Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 45

Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 45
Dagskrá Rannsóknastofu í kvennafræðum voriö 2002 starfi hefur verið hægt aö leggja vinnu í að sækja um fé til rannsóknaverkefna, en þá vinnu hef ég unnið í nánu sam- starfi við Þorgerði Einarsdóttur, félags- fræðing og lektor í kynjafræðum, sem ráðin var sem slík í janúar 2001," segir Irma. „Þegar ég kom til starfa, haustið 2000, var frestur til að sækja um í innlenda sjóði liðinn. Við leituðum því fyrst á náðir erlendra sjóða og skrif- uðum umsókn ásamt Norðmönnum til að fjármagna evrópskt verkefni um kyn- bundinn launamun. Styrkur fékkst til verkefnisins frá Jafnréttisáæltun Evrópusambandsins og eru samstarfs- aðilar okkar auk Norðmanna, Danir, Englendingar og Grikkir. í þessu verkefni eru teknar fyrir þrjár starfstéttir, en þær eru verkfræðingar, framhaldsskóla- kennarar og fiskvinnslufólk, og borið saman m.a. starfsmenning og launa- umhverfi til að varpa Ijósi á nokkra þætti í launamyndun og launamun karla og kvenna innan greinanna. Verkefninu er stýrt af Norðmönnum og við vinnum það í umboði Jafnréttisráðs. Nú er unnið að gagnasöfnun hér á landi og síðan verða niðurstöður kynntar á loka- ráðstefnu í Noregi í nóvember. Styrkur til verkefnisins hlaust einnig úr rann- sóknasjóði Háskóla íslands. Jafnréttis- áætlun Evrópusambandsins 2001 til 2005 er metnaðarfull áætlun þar sem miklu fé er varið til alls kyns rannsókna. Einn áhersluflokkur áætlunarinnar er samræming einkalifs og atvinnulífs sem hefur verið ofarlega í umræðunni. Átaksverkefnið um jafnara námsval kynjanna undirbýr nú umsókn sem fellur undir liðinn „bætt staða umönn- unarstarfa" þar sem markmiðið er að auka þátttöku karla í umönnunarstörf- um. I átaksverkefninu er einmitt unnið að því að fjölga körlum í hjúkrunarfræði °g félagsráðgjöf og verður stofan vísindalegt bakland verkefnis sem unniö er í samstarfi við félög hjúkrunar- fræðinga, félagsráðgjafa, námsráögjöf- ma í Hl og Reykjavíkurborg. Við leitum nú eftir evrópskum samstarfsaðilum og jafnframt eftir mótframlagi frá hérlend- um aðilum en okkur ber að útvega 20% af heildarkostnaði við verkefnið. Rabbdagskra, kl. 12.00-13.00, Norræna húsið: 14. mars: Dr. Sif Einarsdóttir, sálfrœðingur: Stuðla áhugakannanir að hefðfaundnu starfsvali karla og kvenna? Athugun á kynbundinni skekkju i Áhugakönnun Strong. 4. apríl: Dr. Annadís G. Rúdólfsdóttir, félagssálfrœðingur: Ungar mæður. 18. apríl: Kristin Þóra Kjartansdóttir, sagnfrœöingur: Frásögn af tveimur heimum: íslenskur veruleiki um miðja 20. öld frá sjónarhóli þýskrar konu. Opinber fyrirlestur, kl. 16.00 í Norræna húsinu: 7. mars: Dr. Hólmfriöur Garðarsdóttir, bókmenntafrœðingur: Um sjálfsmynd og sjálfsmat kvenna við árþúsundalok og pólitískt hlutverk samtímarithöfunda í Argentinu. 