Vera


Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 29

Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 29
KONUR ERU ALLTAF VIÐMIÐIÐ í HUGUM RÓTTÆKRA FEMÍNISTA OG FEÐRAVELDIÐ ALLTAF VANDAMÁL. KARLMENN ERU ÁBYRGIR FYRIR KÚGUN KVENNA. KARLMENN GRÆÐA Á KÚGUN KVENNA OG ÞEIR MUNU BEITA ÖLLUM TILTÆKUM BRÖGÐUM TIL AÐ HALDA VÖLDUM ingarfrelsi. Rök frjálshyggjumanna um 1 að öll tjáning eigi að vera leyfileg sé í raun málsvörn kúgunar en ekki röksemd fyrir því að konur eigi að hafa val um að selja líkama sinn. Undir þetta taka tugir þúsunda róttækra femínista og fara þar fremstar í flokki þær Andrea Dworkin, Nikki Craft og Diana Russell. Áhersluatriði róttækra femínista Róttækur femínismi er sú grein femín- isma sem heldur því fram að jafnrétti fyrir konur verði ekki náð nema karl- menn sem heild gefi eftir völd, ríki- dæmi og forréttindi þau sem feðraveld- ið hefur tryggt þeim. Róttæknin tengist einfaldlega því að vilja komast fyrir RÓT vandans, sem er feðraveldið. Konur eru alltaf viðmiðið í hugum róttækra femínista og feðraveldið alltaf vandamál. Karlmenn eru ábyrgir fyrir kúgun kvenna. Karlmenn græða á kúgun kvenna og þeir munu beita öllum tiltækum brögðum til að halda völdurn. Konur eru kúgaðar af feðraveldinu sem er það stigveldi karla sem þeir nota til að kúga konur. Því er viðhaldið með einu eða fleiri af eftirtöldum atriðum: Móðurhlutverkinu er þvingað upp á konur þar sem þeim er rneinað urn getnaðarvarnir og fóstureyðingar; karl- ar beita konur ofbeldi; konur eru neyddar til að taka þátt í lclámi, horfa á það eða líkja eftir því. Til þess að binda enda á kúgun kvenna verður að afnema feðraveldið. Það mun m.a. gerast með því að: • skilgreina og hafna hefðbundnum kynhlutverkum og hvernig konur eru sýndar í tungumáli, fjölmiðlum og einkalífi sínu. • berjast gegn skilgreiningu feðraveldis- ins á kynlífi kvenna með því að banna klám. • veita konum fullt frelsi til að stjórna barneignum sínum (víðast í heiminum hafa þær ekki þetta frelsi, m.a. hér á i landi þar sem þeim eru fóstureyðingar ekki í sjálfsvald sett heldur þurfa leyfi tveggja lækna eða læknis og félagsráð- gjafa). • koma í veg fyrir mansal. • réttindi kvenna hafi forgang umfram „þjóðlegar hefðir“, „menningarbundinn mun“ og „trúarhefðir" - sem eru oft af- sakanir fyrir kúgun kvenna. • setja lög. • beita fléttulistum og jákvæðri mis- munun. En eru þá ekki allar sammála? Þriðju bylgju femínistar eru flestar dæt- ur annarrar bylgju femínistanna (eða annarra af 68 kynslóðinni) og hafa not- ið góðs af baráttu rauðsokkanna og síð- ar Kvennalistans (m.a. Kvennaathvarf- ið, Stígamót, fóstureyðingar og dag- heimili). Þetta er kynslóð sem er alin upp við að rnark sé tekið á konum, að rödd þeirra heyrist, þar af leiðandi hef- ur hún meira sjálfstraust og hefur jafn- vel aldrei þolað neitt misrétti á eigin skrokki. Að mínu rnati liggur helsti munurinn milli hreyfinganna tveggja í afstöðu til karlmanna. Félagar í Femínistafélagi Islands hafa sagt: „Að vera kona er að ganga í of litlum skóm. Að vera femínisti er að skilja ástæðuna fyrir því og fræða aðra urn að það eru ekki fæturnir sem eru of stórir heldur skórnir sem eru of litlir.