Vera - 01.08.2002, Qupperneq 14

Vera - 01.08.2002, Qupperneq 14
Elísabet Þorgeirsdóttir karlveran Jafnréttishugsun var normið hjá minni kynslóð Wk ■ :'ík (0 <u > 14 Cunnar Páll Pálsson er nýkjörinn formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur en hefur starfað þar undanfarin tíu ár sem fjármálastjóri. VR hefur lagt áherslu á jafnréttismál undanfarin ár og hvatt konur sérstaklega til að vera harðari í launa- kröfum. Fyrir það fékk félagið Jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs í ár. Af því tilefni og vegna þess að Gunnar Páll á sæti í Jafnréttisráði fyrir hönd Alþýðusam- bands íslands er hann Karlveran að þessu sinni. Gunnar Páll er viðskiptafræðingur og eftir að hann lauk námi 1987 starfaði hann hjá prentþjónustunni Korpus og Apple umboðinu en gerðist fjármálastjóri VR haustið 1992. Hann segist snemma hafa farið að starfa að öðru en umsýslu fjármála hjá VR enda hafi verið erfiðir tímar í þjóðfélaginu fyrstu árin eftir að hann kom til starfa. Þá voru Islendingar að upplifa það að atvinnuleysi væri staðreynd og mun meiri neyð ríkti hjá fólki en síðar varð. Þeir erfiðleikar fóru ekki framhjá starfsfólki VR. „A þessum tíma gat maður rekist á grátandi fólk hér á göngunum en það er sem betur fer liðin tíð,“ segir hann. „Eg hafði umsjón með greiðslu atvinnu- leysisbóta og fékk við það góða innsýn í stöðuna á vinnumarkaðnum. Ég tók síðan þátt í kjarasamninga- ferlinu 1995 og var í framvarðasveit VR í þeim mál- um 1997 og 2000,“ segir Gunnar Páll þegar hann rifj- ar upp aðkomu sína að félaginu. Hann bætir síðan við að undanfarin átta ár hafi hann verið í stjórn Bú- seta, þar af formaður sl. þrjú ár, en hætti því þegar hann tók við formennsku í VR. Það starf hafi líka gef- ið sér innsýn í kjör hins almenna launamanns. Hvernig er kynjciskiptingin innan Vfí? „Ef við lítum á svörin sem við fáum í launakönn- unum okkar er hlutfallið 60% konur og 40% karlar en samkvæmt félagaskrá er hlutfall kvenna enn hærra, eða 70%. Það skýrist af miklum fjölda ungra kvenna sem eru í hlutastörfum með skóla og svara launakönnuninni síður.“ 200.000 króna meðallaun Hvernig kom það til að þið fóruð að leggja sér- staka áherslu á að hvetja konur? „Okkur fannst ástæða til að setja jafnréttismál á oddinn því þar var mestra lagfæringa þörf. Upphafið var líklega þegar við ákváðum að greiða hærra fæð- ingarorlof til félagsmanna 1998, þ.e. tryggja að allir íái 80% af launum sínum. Greiðsla Tryggingastofn- unar var þá um 70.000 krónur, sem er 80% af um 90.000 króna launum, en nú fá allar manneskjur 80% launa sinna frá Tryggingastofnun ríkisins eftir að lögum um fæðingarorlof var breytt. Um svipað leyti hófum við auglýsingaherferð til að reyna að minnka launamun kynjanna þar sem við hvöttum konur til að gera hærri launakröfur og vera harðari í launaviðtölum. Þá var núverandi launakerfi okkar að þróast en það byggist á því að gerð er launa- könnun meðal félagsmanna og hún gefin út. Þar með
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.