Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 63

Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 63
Erla Sigurðardóttir, Kaupmannahöfn Ástkonur hermannanna og börn þeirra fái uppreisn æru Þankar um bókina Ur fjötrum - íslenskar konur og erlendur her eftir Herdísi Helgadóttur ÚR FJÖ ÍSLENSKAR KONUR OG ERLENDUR HER Ég á tvær frænkur sem giftust til Bandaríkjanna upp úr stríði. Þótt þessar örlátu og tryggu frænk- ur væru í miklu uppáhaldi hjá okkur börnunum lærðist okkur fljótt að fara varlega með þessar upplýsingar. Viðbrögð umhverfisins voru yfirleitt á sömu leið. Orðið „kanamella" flaug miskunnar- laust í hópi barna, meðal fullorðinna var farið varlegar í sakirnar en það lá í loftinu að þetta var ekki nógu fínt - og kannski ekki nógu íslenskt. Ungar þær fóru frá fjarðar strönd Það var ekki fyrr en þær Inga Dóra Björnsdóttir og Anna Björnsdóttir gerðu heimildarmynd um íslenskar konur sem giftust vestur um haf, að rofaði til í huganum. Það var ekki laust við að ég fyndi fyrir skömm yfir að hafa orðið fyrir áhrif- um þeirra radda sem höfðu gert lítið úr konum, sem yfirgáfu átthaga sína og völdu líf langt frá fjarðar strönd. Sú hugsun náði ekki aðeins til kvenna sem kynnst höfðu hermönnum I stríði, heldur einnig annarra sem gifst höfðu útlendingum fyrr og siðar. Kynslóðum saman hafa þessar konur haft hægt um sig, reynt að standa sig bæöi heima og heiman og kljáðst við mismunandi dulda sektartilfinningu yfir að hafa ekki valið is- lenska karlmanninn og þannig tryggt (hr)einræktun íslenska kynstofnsins. Saga þeirra hefur birst að hluta til I góðum end- urminningabókum sem komið hafa út á undanförnum árum og eru mér þá efst I huga ævisaga Ástu Sigurbrandsdóttur (Hin hljóðu tár, eftir Sigurbjörgu Árnadóttur, Vaka-Helgafell 1995) og minningar Aðalheiðar Hólm Spans (Veistu, ef vin þú átt, eftir Þorvald Kristinsson, Forlagið 1994). Klórað í lakkið Víða er hafin tímabær endurskoðun á sögu nýliðinnar aldar, ekki síst varðandi hlut kvenkynsins. Finnska þjóöin, sem sí- minnt er á hverfulleika sjálfstæöis síns, er farin að krafsa í lakkið utan af digrum menningararfi sem fjallar um samskipt- in við nágrannann í austri. Þar ber hæst skáldsöguna Óþekkti hermaðurinn (1954) eftir Vainö Linna, en hún hefur verið kvik- mynduð af tveimur kynslóðum og þykir merkur minnisvarði um þrautseigju hins finnska karlmanns. Glansmyndin af finnsku konunni er ekkja hermannsins sem bítur á jaxlinn og ber harm sinn I hljóði. Það er ekki fyrr en á seinni árum að ein- hver hefur sýnt hersögu finnskra kvenna áhuga, kvenna sem gegndu hjúkrunarstörfum á vígvellinum og tóku þátt I fífldjörfum hernaðaraðgerðum. Sjálfsævisaga íslendinga frá seinni heimsstyrjöld inniheld- ur svipaðar klysjur og viðgengist hafa I öðrum löndum sem 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.