Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 41

Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 41
' Ingrid með börnum sínum, Gunnari og íris Anítu, nærri heimili þeirra á Álftanesi þar sem stutt er í fjöruna og náttúruna. „Tilfinningagreind er hugtak sem notiö hefur vaxandi skilnings og umhugsunar. Þar er m.a. rætt um samkennd, eða hlut- tekningu, það aö geta sett sig í spor ann- arra. Það er eins og konur eigi auðveldara með það og að velta fyrir sér hvaða áhrif eitthvað hafi á líf annarra, hugsa um þaö hvernig fólki líði. Vissulega eru fleiri konur í stjómunarstörfum nú en fyrir tiu árum, en þær eru hins vegar allt of fáar. Þegar við höldum stjórnendanámskeið i fyrirtækjum er stjórnendahópurinn oft 12 til 15 manns og þar af tvær til þrjár konur. Þetta er athyglisvert þegar litið er til þess hve marg- ar konur Ijúka Háskólanámi. Þær skila sér ekki í stjórnendastörfin og þar held ég að vanti á að þær hafi trú á sjálfum sér og sæki um þessi störf. Konur virðast síður taka áhættu heldur en karlar og eru oftar með fullkomnunaráráttu. Karlmenn eru óhræddari við að kasta fram hugmyndum an þess að vera búnir að hugsa þær ofan í kjölinn á meðan konur koma kannski með vel útfærða hugmynd sem þær hafa legið yfir en draga samt úr henni og afsaka sig. Þessi munur á kynjunum kemur líka glöggt fram í atvinnuviðtölum þar sem konur geta verið mjög ákveðnar þangað til kemur að því að ræða launin, þá verða þær óöruggar og gera of litlar kröfur fyrir sig." Þegar talið berst að átaksverkefni HÍ, Konur til forystu - jafnara námsval kynj- anna, þar sem unnið er að því að fjölga kvennemum í raunvísindum og karlnemum i hjúkrunarfræði, segir Ingrid að borið hafi á því að stelpunum finnist óþarfi að verið sé aö styðja þær sérstaklega, t.d. með starfs- frama námskeiði, þær standi alveg jafnfætis strákunum. Það er ekki fyrr en þær koma út á vinnumarkaðinn sem þær finna fyrir því að leiðin er ekki eins greið og þær héldu. „Það á sérstaklega við núna þegar farið er að þrengja að á vinnumarkaði og margir eru um hvert starf," segir Ingrid. „Ég hef heyrt aö það geti verið allt upp i 190 umsækjendur um ritarastaif og þá segir sig sjálft að það skiptir miklu máli hvernig t.d. er gengið frá ferilskránni og hvernig fólk kemur fyrir í atvinnuviðtalinu. Atvinnu- rekendur hafa svo mikiö val að fólk verður að hafa mikið sjálfstraust til aö koma yfir- leitt til álita, sýna áhuga á starfinu, spyrja spurninga um fyrirtækið og koma vel fyrir á allan hátt. Fólk þarf llka að geta nefnt styrkleika sína og veikleika til aö sýna fram á að það hafi raunhæft sjálfsmat." Ingrid segir að einn mikilvægasti hæfileiki fólks á vinnumarkaði í dag sé aðlögunarhæfni. Breytingarnar séu svo hraðar aö konur sem fara t.d. í sex mánaða fæðingarorlof finni fyrir breytingum þegar þær koma til baka. „Við þurfum ekki aö fara svo mörg ár aftur í tímann til að rifja upp tímann áöur en allir voru með farsima, tölvupóst eða heima- tengingu á netiö. Öll þessi tækni hefur breytt aöstæðum á vinnumarkaði mjög mikið og ef fólk tileinkar sér hana ekki á þaö á hættu að detta út. „Það er talið að þekking úreldist á tveggja til þriggja ára fresti, þess vegna verður alltaf þörf fyrir fræöslu á sviöi atvinnulífsins," segir Ingrid þegar hún er spurð hvernig henni lítist á aðstæöur fyrir nýja fyrirtækið þeirra Eyþórs, Þekkingar- miðlun. „Námsgráða frá árinu 1986 t.d. í raunvísindum segir ekkert um þekkingu fólks í dag. Ef fólk hefur ekki viðhaldið þekkingu sinni og bætt við sig er slík gráða einskis viröi. Það mætti þess vegna stimpla á námsgráðu sem gefin er í dag: „notist fyrir 2005". Líftími stjórnunarnámskeiða er líka stuttur, eða tvö til þrjú ár, þaö þarf að endurnýja þá þekkingu eins og aðra. Þann- ig skiptir námsgráða ekki lengur mestu máli, heldur að fólk vilji læra. Þess vegna höfum við sem kjörorð í okkar fyrirtæki til- vitnun i Arie de Geus, Hollending sem vann í 40 ár hjá Shell um allan heiminn og skrif- aði bókina The Living Company: Growth, Learning and Longevity in Business, þar sem hann segir: „Eina varanlega samkeppnis- forskotið er hæfileikinn til að læra." o Vissulega eru fleiri konur í stjórnunarstörfum nú en fyrir tíu árum, en þær eru hins vegar allt of fáar. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.