Vera


Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 33

Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 33
VIÐ LEGGJUM METNAÐ OKKAR í AÐ VINNA VEL OG ÞRÓA ÁFRAM GÓÐAN STARFSANDA í ANDA GILDANNA OKKAR. ÁRLEG STARFSMANNAVIÐTÖL ERU T.D. MIKILVÆGUR ÞÁTTUR í ÞVÍ AÐ AUKA VELLÍÐAN OG HALDA GÓÐU SAMBANDI MILLI STARFSMANNS OG YFIRMANNS t.d. hjá þeim sem sjá um eignastýringu og þjónustu við fjárfesta. Hjá VÍB voru hlutföllin i stjórnendastörfum nokk- uð jöfn. Vilborg tók mikinn þátt ífélags- og nefndastörfum sem tengjast verðbréfaviðskiptum meðan hún vann hjá VÍB, sat t.d. í stjórn Verðbréfaþings íslands sem síðar varð Kauphöll Islands. Þá voru tvær konur í stjórninni en auk Vilborgar sat Erna Bryndís Halldórsdóttir endurskoðandi þar. Vilborg sat einnig í Prófnefnd verðbréfamiðlara í nokkur ár en nefndin kom af stað námi til löggildingar í verðbréfamiðlun og stendur nú fyrir prófum í því námi. Úr verðbréfum í starfsmannastjórn Vilborg hafði starfað við verðbréfaviðskipti í yfir 15 ár þeg- ar hún ákvað að hætta og söðla alveg um. Hún sagði upp hjá VlB og var kvödd með pompi og prakt - leyst út með gjöfum og veislum. Hún ákvað að taka sér gott frí en þeg- ar henni bauðst að gerast starfsmannastjóri íslandsbanka þáði hún starfið. Hún hóf því aftur störf hjá bankanum í febrúar 2002, þótt hún hafi gert ráð fyrir því þegar hún hætti að vera að kveðja fyrirtækið. „Ég sé ekki eftir því að hafa tekið þetta starf því það liggur alveg á mínu áhugasviði. Ég er með gott fólk með mér í deildinni en hér vinna níu manns, í rúmlega átta stöðugildum og sjá m.a. um mannaráðningar, launaúr- vinnslu, fræðslu- og starfsþróunarmál og ýmsa þjónustu við starfsfólk bankans, ásamt umsjón með innra neti bank- ans. Mitt starf felst í stefnumótun starfsmannamála, ráð- gjöf við stjórnendur, ráðningar og starfslok og allt þar á milli í samstarfi við aðra í deildinni. Það er sterkur hóp- vinnukúltúr við bankann og hefur verið alla tíð enda finnst mér bankinn mjög góður vinnustaður." Sem dæmi um góðan vinnuanda í íslandsbanka nefnir Vilborg niðurstöður árlegrar vinnustaðagreiningar sem framkvæmd er af IMG Gallup þar sem viðhorf starfsfólks til ýmissa þátta eru könnuð, svo sem vellíðunar á vinnustað, endurgjafar, viðhorfa til umhverfisins, stjórnenda o.fl. (s- landsbanki hefur komið mjög vel út úr þessari greiningu. Á síðasta ári fékk bankinn einkunnina 4.52 af 5 möguleg- um fyrir starfsánægju sem er hæsta einkunn sem íslenskt fyrirtæki hefur fengið og var svarhlutfallið 95%. „Við telj- um að almenn starfsánægja skili sér í bættri þjónustu við viðskiptavini og áfram í bættri afkomu fyrirtækisins en hún hefur verið mjög góð," segir Vilborg. „Nýlega var lok- ið við að semja nýja starfsmannastefnu fyrir bankann og þar er starfsánægja ein af höfuðmarkmiðunum. Við leggj- um metnað okkar í að vinna vel og þróa áfram góðan starfsanda í anda Gildanna okkar. Árleg starfsmannaviðtöl eru t.d. mikilvægur þáttur í því að auka vellíðan og halda