Vera - 01.08.2002, Page 27

Vera - 01.08.2002, Page 27
vjs / oisn, „Það er auðvitað tilhneig- ing samfélagsins að móta konur í ákveðin hlutverk," segir María og bætir síðan hugsi við: „Náttúrlega getur líka jaðrað við kvenfyrirlit- ningu að gera svona grín. Kannski er fólk hrætt við það. Það hefur verið tabú að gera grín að konum og kannski er líka fullt af konurn sem eru ekki hrifnar af þessu, hjá þeim er enn attitjúdið: Við eigum að standa saman og sýna styrk okkar, ekki veikleika." Ef maður tilheyrir hópi sem má ekki gera grín að, er maður þá ekki í verulega vondum málum? „Það lýsir hræðilegri minnimáttarkennd sem sumir hafa jafnvel fyrir hönd annarra. Ef það má ekki gera grín að hlutunum þá er þetta orðið eitthvað hösh hösh. Það er frelsi sem er fólgið í gríninu," segir María. „Við konur verðum líka að læra að taka okkar pláss og það gerum við í Skjallbandalaginu með því að setja þetta verk á fjalir. Við erum með því að afsanna mýtur eins og þær að konur geti aldrei unnið saman. Við vitum ekkert hvernig þetta fer en samt höfum við kynnt verkið grimmt og höfum fulla trú á okkur. Við höfum þegar selt upp nokkrar sýningar og lítum bjartsýnar á þetta allt saman,“ segir leik- stjórinn og brosir bjartsýnislega að lokum. Margir sem heyra að við séum að setja á svið verk um konur halda að við séum með eitthvað væl. Auðvitað erum við að gera grín að væli en við vælum lítið sjálfar." / I J ii <§ y r %$' a & /ÍMRk. w % wl m m. Jh 1 .... svona eiga konur að vera og svona eiga þær ekki að vera. Hefurðu smakkað ferskan, íslenskan Mozzarellaost? www.ostur.is Islenskir ostar - hreinasta afbragð Skoðaðu nýja bæklinginn frá Osta- og smjörsölunni. Hann er fullur af Ijúffengum Mozzarellauppskriftum. Raðið Mozzarella og tómatsneiðum á disk. Stráið salti og pipar yfir. Hellið olíunni á og dreifið basilíkulaufum og furuhnetum yfir. Einnig er gott að setja þunnt sneiddan rauðlauk yfir réttinn. Mozzarella og tómatsalat • ferskur, sneiddur Mozzarella • tómatsneiðar • ólífuolía • fersk basilíka, söxuð • salt og nýmalaður pipar • furuhnetur

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.