Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 55

Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 55
I__Lögfræði Margrét María Siguroardóttir, lögfræoingur Réttleysi sambýlisfólks við andlát maka Oft upplifi ég mig sem illa rispaða plötu þegar ég er að endurtaka sömu hlutina aftur og aftur. Ég held þó í þá von að einhverjir séu að hlusta. En þetta á sérstaklega við þegar ég skora á sambýlisfólk að skoða mál sín með hliðsjón af því hvað gerist við andlát maka þess. Einfaldasta lausnin og ör- uggasta er að mínu mati sú að sam- býlisfólk gifti sig. Reglulega kemur upp umræða um vandamál sem eiga sér stað við andlát annars aðila þegar um sambúð er að ræða. Enn þann dag i dag er fólk sem telur að enginn munur sé á sambúð og hjúskap í þessu sambandi. En því fer víðs fjarri. Löggjafinn hefur verið iðinn við að jafna réttarstöðu sambýlisfólks og hjóna á ýmsum sviðum en ekki þeg- ar um andlát er að ræða. Á meðan báð- ir aðilar í sambúð eru á lífi virðast þau búa við sömu réttarstöðu og hjón. Við andlát annars þeirra er aðstaðan allt önnur og fátt sem hægt er að gera. Ég brýni því enn og aftur raust mína og skora á fólk að skoða þessi mál. Ef ann- ar aðili í sambúð deyr hefur sá aðili sem lengur lifir ekki erfðarétt. Sá aðili getur heldur ekki fengið heimild til setu í óskiptu búi. Heimild til setu í óskiptu búi er mikilvægt réttarúrræði vegna andláts maka og hefur verið aukin af hálfu löggjafans síðustu árin. En því miður aðeins þegar aðilar eru í hjúskap. Oft er það þetta úrræði sem gerir því langlífara kleift að halda heimili og öðrum aðstæðum svipuðum og auð- veldar þannig lif þeirra sem eftir eru. Einnig er mjög mikilvægt að aðilar skoði mál sín þegar sambýlisfólk á börn með öðrum en maka sínum. Börn erfa foreldra sína. Ef t.d. aðili á barn með öðrum en sambýlismaka sínum en eng- in með honum sjálfum, þá tæmir barn- ið arfinn. Makinn hefur engan rétt. Oft er það þannig að eignir eru skráðar á annan aðilann, ef sá aðili deyr þá fær barnið allar eignir hins látna. Stundum getur þetta verið óeðlilegt. Oft er nóg fyrir fólk sem misst hefur maka sinn að takast á við áfallið þó ekki fylgi i kjöl- farið eignaleysi og óvissa um framtíð- ina. Ef sambýlisfólk vill alls ekki gifta sig þá ráðlegg ég því að tryggja að all- ar eignir séu skráðar á nafn beggja. Einnig er mikilvægt að þau geri með sér erfðaskrá þar sem þau arfleiða hvort annað. Ef ekki er um börn eða maka skv. hjúskap að ræða er unnt að arf- leiða allar eignir sínar með erfðaskrá. En ef aðilar eiga börn og/eða maka skv. hjúskap þá er hægt að gera erfðaskrá um 1/3 hluta eignanna. M ( kemur á Tapasbarinn,borðar góðan mat og nýtur lífsins í notalegu umhverfi. Við bjóðum þér og þínum uppá eftirrétt af nýja matseðlinum okkar. nm amm út í bláinn RESTHURflNT/BHR ...af því að lífið er skemmtilegt! Vesturgötu 3 b 101 Reykjavík Borðapantanir í síma 55 12344
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.