Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 3

Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 3
Sérréttindi og hiö „æðra11 kyn „Eg er jafnréttissinni, ekki kvenréttindakona," sagöi ung kona úr við- skiptalífinu í blaðaviðtali nýlega og bætti við að hún vildi engin sérrétt- indi fyrir konur og teldi ekki að karlmenn væru andstæðingar kvenna eða færu illa með þær. í þessum orðum liggja einmitt þeir fordómar gagnvart femínisma sem hafa verið til umræðu undanfarið, m.a. í málfundaröð á vegum Stúdenta- ráðs og Jafnréttisnefndar Háskóla íslands. Svo virðist sem talinn sé stigs- munur á því að vera jafnréttissinni, kvenréttindakona og /eða femínisti. Að vera jafnréttissinni er sjálfsögð og viöurkennd yfirlýsing í huga meiri- hlutans, að vera kvenréttindakona er að stíga skrefið of langt, heimta sér- réttindi og telja karlmenn andstæðinga sína. Að vera femínisti er þá lík- lega að stiga skrefið enn lengra, biðja um meiri sérréttindi og líta á karl- menn sem enn meiri andstæðinga- eða hvað? Hver er annars munurinn á kvenréttindakonu og feminista? Umræða um þessa orðanotkun er mjög mikilvæg því fordómar verða til vegna ranghugmynda og vanþekkingar og upplýsing er besta leiðin til að uppræta þá. Þegar við byrjuðum að vinna þetta blað ætluðum við að fjalla um fordóma gegn femínisma en eftir því sem á leið langaði okkur meira að fjalla um það hvað er að vera femínisti og hvaða fólk telur sig vera femínista. Okkur þykir Ijóst að margir vita ekki hvað femínismi er og því hlýtur umræða um það að vera nauðsynleg. Saga kvennabaráttu síð- ustu áratuga er ekki kennd í islenskum skólum og því er margt ungt fólk ótrúlega illa upplýst um þær breytingar sem kvennabaráttan hefur kom- ið til leiöar. Þegar fjallað var um fordóma gegn femínisma á Stöð tvö nýlega voru unglingar spurð hvað þeim finnist um femínista. Svar ótrúlegra margra drengja var að femínismi snúist um að konur séu æðra kynið. Þar var ekki spurning um jafnrétti, heldur hvort kynið hafi yfirráðin. Að sjálfsögðu voru strákarnir ekki til í að afsala sér þeim völdum sem þeirra kyn hefur haft í gegnum aldirnar og líta því neikvætt á femínisma. fyrir námskeiö og auglýsingar þar sem konur eru hvattar til þátttöku í stjórnmálum. Hlutur kvenna í sveitarstjórnum er aðeins 28,2% og því þarf aö gera betur í kosningunum 25. maí nk. Á heimasíðu nefndar- innar segir: „Konur og karlar hafa að mörgu leyti ólík- an bakgrunn, uppeldi og reynslu. Akvarðanir sem við tökum eru byggðar á menntun okkar uppeldi og reynslu. Konur eru helmingur þjóöarinnar og þaö er því í þágu jafnréttis og lýðræðis að konur og karlar taki þátt í aö móta samfélagið." fyrir fyrirspurn til heilbrigöisráðherra um hvort setja eigi í lög hér á landi bann viö umskuröi stúlkna eða kvenna og viðurlög við slíkum verknaði. Alþjóðastofn- anir hafa hvatt til þess að lönd taki skýra afstöðu gegn slíkum verknaði en vandamál af þessu tagi hafa komiö upp í fjölmenningarlegum samfélögum. Jón Kristjáns- son tók undir orð Ástu og telur að setja þurfi slíkar reglur hér á landi. fyrir að verðlauna Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur fyrir bókina Björg þar sem rakin er ævisaga merkrar konu og brautryðjanda í menntun íslenskra kvenna en saga hennar var flestum gleymd. Svona viðurkenning er hvatning til að halda áfram aö skrá (gleymda) sögu kvenna. fyrir að leggja léttari dæmi fyrir stelpur heldur en stráka og ætla með því að sýna fram á hvernig „jákvæö mismunun" virkar. Hver er femínisti og hver ekki? Svör þeirra sex sem Vera spurði hvort nota það orð til að lýsa lífsafstöðu sinni eru athyglisverð. Það er einnig athygl- isvert að lesa svörin við spurningu blaðsins á bls. 6 - hver er uppáhalds femínistinn þinn? Konurnar sem þar eru nefndar eru frábærir fulltrúar kvenna en hvort þær kalla sig femínista eða aðrir líti á þær sem slíkar er annað mál. Eða hvað? Er þetta kannski bara spurning um mismunandi orð og merkimiða á sama innihald? fciAtofott /þtHAfiirtztöt* P.S. Á heimasíðu Veru, vera.is, má lesa fyrirlestur undirritaðrar um for dóma gegn femínisma sem haldinn var á málþingi Stúdentaráðs og Jafn réttisnefndar HÍ. fyrir pistil 24. febrúar þar sem á ósmekklegan hátt er snúið út úr hugtakinu jákvæö mismunun en það hug- tak virðist fara óskaplega illa í unga, hægrisinna um þessar mundir. Þeim virðist greinilega ekki finnast þörf á að hvetja konur til þátttöku í stjómmálum, hvorki í sveitarstjórnum né á Alþingi. fyrir að hleypa Egyptanum Abraham Anter Seyed inn í landið en fyrrum eiginkona hans, Guöríður Ingólfs- dóttir, var búin að biöja um að það yrði ekki gert eftir að hafa þurft að fara til Egyptalands og frelsa dóttur þeirra úr höndum föðurins sem vildi kyrrsetja hana og gifta hana í Egyptalandi gegn vilja sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.