Vera - 01.08.2002, Síða 44

Vera - 01.08.2002, Síða 44
r 7 / (* Á Kvenréttindadaginn 19. júní söfnuðust um 150 konur saman á námsstefnu sem bar yfirskriftina Hamhleypur - Konur í atvinnulífinu og ræddu um stöðu kvenna í atvinnulífinu. Námsstefnan var haldin á vegum IMG og Endurmenntunarstofnunar Háskóla íslands. Þátttakan fór fram úr björtustu vonum og var salur Endurmenntunarstofnunar þétt- skipaður konum á öllum aldri. 05 <U > 44 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði í opn- unarávarpi sínu að það kæmi sór skemmtilega á óvart að sjá hversu margar konur væru saman- komnar á námsstefnunni og fannst henni nokkuð um liðið síðan konur fjölmenntu með þessum hætti á slíkan viðburð: „Mér finnst það fagnaðarefni og það segir mér ákveðna sögu um að það sé kannski svolít- il vakning í gangi hjá konum sem mér hefur þótt skorta nokkuð upp á á umliðnum árum, þ.e.a.s. að konum fyndist sem þessi mál brynnu á sér. Það hef- ur ekki brunnið mikill eldur þótt það hafi svona kraumað í glóðum undir niðri.“ Að muna eftir sögunni og nýta sér hana Á námsstefnunni lögðu margar konur áherslu á að horfa á baráttu kvenna í víðara samhengi, á mikil- vægi þess að muna eftir sögunni og missa ekki sjón- ar á markmiðunum í daglegu amstri. Þær voru sam- mála um að margt hefði áunnist og þökkuðu jrað bar- áttukonum fortíðar en bentu á að margt mætti enn betur fara. Ingibjörg Sólrún lagði línurnar þegar hún sagðist vilja rifja upp ákveðin grundvallaratriði: „Hvað erum við að gera, höfum við erindi sem erfiði? Erum við

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.