Vera - 01.08.2002, Side 68

Vera - 01.08.2002, Side 68
vera kvikmyndir Úlfhiidur Dagsdóttir Börn og bíó I vestrænu samfélagi gnægta er mikilvægt að gera börn sem fyrst að neytendum. Umræðan um áhrif f)ölmiðla á börn hefur síðan einkennst af áhyggjum af ofljeldi og kynlífi. Mig langar til að velta upp öðrum hliðum illra áhrifa, spurningunni um kynhlutverk og hvernig þeim eru gerð skil í barnamyndum. Það er mikilvægt að fylgjast með þessum myndum því ljóst er að afþreyingarefni af ýmsu tagi er orðinn ríkur þáttur í lífi hvers barns. Persónulega finnst mér sú innræting sem snýr að sí- endurteknum, íhaldssömum kynhlutverkum mun hættulegri en það að barnið sjái ofbeldi eða nekt og finnst því mjög mikilvægt að benda barninu á það hversu hall- ærisleg hefðbundin kynhlutverkaskipun er - hlæja til dæmis hátt að hetjulegum karlmennskustælum og fussa yfir feimnum og fórnfúsum ungmeyjum. Mulan Mulan (Disney 1999) er byggð á kínverskri sögn og lýsir sterkri kven- hetju sem neitar að beygja sig undir kynhlutverk sitt og stendur uppi sem sigurvegari að hætti hetja. Þegar Húnarnir ráðast yfir Kínamúrinn er gert almennt herútkall, en vegna sonaleysis verður aldraður faðir Mulan að fara í stríðið. Nema einkadóttirin Mulan sættir sig ekki við þetta, sker hár sitt og stelur búningi og sverði föður síns og heldur í her- þjálfun. Myndin er uppfull af skemmtilegum hugmyndum og flottum senum, handritið vel skrifað og sagan ánægjulega laus við þá yfirdrifnu væmni sem oft einkennir Disney. Shrek Mulan þótti óvenju framsækin teiknimynd. Árið 2001 tók Shrek frá Dreamworks upp þann þráð, en hann er grænn að lit og - eins og hann bendir á sjálfur - afskap- lega lítið hetjulegur. Fyrst virðist sem um hefðbundið ævintýri sé að ræða, Shrek tekur að sér að bjarga prinsessu fyrir lávarð sem er of lág- vaxinn til að standa í hárinu á drekum. Shrek rýkur af stað og bjargar píunni með stæl. Nema svo kemur skemmtilega í ljós að prinsessan sú er vel fær um að bjarga sjálfri sér og reynist harla óhefðbundin kvenpersóna. Að auki er drek- inn bæði kvenkyns og besta skinn. Eg segi ekki meir, vil ekki spilla end- inum fyrir þeim sem eiga þessa gleði enn í vændum. Fyrir utan leik með kynhlutverk er myndin skrýtin og skemmtileg úttekt á ævintýra- heimum. Toy Story Myndirnar um leikföngin, Toy Story 1 og 2 (Buena Vista, 1995, 1999) eru gott dæmi um myndir sem vekja upp allskonar áhugaverðar vanga- veltur um leiki og barnaefni - en gefa hinsvegar algerlega steríla mynd af kynhlutverkunum. 1 fyrri myndinni er varla um neina kvenpersónu að ræða en sagan segir frá leikföngum ungs drengs sem eiga sér sjálf- 68 stætt líf þegar hann sér ekki til (en öll börn vita að leikföngin þeirra eru í raun lifandi). Aðahetjan er kúrekinn Woody og eina kvenper- sónan er hjarðmær sem er eins konar kærasta hans og hefur ekk- ert annað hlutverk en það. I næstu mynd er spilað á hugmyndir um afþreyingarmenningu og fagur- menningu, en þar er Woody rænt af manni sem safnar einstökum leikföngum til að setja á safn. Woody hittir í fyrsta sinni afgang- inn af sínu 'setti' - kúrekastelpu og hest. Hún vill fara á safn í stað þess að láta krakka skemma sig, en hann vill fara aftur heim til stráksins og vera honum áfram- haldandi uppspretta gleði og leikja. Þrátt fyrir að í fyrstu virðist þetta kvenhlutverk bjóða upp a meiri möguleika en hjarðmærin fékk, þá reynist pían gersamlega ómöguleg sem alvöru kvenhetja. Maurar Pöddumyndirnar tvær Antz og Bug's Life vöktu ekki síður athygli á sínum tíma, enda einkennast allar þessar myndir af því að fræg- ir leikarar voru fengnir til að tal- setja. Báðar sýna okkur samfélag iðjusamra maura sem er ógnað. Einstaklingssinnaður maur hefur sig upp fyrir fjöldann og bjargar öllu, giftist mauraprinsessunni og tekur við búinu, þarsem hefð- bundin iðjusemi hel^lur áfram. I Antz (Dreamworks, 1998) er öll- um hefðbundnum kynhlutverk- um haldið vandlega til haga og mauraprinsessan er afskaplega máttvana pía. í Bug's Life (Disney, 1998) má finna aðeins meiri til- brigði við kvenhlutverk því þ° prinsessan sjálf sé gagnslaus þa reynist litla systir hennar heil- mikil hetja, auk þess sem mariu- hæna sem blandast í málið er skemmtilega kynvillt, því þetta ofurkvenlega skordýr er í raun karlkyns með grófa rödd og allt! Kannski ekki bylting í bala, en smáatriði sem skiptir máli.

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.