífurlegar breytingar í samfélagi okkar, breytingar sem eru beinar afleiöingar af jafnréttisbaráttu feminista. En þegar viö mælum áhrif jafnréttis- baráttunar höfum viö tilhneigingu til aö líta aðeins til áhrifa hennar á konur. Staöreyndin er samt sú aö jafnréttisbarátta undanfarinna áratuga hefur ekki aöeins haft áhrif á ungar konur heldur hefur hún líka gjörbreytt lífi unga karlmanna. Lítiö sem ekkert hefur þó veriö talaö viö karlmenn um hvaö þeim finnist um þessa þróun mála og hvort þeir geti lagt eitthvað af mörkum. Veru fannst tími til kominn að fá að heyra sjónarmið ungra karlmanna í dag og tók Kjartan Þór Ragnarsson tali. Kjartan er sagnfræðinemi við Háskóla íslands en einnig hefur hann tekið áfanga í stjórnmálafræði og heimspeki. Samhliða námi vinnur hann sem þýskukennari við Langholtsskóla og starfsmaður á Kleppi, auk þess sem hann er að læra flug. Hvað er feminismi? Feminismi er að mínu mati hugmyndafræði sem gengur út á að fá rétti kvenna fram- gengt. Karlmenn eiga þannig erfitt með aö vera feministar en ég er feministi aö því leyti að ég aðhyllist hugmyndafræðina og tel þörf á að koma henni inn í aöra hug- myndafræði að auki. Ég tók stórskemmti- legan kúrs í stjórnspeki og þar var mikiö rætt um skort á feminísku innleggi í flestar fræöigreinar. Tökum stjórnmálafræði sem dæmi, þar er lítið sem ekkert talað um fem- inískt sjónarmiö, rétt eins og samskipti kynjanna komi stjórnmálum ekki við. Telurðu fólk almennt illa upplýst um raunverulega stöðu kynjanna í dag? Já, mig grunar aö fólk vilji einfaldlega ekki leiða hugann að þessu, það þekkir kannski einstök dæmi um ójafnrétti en það er miklu aðveldara að horfa bara framhjá þessu og hafa ekki áhyggjur því það vill ekki láta þetta snerta sig persónulega. Þess vegna er alveg dæmigert í allri umræðu um stööu kvenna hér á landi að snúa henni upp í ástand kvenna í þriöja heiminum eins og það bæti fyrir misréttið á Islandi að vita aö það eru til konur sem eru verr settar. Það fer líka sérstaklega í taugarnar á mér þegar (óöruggir) karlmenn ýja að þvi að íslenskar konur eigi bara að vera þakklátar fyrir öll réttindin sem „við" höfum „leyft" þeim að fá - þvílíkt bull! Karlmenn eru í auknum mæli að gera sér grein fyrir því að í jafn- réttisbaráttunni er eitthvað sem við þurfum líka að berjast fyrir, eins og til dæmis rétt- urinn til að umgangast börnin okkar til jafns við konuna. Vissulega voru þaö konur sem börðust fyrir fæðingarorlofi feðra og ungir feður í dag sem njóta góös af. En nú eru gífurlega margir sem nýta sér þennan rétt sinn og komast þá aö þeirri niðurstöðu að mánuður eða tveir í orlof er ekki nærri því nóg. Hvað er til ráða? Eitt af því sem mér finnst að mætti styrkja er fjölskyldufestið. Þar á aö fara fram mik- ilvægasta félagsmótun barnanna en sökum langrar vinnuviku beggja foreldra lenda mörg þeirra í því aö alast nánast bókstaf- lega upp af sjónvarpinu og menntastofnun- um. Börnin hafa í rauninni engar haldbær- ar fyrirmyndir lengur. Þá er ég ekki að tala um að konan eigi bara að vera heima og sjá um börnin, eins og fólst í lausnum eldri tima, heldur um aukinn sveigjanleika i vinnutíma og styttri vinnuviku til að gera foreldrum kleift að annast börnin sín jafnt. Ég veit að þegar ég eignast börn þá vil ég geta eytt eins miklum tíma í uppeldið og ég mögulega get, án þess aö starfsferillinn komi í veg fyrir það. Samfélaginu þarf að breyta. Konur voru ekki þátttakendur í að búa til og þróa samfélagið en ég held að þær hefðu pottþétt fundið leið til að sam- ræma barnauppeldiö og starfsframa ef þær hefðu bara fengið tækifæri til þess. En þaö fengu þær ekki og nú er svo komið að ef kona ætlar að ná langt þá þarf hún aö haga sér eins og karlmaður og spila eftir leikregl- um þeirra. Þaö þarf að auka þátttöku kvenna í samfélaginu en ekki á forsendum karla. Karlkyns feministar Ég held að flestir karlmenn séu feminískt þenkjandi þótt þeir geri sér ekki grein fyrir því. Þeir skynja upplifun kvenna í samfélag- inu í gegnum konurnar sem eru þeim nánar (s.s mæöur, eiginkonur, dætur, systur o.fl.) 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.