16. mai: Dr. Marjaliisa Hentila, hagsögufrœðingur: Atvinnuþátttaka kvenna í Finnlandi um aldamótin 1900. Ungt fólk, kyn og ofbeldi Annað verkefni sem er að fara af stað undir stjórn Rannsóknastofunnar nefnist Ungt fólk, kyn og ofbeldi. Það hefur fengið styrki úr Vísindasjóði og Rannsóknasjóði HÍ og erum við nú að undirbúa umsókn sem aðalumsækjendur til Rannsóknasjóðs Norrænu vísinda- akademíunnar sem er með sérstaka áætlun til fjögurra ára um kynbundið ofbeldi. í rannsóknahópnum eru auk mín fjórir fræðimenn en ég er verkefnis- stjóri. Rannsökuð verða tengsl kyns og ofbeldis og hvernig það kemur fram í reynsluheimi ungra kvenna og karla. Meðal annars verður skoðuð sú kynja- myndun sem ofbeldi leiðir af sér í menningar- og afþreyingarefni ætluðu ungu fólki og tekin viðtöl til að meta hugsanleg áhrif ofbeldis á reynsluheim ungs fólks. Okkur finnst þetta brýnt efni nú þegar kynlífsvæðingin hefur aukist svo mjög, ekki bara hér á landi, það er alþjóðlegt vandamál. Við veltum t.d. fyrir okkur hvaða áhrif allt það ofbeldi sem fylgir klámi og klámmyndum hefur á ungt fólk. Kvennagagnabanki Eitt af þeim verkefnum sem Rann- sóknastofa í kvennafræðum hefur ýtt úr vör á síðastliðnum mánuðum er undir- búningur Kvennagagnabanka á netinu. Við ákváðum að drífa þetta verkefni af stað en umræður um nauðsyn þess hafa víða verið í gangi. Tilgangur gagna- bankans er að safna á einn stað nöfnum kvenkyns sérfræðinga í hinum ýmsu störfum samfélagsins til upplýsinga og til að auðvelda fólki sem vill leita til þeirra aðgang að þeim. Við byrjuðum á að fá fé frá nokkrum aöilum og réðum Erlu Huldu Halldórsdóttur, fyrrverandi forstöðumann Kvennasögusafnsins í hlutastarf í tvo mánuði til að koma þessu af stað. Hún hefur unnið að frekari fjármögnun og undirbúningi og vonandi tekst að koma þessu endanlega í höfn og fá aðila til að halda utan um þetta. Svona gagnabankar eru til víða í nágrannalöndunum, t.d. hefur norski gagnabankinn, kvinnebasen.no, verið okkur fyrirmynd. Þar eru nöfnin flokkuð eftir starfsgrein, sérfræðiþekkingu, búsetu o.fl. og konurnar skrá sig sjálfar og gefa þær upplýsingar sem þær vilja koma á framfæri. Við höfum svo fengið undirbún- ingsstyrk úr Sókrates áætlun Evrópu- sambandsins til verkefnis sem tengist endurmenntun í jafnréttis- og kynja- fræðum og ætlum að vinna það í samvinnu við þrjú Evrópulönd. Ef við fáum áframhaldandi styrk gætum við eflt starfsemi á sviði endurmenntunar og námskeiðahalds en margar sambæri- legar stofnanir leggja mikla áherslu á slíkt starf. Námskeiðin yrðu að öllum líkindum unnin í samvinnu við símennt- unarstofnanir en nú á þessu vormisseri bjóðum við einmitt upp á tvö námskeið í samvinnu við Endurmenntun H.í. Á fyrra námskeiðinu sem hófst í byrjun febrúar eru kynnt grunnatriði kynja- fræða og mikilvægi kynjavitundar í samfélgasumræðu og stefnumótun. Seinna námskeiðið, sem verður haldið 4. og 6. mars, fjallar um gerð jafnréttis- áætlana. Fariö verður í stöðu kynja á vinnumarkaði, hugmyndafræði að baki samþættingu jafnréttissjónarmiða, gerð jafnréttisáætlana og eftirfylgni. Að lokum vil ég minna á að 4. og 5. október i haust verður þriðja ráðstefnan um íslenskar kvenna- og kynjafræði- rannsóknir haldin hér við Háskólann. Ráðstefnan verður þverfagleg og á að endurspegla stöðu kvenna- og kynja- fræðirannsókna árið 2002. Stjórn Rannsóknastofu í kvenna- fræðum skipa nú: Arnfríður Guðmundsdóttir formaður, skipuð af Háskólaráði, Dagný Kristjánsdóttur úr hugvísindadeild, Edda Benediktsdóttir úr raunvísindadeild, Guðný Guðbjörnsdóttir úr félagsvísindadeild, Ólöf Ásta Ólafsdóttir af heilbrigðisvísin- dasviði, Þorgerður Einarsdóttir, Rósa Erlingsdóttir og Rannveig Traustadóttir skipaðar af Háskólaráði. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.