Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 57

Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 57
Á embættisferli sínum geröi Robles róttækar breytingar til hins betra á lögum er snerta málefni kvenna og virti aö vettugi gamalgróið karlaveldi stjórnmálanna. 31 árs háskólanemi. „Það er sagt aö PRD (Party of the Democratic Revolution - flokkur Robles) hafi sigrað í borgarstjórakosningunum vegna alls þess sem hún hefur áorkað í borginni." Stjórnmálaáhugi Robles fékk byr undir báða vængi þegar hún stundaði nám við National Autonomous háskól- ann í Mexíkó (UNAM), eða eins og hún segir: „Ég var umkringd kennurum með róttækar stjórnmálaskoðanir. Við fylgdumst með uppreisn kommúnista í Kína og Kúbu og þróun mála í Chile og líf mitt tók gagngerum breytingum." í UNAM kynntist hún fyrrverandi hag- fræðiprófessornum Julio Moguel, sem síðar varð eiginmaður hennar og faöir dótturinnar Mariönu. Eftir að hafa lok- ið námi þar tók hún M.A. gráðu í byggðaþróun (rural developement) við Autonomous Metropolitan háskólann, en gerðist síðan kennari við UNAM þar sem hún varð einnig frumkvöðull að stofnun stéttarfélags. „Þaö voru ekki til neinir samningar við konur svo ég hóf aróður fyrir því innan háskólans, þannig að það var einmitt þar sem ég tók að berjast fyrir réttindum kvenna. Eg kom af vinstri væng stjórnmálanna, hafði tengsl við kvennahreyfinguna og barðist fyrir réttindum kvenna á þeirra eigin forsendum." Um þetta leyti kynntist hún Cuautémoc Cárdenas, syni Lázaro Cár- denas, sem var forseti Mexíkó 1934 - !939 og naut mikilla vinsælda. Árið !988 bauð Cárdenas yngri sig fram til forseta fyrir demókrataflokkinn (National Democratic Party). Robles var með þeim fyrstu úr hópi róttækra vinstrimanna sem studdi framboð hans og hún rak af kappi áróður fyrir hon- um, einkum innan háskólans. Cárdenas tapaði í kosningunum en margir telja að um kosningasvindl hafi verið að ræða og árið eftir stofnaöi hann ásamt Robles og fleirum nýjan stjórnmála- flokk, PRD. Árið 1997 skipulagöi hún grasrótarsamtök sem talin eru hafa haft úrslitaáhrif á yfirgnæfandi sigur Cárdenas í fyrstu borgarstjórakosning- unum í Mexíkóborg, en áður hafði for- setinn skipað í embættið. Cárdenas skipaði Robles í embætti borgarritara, næstæðsta embættið innan borgar- stjórnarinnar, og þegar hann ákvað að bjóða sig fram til forseta bað hann hana að taka við borgarstjórastólnum. „Sem borgarritari var ég vel í stakk búin til að taka við embættinu en sú staðreynd að ég er kona þýddi að það var vafasamt hvort mér myndi hlotnast það." En Robles fékk flest atkvæði nefndarinnar sem um málið fjallaði og 29. september 1999 varð hún fyrsta konan til að gegna embætti borgar- stjóra Mexíkóborgar. „Konur stöðvuðu mig á götu, föðmuðu mig og sögðust standa með mér, en karlar veltu fyrir sér hvort ég réði við ábyrgðina." Sem borgarstjóri tók Robles á málum sem flestir karlmenn hefðu veigrað sér viö og upp- skar fyrir það virðingu og þakk- læti. í febrúar árið 2000, þegar mót- mæli nemenda við UNAM hafði staðið í nærri heilt ár, réðst alrikislögreglan inn á háskólasvæðið og handtók mörg hundruð mótmælendur. Robles kom fram í sjónvarpi þar sem hún fordæmdi árásina og krafðist þess að mótmæl- 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.