Vera - 01.08.2002, Side 46

Vera - 01.08.2002, Side 46
vera Auður Eir: Sumar konur sem nýttu sér þau rétt- indi sem femínistar höfðu barist fyrir vildu ekki láta bendla sig við sama femínisma, þær ýmist þorðu því ekki, þótti það ekki fínt eða nenntu því ekki. Þetta tafði fyrir. Ein ástæðan væri sú að karlveldið berðist á móti en Auður Eir sagði aðra ástæðu þær konur sem ekki vildu, þorðu eða nenntu að vera með. „Sumar konur sem nýttu sér þau réttindi sem femínistar höfðu barist fyrir vildu ekki láta bendla sig við sama femín- isma, þær ýmist þorðu því ekki, þótti það ekki fínt eða nenntu því ekki. Þetta tafði fyrir.“ Erindi sem erfiði? Stefanía Traustadóttir félagsfræðingur hjá Hagfræði- stofnun HI, nú bæjarstjóri í Ólafsfirði, ræddi um þann árangur sem konur hefðu náð á vinnumarkaði og velti því fýrir sér hvort þær hefðu haft erindi sem erfiði. Hún benti á að þrátt fyrir að atvinnuþátttaka kvenna væri orðin um það bil jafn mikil og karla væri atvinnulífinu enn stýrt af körlum sem eru mik- ill meirihluti stjórnenda. Hún benti einnig á að þrátt fyrir að menntun kvenna hafi aukist er námsval jafn kynbundið núna og fyrir 25 árum. Þá virðast laun kvenna fara fyrst og fremst eftir því í hvaða starfsstétt þær eru og að almennt hafi menntun þeirra og inn- tak eða eðli starfs ekki jafn mikil áhrif á laun þeirra og þessir þættir hafa á laun karla, en kynbundinn launamunur hefur verið staðfestur í fjölda kannana. Mun meiri námskröfur eru gerðar til hefðbundinna starfa kvenna en karla en það skilar sér ekki í sam- bærilegum launum. Stefanía benti á að þegar árang- ur kvennabaráttunnar væri skoðaður þyrfti að spyrja sig hvert markmiðið hefði verið. Aukin menntun og þátttaka kvenna í atvinnulífinu væri staðreynd en einnig sókrí kvenna í hefðbundnar starfsstéttir og kynbundinn launamunur. Okkur vantar fyrirmyndir en erum sjálfar fyrirmyndir Yfirskrift námsstefnunnar var Konur í atvinnulífinu og því var einblínt á konur á vinnumarkaði og konur í stjórnunarstöðum. Settar voru fram hugmyndir um ólíkar aðferðir kynjanna í atvinnulífinu og kosti og galla þessara aðferða. Hulda Dóra Styrmisdóttir hjá íslandsbanka minnti á að í dag eru auknar kröfur um jafnvægi vinnu og einkalífs en auk þess er krafist betri afkomu fyrirtækja. Af því leiðir að fyrirtæki þurfa að nýta mannauð sinn betur, enginn hefur efni á að velta fyr- ir sér kyni heldur skiptir mestu máli hver er hæfast- ur til að skila árangri. Hulda Dóra ræddi um jaíríræð- isáætlun Islandsbanka sem hún sagði felast í að meta hvern einstakling á eigin forsendum og gæta jafn- ræðis. Markmiðið er að auka starfsánægju, tryggð, þjónustu og arðsemi og uppfylla væntingar við- skiptavina og hluthafa. Hún sagði að ytri aðstæður 46 gætu haft áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Karl- ar eru til dæmis í æðstu stöðum í íslenskum fyrir- tækjum og karlagildi eru því oft viðmiðið. Það getur því kostað nokkuð átak að „breyta til“. Hún sagði að innri atriði hefðu einnig sitt að segja. Konur sækist síður eftir völdum og ábyrgð sem getur stafað af því að þær axla meiri heimilisábyrgð og eru áhættufæln- ari. „Konur vilja oft vera fullkomnar og eru stundum uppteknar af því að gera hluti rétt frekar en að velta því fyrir sér hvort þær séu að gera réttu hlutina," sagði Hulda Dóra. Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur velti einnig fyrir sér mismunandi áherslum kynjanna og sagði konur tengja en karla aðgreina. Konur tengja til dæmis fólk og verkefni til að fá betri niðurstöðu og þykir samvinna eðlileg. Tengingarnar eru mikils Stefanía Traustadóttir: Laun kvenna virðast fara fyrst og fremst eftir því í hvaða starfsstétt þær eru. Almennt hefur menntun þeirra og inntak eða eðli starfs ekki jafn mikil áhrif á laun þeirra og þessir þættir hafa á laun karla. virði og ættu konur að nýta þær betur. „Konur óttast að nýta sér tengslin í eigin þágu eða þágu verkefnis en karlar hika ekki við það. Konur þurfa að hætta pempíugangi. Þær eru of uppteknar af því að gera hlutina rétt, eru nýkomnar á vinnumarkaðinn og í stjórnun, og vilja ekki láta hanka sig á klíkuskap. Af því leiðir að erfiðara er að ná fótfestu á vinnumark- aði.“ Þórkatla sagði einnig að á kvennavinnustöðum væri oft heimilislegt andrúmsloft enda fletja konur oft út „valdapýramídann". Kostirnir eru hlýja, stuðn- ingur, samvinna og góð yfirsýn sem stundum er á kostnað verkaskiptingar. Gallarnir eru þeir að mörk einkalífs og vinnu verða óljós og verkefni geta fallið í skuggann af líðan starfsfólks. Þá benti hún á að kon- ur eigi langa hefð heima en stuttan feril á vinnu- markaði sem þýðir öryggi á heimavelli en óöryggi á útivelli. Hjá körlum á andstæðan við. „Okkur vantar fyrirmyndir en erum sjálfar fyrirmyndir. Við leitum því í uppskriftir í stað þess að treysta innsæinu og það gerir okkur erfiðara fyrir.“ Unnið að breytingum innan kerfisins Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborg- ar, hélt fyrirlestur um jafnréttisstefnu Reykjavíkur- borgar og þann árangur sem þar hefur náðst. Hún benti á að vegna alþjóðlegra skuldbindinga bæri Is- lendingum að vinna að jafnrétti. A kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking árið 1995 skuldbundu ríkisstjórnirnar sig t.d. til að vinna að jafnri hlutdeild kynjanna í stjórnarstofnunum og nefndum sem og í opinberri stjórnsýslu og dómstólum, m.a. með því að setja markmið og gera aðgerðaáætlanir til að auka hlut kvenna verulega. Þá skuldbundu þær sig til að grípa til aðgerða þar sem við á til að stuðla að því að stjórnmálaflokkar geri konum kleift að ná sambæri- legri stöðu við karla bæði sem kjörnir fulltrúar og í opinberum embættum.

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.