Vera - 01.08.2002, Side 47
Hulda Dóra Styrmisdóttir: í dag eru
auknar kröfur um jafnvægi vinnu og
einkalífs en auk þess er krafist betri af-
komu fyrirtækja. Af því leiðir að fyrirtæki
þurfa að nýta mannauð sinn betur, enginn
hefur efni á að velta fyrir sér kyni heldur
skiptir mestu máli hver er hæfastur til að
skila árangri.
Auk þess benti Hildur á að aukin þátttaka kvenna
stuðlar að lýðræðissjónarmiðum. „Kynin hafa mis-
munandi áherslur og forgangsröðun og lýðræðið er
ekki fullkomið ef hlutur kvenna er skarður því
þannig endurspeglar það ekki samfélagið. Mikilvægt
er að bæði kynin komi að ákvörðunartöku til að fá
víðari sýn á málin. Þá er mikilvægt að sóa ekki auðn-
um sem býr í konum.“
Erlendar kannanir og rannsóknir sýna ólíkar
áherslur kven- og karlkyns stjórnmálamanna. A
finnska þinginu reyndust þingkonur frekar beita sér í
félagsmálum, menningar- og og menntunarmálum.
Hollenskar þingkonur beittu sér á sviði velferðarmála,
heilbrigðisþjónustu, menntunarmála og í jafnréttis- og
kvenfrelsismálum. Á sænska þinginu hafa konur beitt
sér í menntunar- og félagsmálum en sjaldnar í fjármál-
um. Á Bretlandi hafa þingkonur beitt sér í áfengis- og
fíknivörnum, dýravernd, málefnum barna og íjöl-
skyldna og neytendamálum. Islenskum rannsóknum
er ekki til að dreifa. Þess ber að geta að á síðari árum
hefur dregið úr þessum áherslumun þingkarla og
-kvenna. Með aukinni þátttöku kvenna víkkar mála-
sviðið sem þær beita sér fyrir.
Hildur benti á að hlutur kvenna í nefndum, ráð-
Um og stjórnum stofnana Reykjavíkurborgar væri
nokkurn veginn jafn og að formennska skiptist
hnífjafnt. Hún sagði að pólitískur vilji væri mikil-
vægur og forsenda breytinga í þessa átt. Aðferðir við
stjórnun hafi líka verið í breytingaferli. Forgangsröð-
un sé breytt og rneiri áhersla lögð á leikskólamál,
skóla, þjónustu, jafnréttismál, starfsmanna- og kjara-
mál, umhverfismál, stjórnsýslu og samráð við íbúa.
•.Þarna hafa konur stýrt miklum breytingum sem eru
1 takt við nútímakenningar um stjórnun," sagði
Hildur. Hún sagði að þar með hefðu ákveðin gildi og
>.kvenlegur“ stíll, sem áður var á jaðri, sannað sig og
verið forsenda árangurs.
Svafa Grönfeldt, framkvæmdastjóri þróunarsvið-
ls IMG, ráðlagði konum að nota vald á jákvæðan hátt.
Hún velti því fyrir sér skilgreiningunni á valdi og
vitnaði í Pfeffer: „Vald er grunnorkan sem þarf til að
hrinda fyrirætlunum í framkvæmd og viðhalda þeim
... án þess geta stjórnendur ekki stjórnað." „Vald er
tækifærið til að byggja, skapa og hnika sögunni í nýj-
ar áttir.“ Svafa ræddi um nokkrar tegundir valds, en
hún sagði nauðsynlegt að nota mismunandi tegund-
ir valds eftir kringumstæðum. Hún ræddi það hvern-
ig best væri að hrinda áætlunum í framkvæmd og
sagði mikilvægt að fá aðra til liðs við sig, en konur
eru oft gagnrýndar fyrir að vinna verkin of mikið
sjálfar. Einnig þarf að gera sér grein fyrir eigin valdi
en oft vanmetum við eða ofmetum eigið vald. Þá er
þolinmæði lykilatriði. Þegar fólk vill hlaupa af stað
er gott að geta stoppað og ákveðið að fara réttu leið-
ina,“ sagði Svafa.
Að verða ekki
að saltkjöti
I máli Kolbrúnar Halldórsdóttur alþingiskonu skein
í gegn að hún streittist mjög á móti því að ganga inn
í karlaheim á forsendum karlanna enda sagði hún
það eina af megináherslum sínum að breytast ekki
við hið nýja hlutverk sitt sem þingkona. „Mínar að-
ferðir eru ekki þær aðferðir sem vanalega er beitt. Eg
horfi gagnrýnum augum, reyni að beita ferskari leið-
um en þeim hefðbundnu og trúi því að ég hafi burði
til að breyta gamalkunnum aðferðum í stjórnmál-
um,“ sagði Kolbrún.
Kolbrún játaði að hugsunin um völd væri henni
nokkuð fjarlæg enda benti ýmislegt til þess að valda-
hugtakið sé fremur karllægt hugtak. Og stjórnmál
hafi fengið á sig valdastimpil enda karllægt starf. En
stjórnmál snúast um samfélagið og mannlífið í stóru
samhengi sagði Kolhrún og vildi beina augum sínum
að því hvernig ákvarðanir eru teknar á vettvangi
stjórnmálanna þegar fólk kemur úr ólíkum áttum og
sjónarmiðin eru margvísleg. Kolbrún sagðist hafa
reynslu af því sem leikstjóri að sætta ólík sjónarmið
án valdbeitingar. „Eg var nú reyndar ekki svo barna-
leg að halda að aðferðir mínar úr leikhúsinu dygðu
óbreyttar á þeim vettvangi en ég trúi því þó að að-
ferðirnar sem hingað til hefur verið beitt í heimi
stjórnmálanna hafi mjög gott af því að vera settar
undir kastljós einstaklinga með mína reynslu."
Kolhrún minnist þess að hafa sagt blaðamanni
fyrir mörgum árum að hún ætlaði sér ekki í pólitík.
„Ástæðan sem ég gaf fyrir þessu svari mínu var sú að
þegar maður setti ferskan kjötbita í pækil þá yrði
hann líka saltkjöt! Gegn þessu lögmáli er ég einmitt
núna að vinna. Ég lít sem sagt þannig á að einmitt
kona með minn bakgrunn geti hreyft við hinum gam-
algrónu aðferðum og þannig komið af stað einhverj-
um breytingum." Hún sagði að þessar tilraunir hefðu
ekki gengið vel og taldi ástæðuna þá að meðal rót-
gróinna stjórnmálamanna sé enginn vilji til að ná
sameiginlegri niðurstöðu. Hún
sagðist ekki sátt við það að í stjórn-
málum hafi fólk eingöngu völd sé
það í meirihluta. Hún telur að hægt
sé að hafa annan hátt á. Til dæmis
að meirihlutinn sæktist eftir sam-
starfi við minnihlutann um að leysa
mikilvæg mál en víða í Evrópu er
löng hefð fyrir minnihlutastjórnum,
Þórkatla Aðalsteinsdóttir: Konur óttast að nýta sér
tengslin í eigin þágu eða þágu verkefnis en karlar hika
ekki við það. Konur þurfa að hætta pempíugangi. Þær
eru of uppteknar af því að gera hlutina rétt, eru ný-
komnar á vinnumarkaðinn og í stjórnun og vilja ekki
•áta hanka sig á klíkuskap.