Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 27

Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 27
-' Hversu miklu máli skiptir ad vera kona? Eruö þið uppteknar afþví að skilgreina ykk- ur sem slikar? Hildur Fjóla: Ég held að það sé fyrst og fremst samfélagið sem skilgreinir konuna sem slíka og einstaklingurinn þarf svo að gangast upp í því hlutverki sem henni er út- hlutað því annars er hún hreinlega ekki tal- in vera kona. Þetta er ákveðin menningar- leg hegðun sem ætlast er til af manni til þess að gangast upp í fyrirbærinu kona. Kannski frekar síbreytileg og fljótandi skil- greining í gegnum tímann. Díana Dúa: Ég hef eiginlega aldrei pælt í þessu... Elín Anna: Ég hef heldur aldrei pælt í þessu... ekkert þannig... Ásthildur: Ég er sammála Hildi Fjólu. Teljið þið ykkur hafa ákveðnum skyldum að gegna sem konur á heimilinu og i þjóðfél- aginu? Elin Anna: Mérfinnst þetta skiptast jafnt bara. Díana Dúa: Timarnir hafa breyst mjög mikið. Nú fara karlar í fæðingarorlof. Press- an er ekki eingöngu á konur að vera heima að sjá um börnin og þvo þvott á meðan karlmaðurinn er úti að vinna. Ásthildur: Ég finn fyrir pressu með það að eignast barn. I rauninni er litið á það sem sjálfgefinn hlut, eins og maður hafi ekki val um það aö eignast barn einhverntíma. Hildur Fjóla: Beint eða óbeint er gert ráð fyrir því að það sé eðlilegur þáttur í lífi allra. Ef kona er ein verður hún að ná sér í karl og eftir það að eignast barn. Díana Dúa: Já, ég held aö konur eigi ofsalega erfitt með að vera einar. Þær eru alltaf stressaðar á því að pipra, þær finna lífsklukkuna tikka og finnst þær verða að ná sér í karl til þess að fara ekki alveg á taug- um af því að vera einstæðar lengi. Pressan kemur líka frá utanaðkomandi um að það sé hreinlega eitthvað aö ef konur eru einar. Er mikilvœgt að lita vel út? Upplifið þið pressu í þá átt? Hildur Fjóla: í raun mætti vera meiri fjölbreytileiki á markaðnum hvað varðar útlit. Díana Dúa: Það er bara til ein stöðluð ímynd sem konum finnst þær þurfa að upp- fylla. Ég held samt að þaö sé bara eitthvað sem er fast í okkur sjálfum. Umhverfiö og karlmenn hafa ekkert endilega þessar hug- myndir, við erum sjálfar mataðar af fjöl- miðlum og fyrirsætum og öðru. Við gerum okkur kannski ekki grein fyrir þvi að þetta er ekkert svona. Karlmenn og samfélagiö krefjast þess ekki að við séum akkúrat svona. Eöa hvað finnst ykkur? Hildur Fjóla: Já, en ef markaðurinn krefst þess... nú er alltaf talað um að mark- aðurinn ráði og við eigum að leyfa mark- aðnum að ráöa. Á hann ekki að fá að ráöa þessu eins og öðru? Er raunhœft að reyna að taka ekki þátt iþvi sem okkur er kennt að sé œskileg hegðun og útlit? Hildur Fjóla: Það er hægt að falla ekki inní þessar ímyndir en það er erfitt án þess að fá stuðning einhversstaðar frá. Allir þurfa stuðning til þess að skapa sina sjálfs- mynd, það gerir enginn einn. Annað hvort verðum viö að tilheyra hópi sem leggur áherslu á einstaklinginn en ekki þessa markaösímynd um konur, eða vera bara nógu sterk til að standa ein og lifa eigin lifi á eigin forsendum án þess að taka inn ut- anaökomandi áreiti. Ásthildur: Ég hef fundið þessa pressu um að helst eigi ég ekki að fara út að skemmta mér án þess aö vera máluð og að vera helst alltaf fín og sæt. Díana Dúa: Maður verður að vera visst þung og hafa ákveðið útlit til þess að vera eitthvaö og við erum allar örugglega alltaf að hugsa um þetta. Við förum ábyggilega ekkert út á lífiö fyrr en við erum búnar að vera í marga klukkutíma fyrir framan speg- ilinn. Elín Anna: ...aö reyna að fela bólur og svoleiðis... (hlátur) Ásthildur: Persónulega reyni ég að taka ekki þátt í því. Hildur Fjóla: Ég er reyndar sammála Ásthildi, en ég upplifi mig hafa ákveðið stuðningsnet i mínum vinahópi þar sem ég þarf til dæmis ekki að mála mig eða klæða mig á ákveðinn hátt til þess að fara út. Aft- ur á móti er það mjög meðvitað val, það er aldrei þannig aö ég hugsi ekki um þaö. Ásthildur: Maöur ákveður bara að hafa Eg upplifi mig hafa ákveöiö stuðningsnet í mínum vinahópi þar sem ég þarf til dæmis ekki að mála mig eða klæða mig á ákveðinn hátt til þess að fara út. Aftur á móti er það mjög með- vitað val, það er aldrei þannig að ég hugsi ekki um það. -Hildur Fjóla þetta val og verður að vera nægilega sterk til að notfæra sér það. Hildur Fjóla: Það er einmitt lykilatriði að hafa valið, að hafa frelsið. Það er það sem ætti aö þýöa að vera kona í dag en þýðir sennilega ekki. Díana Dúa: En eru karlmenn ekki lika bundnir þessum ímyndum? Elín Anna: Þegar ég fer út á djammið með kærastanum mínum er ég ekkert leng- ur fyrir framan spegilinn en hann. Díana Dúa: Við erum kannski að fatta í dag hvað við erum lík að mörgu leyti. Þeir eru farnir að taka þátt í heimilisstörfunum og við erum farnar að vinna jafn mikið. Viö sjáum oftar og oftar konur í áhrifamiklum stöðum og mér finnst konum ekkert vera mismunaö þar. Karlmenn taka líka alveg jafn mikinn þátt í þessu með útlitið og hafa sinar imyndir frá samfélaginu. A kvennabaráttan rétt á sér i dag? Díana Dúa: Alveg eins og karlar eiga rétt á því aö vera með einhverja baráttu. Elín Anna: Já. Díana Dúa: Ég held að við konur séum stundum að gera okkur að einhverjum fómarlömbum. Hildur Fjóla: Ég held reyndar að þessi frábæra staða sem þú ert að lýsa núna, að karlmenn séu komnir meira inná heimilin, þjáist vegna ímynda í samfélaginu... það er náttúrulega kvennabaráttan sem hefur komið okkur hingað. Díana Dúa: Vissulega, það er alveg satt. Við höfum auðvitað barist með kjafti og klóm og náð okkar árangri meö því. Er þá komið nóg af baráttu? Hildur Fjóla: Ef við horfum á launatölur sem dæmi, sjáum viö að þetta er auðvitað ekki allt komið, nei. (hlátur) Þaö er þetta sem femínistar kalla hið falda misrétti. Það 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.