“ Þarna er lykilorðið að „fræða“ en rót- tækir annarrar bylgju femínistar vilja aftur á móti boð og bönn á misrétti. Það má vera að enn séu til karlmenn sem hafa ekki heyrt að of litlir skór meiði og séu skaðlegir en líklegra er þó að þeim sé bara alveg sama um líðan kvenna; eða finnist bara gott að skórnir rneiði þær. Róttækir femínistar líta hins vegar ekki svo á að karlar hér á Vestur- löndum séu ómeðvitaðir, ekki lengur. Líklega eru þó einhverjir unglingsstrák- ar sem hafa ekki heyrt það fyrr að kon- um þyki ekki gott að láta nauðga sér. Það er jú einu sinni svo að undir stjórn karla (þ.e. feðraveldisins) hefur þeirn verið talin trú um að konurn þyki það gott. Karlmenn Rótttækir femínistar líta svo á að karl- menn - sem hópur - séu óvinurinn. Þriðju bylgju femínistar trúa því að karlmenn geti verið alveg jafn miklir femínistar og þær sjálfar og að þeir vilji í fullri einlægni jafnan rétt karla og kvenna. Þeir eru því boðnir velkomnir - í hópurn - og ekki stuggað við þeim fyrr en þeir hafa fullkomlega gengið fram af öllum konum með orðbragði eða látæði sínu. Mörg dæmi um þetta Það eina sem öllum femínistum, hægri og vinstri og af öllum bylgj- um, virðist koma saman um er að konur eigi að fá jafnhá laun og karlar. Allt annað virðist vera um- deilanlegt. mátti sjá á póstlista femínista síðastlið- ið vor. Þó margir ungir karlmenn séu mun meðvitaðri en fyrri kynslóðir kyn- bræðra sinna, og vilji ef til vill femín- ismanum vel, þá gera þeir það ekki nema með skilyrðum - á sínum for- sendurn. Dæmi af póstlistanum tala sínu máli: Karlarnir kvörtuðu undan því að vera ávarpaðir sem konur (sæl- ar) og auðvitað var tekin upp karlkynj- uð eða afkynjuð orðræða (ágætu / kæru femínistar, sæl öll) til þess að körlunum liði nú örugglega vel í sínu nýja hreiðri! Mikið púður fór svo í að útskýra fyrir þeim skaðsemi vændis og um tíma má segja að þeir hafi algerlega stjórnað umræðu á póstlistanum. Sumir þeirra héldu því þó statt og stöðugt fram að þeir væru femínistar eða hlynntir hon- um - héldu þó frammi goðsögnini urn hamingjusömu hóruna og reyndu ítrekað að halda á lofti þeirri hugmynd að konur væru sífellt að ljúga nauðgun- um upp á karlmenn. Einn þeirra vildi meira að segja láta reka Rúnu Jónsdótt- ur á Stígamótum af póstlistanum vegna þess að hún væri hrokafull og sagði að hún yrði að: „Læra að bera virðingu fýrir þessu sjónarhorni.“! Það voru líka nokkrir karlar í kvennahreyfingum annarrar bylgjunn- ar, sumir þeirra snerust algerlega gegn þeim, sbr. Rod Van Mechelen sem er mjög stoltur af því að standa fyrir „backlash" og talar nú um femínista og aðrar konur sem „rýtandi gyltur“. Mín skoðun er sú að hver sá karl sem er í kvennahreyfmgu sé líklegur til að snúast gegn henni þegar hann áttar sig á að hans markmiðum er ekki best þjónað þar. Verði hinsvegar hagsmun- um karla best þjónað innan femínisma tel ég þann femínisma ekki standa und- ir nafni. Titill greinarinnar vísar ekki í efnisatriði bókar með satna nafni. Heimildaskrá er að fttma á www.vera.is vera /5-6. tbl. / 2003 / 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.