Vera - 01.02.2002, Page 55

Vera - 01.02.2002, Page 55
Margrét María Sigurðardóttir, iögfræðingur Réttleysi sambýlisfólks við andlát maka Oft upplifi ég mig sem illa rispaða plötu þegar ég er að endurtaka sömu hlutina aftur og aftur. Ég held þó í þá von að einhverjir séu að hlusta. En þetta á sérstaklega við þegar ég skora á sambýlisfólk að skoða mál sín með hliðsjón af því hvað gerist við andlát maka þess. Einfaldasta lausnin og ör- uggasta er að mínu mati sú að sam- býlisfólk gifti sig. Reglulega kemur upp umræða um vandamál sem eiga sér stað við andlát annars aðila þegar um sambúð er að ræða. Enn þann dag í dag er fólk sem telur að enginn munur sé á sambúð og hjúskap í þessu sambandi. En því fer víðs fjarri. Löggjafinn hefur verið iðinn við að jafna réttarstöðu sambýlisfólks og hjóna á ýmsum sviðum en ekki þeg- ar um andlát er að ræða. Á meðan báð- ir aðilar i sambúð eru á lífi virðast þau búa við sömu réttarstöðu og hjón. Við andlát annars þeirra er aðstaðan allt önnur og fátt sem hægt er að gera. Ég brýni því enn og aftur raust mína og skora á fólk að skoða þessi mál. Ef ann- ar aðili í sambúð deyr hefur sá aðili sem lengur lifir ekki erfðarétt. Sá aðili getur heldur ekki fengið heimild til setu í óskiptu búi. Heimild til setu i óskiptu búi er mikilvægt réttarúrræði vegna andláts maka og hefur verið aukin af hálfu löggjafans síðustu árin. En því miður aðeins þegar aðilar eru i hjúskap. Oft er það þetta úrræði sem gerir því langlífara kleift að halda heimili og öðrum aðstæðum svipuðum og auð- veldar þannig lif þeirra sem eftir eru. Einnig er mjög mikilvægt að aðilar skoði mál sin þegar sambýlisfólk á börn með öðrum en maka sínum. Börn erfa foreldra sína. Ef t.d. aðili á barn með öðrum en sambýlismaka sínum en eng- in með honum sjálfum, þá tæmir barn- ið arfinn. Makinn hefur engan rétt. Oft er það þannig að eignir eru skráðar á annan aðilann, ef sá aðili deyr þá fær barnið allar eignir hins látna. Stunduni getur þetta verið óeðlilegt. Oft er nóg fyrir fólk sem misst hefur maka sinn að takast á við áfallið þó ekki fylgi i kjöl- farið eignaleysi og óvissa um framtíð- ina. Ef sambýlisfólk vill alls ekki gifta sig þá ráðlegg ég því að tryggja að aII- ar eignir séu skráðar á nafn beggja. Einnig er mikilvægt að þau geri með sér erfðaskrá þar sem þau arfleiða hvort annað. Ef ekki er um börn eða maka skv. hjúskap að ræða er unnt að arf- leiða allar eignir sínar með erfðaskrá. En ef aðilar eiga börn og/eða maka skv. hjúskap þá er hægt að gera erfðaskrá um 1/3 hluta eignanna. kemur á Tapasbarinn,borðar góðan mat og nýtur lífsins í notalegu umhverfi. bjóðum þér og þínum uppá eftirrétt af nýja matseðlinum okkar. út í bláinn RESTHURHNT/BRR ...af því að lífið er skemmtilegt!

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.