Vera - 01.02.2002, Page 60

Vera - 01.02.2002, Page 60
Frá Jafnréttisstofu Víðtækt erlent samstarf Erlent samstarf er nokkuö umfangsmikill þáttur i starfi Jafnréttisstofu enda mikið um aö vera á sviöi jafnréttis- mála á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar, Evrópu- sambandsins og víðar. Starfandi eru vinnuhópar um ýmis málefni og tekur Jafnréttisstofa fyrir íslands hönd þátt í starfi margra þeirra. Norrænt samstarf Markmiðið með samvinnu Norðurland- anna í jafnréttismálum er að þróa að- ferðir til að skapa þjóðfélög sem byggð eru á jafnrétti. Mörkuð hefur verið stefna um að samþætta kynja- og jafn- réttissjónarmið í alla starfsemi Nor- rænu ráðherranefndarinnar og í sam- starfsáætlun áranna 2001-2005 verður áhersla lögð á kynja- og jafnréttissjón- armið í fjárlagagerð, karla og jafnrétti og aðgerðir gegn ofbeldi á konum. http://www.norden.org/jaemst/sk/sam- arbetsprogram2001-2005.pdf http://www.norden.org/jaemst/is/index .asp?lang=5 • ÁK-JÁM er embættismannanefnd Norrænu ráðherranefndarinnar um jafnréttismál og hefur umsjóri meö samstarfsáætlun um jafnréttismál. Framkvæmdastýra Jafnréttisstofu á sæti í nefndinni. • Norrœn/baltnesk nefnd um jafnrétt- r.mnl, hefur það meginmarkmið að styrkja og stuðla að samstarfi opin- berra jafnréttisstofnana á Norður- löndunum og í Eystrarsaltslöndun- um. Framkvæmdastýra Jafnréttis- stofu situr í nefndinni. http://www.n0rden.0rg/jaemst/sk/c ooperation_programme.pdf • Handel med kvinner - Norræn/balt- nesk herferð gegn mansali hefur verið í undirbúningi frá því á ráð- stefnunni Konur og lýðræði í Vilní- us 2001. Skipaöur hefur verið vinnuhópur með fulltrúum frá jafn- réttis- og dómsmálaráðuneytum landanna. Jafnréttisstofa á fulltrúa í hópnum. • Likelönn, vinnuhópur skipaður full- trúum jafnréttisráðuneyta og full- trúum vinnumarkaðar. Jafnréttis- stofa á fulltrúa í hópnum sem hef- ur það verkefni að safna saman upplýsingum um stöðuna á Norður- löndunum og gefa út í skýrslu ásamt tillögum að verkefnum. • Gender mainstreaming i budgetar- hvidri vinnuhópur sem hefur það hlutverk að gera tillögu að norrænu verkefni um samþættingu kynja- sjónarmiða í fjárlagagerð. Fulltrúar í hópnum eru frá jafnréttis- og fjár- málaráðuneytum. Framkvæmda- stýra Jafnréttisstofu er í hópnum. • Menn og likestilling, vinnuhópur sem undirbýr útgáfu bókar um kynjamótun í skólum. Sérfræðingur á Jafnréttisstofu á sæti í hópnum. • NIKK, er norræn rannsóknastofnun í kvenna- og kynjafræöum með að- setur í Osló. Jafnréttisstofa á vara- mann i stjórn NIKK. http://www.nikk.uio.no/ Vestnorrænt samstarf: Vestnorræn kvennaráðstefna var hald- in í Færeyjum 1999. í niðurstöðum hennar var skorað á aðildarlöndin að beita sér fyrir samvinnu landanna um ýmis málefni sem snerta konur. http://www.vestnordisk.is • Starfandi er vinnuhópurinn Vold mot kvinner um sameiginlegar að- gerðir í vestnorrænu löndunum til að stöðva ofbeldi gegn konum. Framkvæmdastýra Jafnréttisstofu á sæti í hópnum sem vinnur að skýrslu um málið. Noröurskauts samstarf: Norðurskautsráðið (The Arctic Council) samanstendur af fulltrúum Norður- landanna fimm, Kanada, Rússlands og Bandaríkjanna. Auk þess eiga fulltrúar sex frumbyggjasamtaka fastasæti í ráðinu. http://www.arctic-council.org/ Starfandi er hópur á vegum Norð- urskautsráðsins sem hefur það hlutverk að undirbúa ráðstefnuna Taking Wing - Women in the Arctic sem haldin verður í Saariselká í Finnlandi 4.-7. ágúst. Fram- kvæmdastýra Jafnréttisstofu á sæti í undirbúningshópnum. Evrópusambandiö: Töluvert starf að jafnréttismálum á sér stað innan Evrópusambandsins. Þótt ís- 60

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.