Vera - 01.08.2002, Page 7

Vera - 01.08.2002, Page 7
ið settumst niður fyrir utan kaffihús á óvenju sólríkum sum- ardegi. Mannlífið í borginni var með fjörlegasta móti og ekki kom á óvart að þær voru hæstánægðar með ferðina. En hverjar eru þær og hvernig stóð á því að þær skelltu sér í tónleikaferð til Is- lands? Pia Loman, Marit Ernst, Kar- ina Agerbo og Helle Nielsen eru fjórir blokkflautuleikarar frá Sví- þjóð og Danmörku sem allar voru með sama kennara og kynntust þannig. „Við prófuðum að spila saman eitt verk, síðan annað og þannig vatt þetta upp á sig,“ segja þær en þær héldu fyrstu tónleik- ana árið 1994. Síðan þá hafa þær víða leikið og að auki gefið út tvo geisladiska og er annar þeirra fá- anlegur, Sitting Ducks BIS-CD 1112. „Þessi ferð er hluti af Norð- urlandatónleikaferð," segja þær. „Við leikum klassíska tónlist, bæði nútímatónlist og eldri tón- list (barokk og endurreisn). Okkur langaði til að leika meira af nú- tímatónlist frá Norðurlöndunum en af henni var ekki mikið fram- boð. Við ákváðum því að panta tónlist frá nokkrum tónskáldum á Norðurlöndum og Elín Gunn- laugsdóttir var ein þeirra. Síðan datt okkur í hug að það væri gam- an að ferðast urn Norðurlöndin með tónlistina og höfum þegar farið um Noreg og Svíþjóð." Blokkflautukvartettar eru sjaldgæfir og er þessi reyndar sá eini í Danmörku. Þær stöllur taka fljótlega fram að þær spili ekki bara á fjórar litlar blokkflautur heldur noti þær allt að 20 til 30 blokkflautur á hverjum tónleik- um, af mismunandi stærðum og gerðum. „Þetta er svolítið sérstakt og kemur fólki stundum á óvart. Það hefur kannski engar vænting- ar og veit ekki við hverju það á að búast þannig að oft verður þetta ó- vænt ánægja. Margir spiluðu á blokkflautu í barnæsku og fólk á misgóðar minningar um það. Blokkflautan er því að mörgu leyti vanmetið hljóðfæri." Lýðræðislegur kvartett Þær benda einnig á að kvartettinn SIRENA sé rnjög lýðræðislegur. Olíkt því sem gerist í strengjakvartett breyti þær oft um hlutverk og spili ýmist fyrstu, aðra, þriðju eða fjórðu flautu. „Við erum því oft að skipta um hljóðfæri og sæti á sviðinu. Stundum köstum við upp um það hver á að spila hvað enda líkar okkur til- breytingin vel. Okkur líkar afskaplega vel að vera kvennakvartett og teljum það stóran kost að hafa leikið svo lengi saman. Við erum fjórir mjög ólíkir persónuleikar en viljum spila saman og erum á sömu bylgjulengd hvað tónlistina varðar." Þær segja að móttökurnar í Skálholti hafi verið góðar. „Þetta er mjög sérstakur staður og gaman að halda tónleika þarna. Við spiluðum í kirkjunni og því mátti ekki klappa. Það var svolítið skrítið fyrst en seinna gat fólkið talað við okkur fyrir utan kirkjuna. Þá komu margir og þökkuðu okkur fyrir og það var mjög ánægjulegt. Þess má líka geta að Elín var að heyra tónlistina sína leikna í fyrsta sinn tveimur tím- um fyrir tónleikana. Henni líkaði vel en við erum einnig mjög ánægðar með tónlistina." Þær hlökkuðu mjög til að halda til Mývatns og sögðu það forréttindi að geta ferðast um og hitt fólk á meðan þær vinna. „Það eru 14 mánuðir síðan við vissum að við myndum koma hingað og síðan þá höfum við beðið með eftirvæntingu. Það má því segja að nú sé draumur að rætast.“ Loksins komnar með rútu Þær bentu einnig á að nú væru þær að ferðast um í alvöru tónleikaferðalagarútu. „Við höfum aldrei ferðast með svona rútu áður en höfum oft talað um að ekki væri vanþörf á. Fólk heldur oft að við séum ekki með mikinn farangur, aðeins fjórar litlar blokk- flautur, en það er nú öðru nær. Surnar flauturnar okkar eru risastórar og það getur tekið á að rogast um með þetta. Nú erum við komnar með rútu og vantar bara rótara!“ segja þær hlæjandi. Reyndar viður- kenna þær að ekki væri heldur vanþörf á umboðs- manni. Því það er ekki nóg að spila góða tónlist. „Við verðum líka að kunna að markaðssetja okkur og það er oft ekki auðvelt. Við erum ekki menntaðar í það og það getur verið erfitt að muna eftir þessurn þætti líka. Kannski fáum við okkur umboðsmann síðar, við þurfum bara að sannfæra hann um að hann muni græða eitthvað á þessu,“ segja þær hlæjandi. „]á, hvers vegna ekki,“ segja þær þegar blaðakona spyr hvort þær vilji hér með auglýsa eftir umboðsmanni. „Það væri ekki verra að hafa hann íslenskan!" 7

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.