Vera - 01.08.2002, Page 26

Vera - 01.08.2002, Page 26
vera 26 Við höfum fylgst með skilaboðunum sem samfélagið sendir konum og höfum upplifað þetta dæmalausa kaos... ,^ H 11 Mér finnst líka eins og það sé allt að lokast fyrir svona alvarlegri umræðu, fólk, og þá sérstaklega karlmenn, er hætt að heyra þetta... „Mörg umræðan hefur líka beinst að því að búa til vandamál," segir María. „Það er verið að ýta upp á yfirborðið vandamálum en þau eru aldrei leyst. Við erum alltaf að einblína á þau en skortir forsendur eða getu til þess að leysa þau. Það er svolítið neikvætt." Þrúður bætir við: „Það eru líka margar konur sem hugsa um leið og einhver vandamál koma upp: „Já það er afþví ég er kona“. Þær eru oft fljótar að hrapa að þeirri ályktun, meðan karlar finna einhverja raun- verulega ástæðu og reyna að grafast fyrir um hana. Þær eru komnar í stöðu fórnarlambsins án þess að velta því einusinni fyrir sér.“ „Það er náttúrlega svolítið skrýtið að vera orðin svona menntuð og klár en vera samt alveg týnd í því að hugsa um hvernig við eigum að vera kvenlegar og sætar,“ segir Jóhanna. „Þetta er allt orðið einhvern veg- inn afbakað og beyglað. Við eigum að vera svo margt í einu og það eru svo ótal margar hugmyndir í gangi.“ „Við erum semsagt að gera grín að beyglunum sem búa í okkur flestum," segir María. „Við tökum ekki fyrir allar sterku konurnar. Auðvitað er til fullt af konum sem eru ekkert svo beyglaðar en það er bara ekki eins skemmtilegt að grínast með þær.“ Það er náttúrlega svolítið skrýtið að vera orðin svona menntuð og klár en vera samt alveg týnd í því að hugsa um hvernig við eigum að vera kvenlegar og sætar. Kvennaleikhús Vagínuleikhópsins Nú eruð þið allar konur að fjalla um það að vera konur. Mér dettur í hug ef þið væruð karlar þá væri leikritið ekki kallað Karlaleikrit og leikhópurinn ekki Karlaleikhópur. Það er ekkert issjú að fjalla um þá raun að vera karl. Karlar eru bara að presentera hið mannlega eðli... „Já, við höfum heldur betur fundið fyrir þessu,“ segja beyglurnar allar í kór. „Vinur okkar hafði á orði að við værum nú með þennan kvennaleikhóp og kallaði hann vagínuleikhóp. A sama tíma var hann að setja saman leikhóp þarsem voru bara karlar, en það þurfti ekki að kalla hann neitt. Það var bara leikhópur." Ef kona skrifar bók um konu þá eru það kvennabókmen- ntir. Ef karl skrifar bók um karl þá eru það einfaldlega bók- menntir... Það er líka oft neikvæðni sem fylgir þessu „kvenna" eitt- hvað,“ segir Arndís. „Margir sem heyra að við séum að setja á svið verk um konur halda að við séum með eitthvað væl. Auðvitað erum við að gera grín að væli en við vælum lítið sjálfar.“ „Við erum ekki bara að segja að það sé svo erfitt að vera kona í dag vegna þess að það sé svo mikið af hugmyndum á lofti í samfélaginu, heldur erum við að reyna að koma því á framfæri að það séum við sjálfar sem viðhöldum þessu," segir María. „Það erum við sjálfar sem tökum þátt og við hljótum því að bera einhverja ábyrgð þó að vissulega sé það líka samfólagið sem þrýstir á allskonar hluti. Það er jákvætt að hugsa þannig að sjálfar berum við ábyrgðina. Við vara- litum okkur vegna þess að við viljum það sjálfar. Að við höfum eitthvað um þetta að segja." „Við höfum ekki komist að neinni niðurstöðu þó að við höfum rætt þetta allt fram og til baka,“ bætir Jóhanna við. „Við erum heldur ekkert að fara að predika. Okkur finnst bara að konur eigi að taka ábyrgð á sínu lífi.“ „Það hjálpar mór ekkert að segja: Ég fæ ekki vinnu í leikhúsi vegna þess að ég er kona,“ segir María. „Þá er betra fyrir mig að hugsa: Ég er manneskja og fínn leikstjóri, en það getur verið erfitt að koma sér á ffamfæri." „Þetta er alveg það sama með leikkonurnar", segir Jóhanna. „Við getum lokast inní því að segja „æ, það eru svo fá kvenhlutverk í leikhúsunum", en hvers vegna ekki frekar að stofna sinn eigin leikhóp eða skril'a sín eigin verk í staðinn fyrir að lokast inní fórnarlambshlutverkinu?“ Frelsið í gríninu Það er ekkert svo langt síðan konur fóru að vera fyndnar í leikhúsinu. Var það ekki Edda Björgvins sem fórfyrst að vera Ijót og fáránleg en ekki gyðja eða hvað það var nú sem konur máttu vera? Svo fylgdu á eftir þær Ólafía Hrönn og Helga Braga. „Jú og mór finnst skipta miklu máli að geta verið geðveik- islega flott kona en mega líka vera geðveikislega fyndin eða geðveikislega ljót,“ segir Arndís. „Það er líka frábært aðeins að slaka á og taka sjálfa sig ekki svona hátíðlega. Þetta er ekki allt svona þungt og erfitt og mikið mál. Karlar hafa verið að leika fífl og ógeð í hundruð ára. En það voru bara tvær kven- týpur í leikhúsinu, unga fallega stúlkan og móðirin."

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.