góðu sambandi milli starfsmanns og yfirmanns. En þó mikil áhersla sé lögð á góðan starfsanda þá er það síðast en ekki síst árangur í starfi sem áherslan er lögð á." Spírurnar - félagsskapur kvenstjórnenda í íslandsbanka Þegar Vilborg er spurð um kynbundinn launamun segist hún vera að vinna að samanburði á launum karla og kvenna. Hún hefur lokið könnun á starfsmönnum útibú- anna. Þar kom í Ijós að ekki er munur á launum á milli kynja. Nú er verið að bera saman laun í höfuðstöðvunum á Kirkjusandi. „Ef í Ijós kemur að um verulegan launamun fyrir sambærilega vinnu sé að ræða verður það skoðað sér- staklega í samráði við stjórnendur," segir Vilborg. „[ jafn- ræðisstefnu bankans eru ákvæði um að fyllsta jafnræðis skuli gætt á milli starfsfólks og á það jafnt við um laun sem aðra þætti. Jafnræðisnefnd er starfandi innan bankans og mun hún skoða niðurstöðu könnunarinnar. Formaður nefndarinnar er Herdís Pála Pálsdóttir sem jafnframt er fræðslustjóri bankans. „Vilborg minnir á að (slandsbanki var einn af helstu styrktaraðilum verkefnisins Auður í krafti kvenna og telur að það hafi haft mikil og góð áhrif innan bankans. Margar konur úr bankanum sóttu námskeiðin, m.a. Leiðtoga Auð- ar námskeiðið og í framhaldi af því stofnuðu kvenstjórn- endur innan bankans félagsskapinn Spírurnar þar sem fé- lagar eru 26 talsins. „Markmið Spíranna er að styrkja tengsl á milli okkar, miðla reynslu og auka þekkingu. Við höfum farið saman í fyrirtækjaheimsóknir, haldið námskeið og fengið til okkar gesti. Þetta er mjög skemmtilegur félagsskapur enda mik- ilvægt að konur í leiðtogastörfum hittist og styrki hver aðra. íslandsbanki tók Ifka þátt íverkefninu Hið gullna jafn- vægi, bæði sem þátttakandi og styrktaraðili. Það hefur verið stefna bankans að auðvelda starfsfólki að samræma atvinnu og einkalíf og hefur þátttaka í þessu verkefni styrkt það starf." Eignaðist barn 38 ára Að lokum er Vilborg spurð um sjálfa sig og lífið fyrir utan vinnuna. Hún er í sambúð með Ásgeiri Ásgeirssyni bygg- ingafræðingi og eiga þau 8 ára gamla dóttur en fyrir átti Ásgeir 12 ára gamlan son og 18 ára dóttur. „Ég eignaðist barn seint," segir hún og hlær. „Ég var orðin 38 ára en fannst frábært að verða mamma og var al- veg tilbúin til þess. Ég nýt þess að ala dóttur mína upp og taka þátt í foreldrastarfinu í skólanum, fylgjast með tóm- stundastarfinu og fleiru sem fylgir börnunum. Ég hafði upplifað margt áður, hafði ferðast mikið og gert það sem mig langaði til. Ég tók mikinn þátt (félagsmálum, var t.d. formaður Félags viðskiptafræðinema þegar ég var í Há- skólanum og sat seinna í stjórn Félags viðskipta- og hag- fræðinga. Ég sat einnig í stjórn Rauða krossins í fjögur ár og í stjórn nokkurra fyrirtækja sem tengjast Rauða krossin- um. Það var sérlega gefandi starf sem ég gæti vel hugsað mér að taka þátt í aftur síðar. Við Ásgeir höfum fjölbreytt áhugamál. Við erum útivistarfólk, höfum gaman af að spila golf, fara á skíði og eigum sumarbústað sem við notum mikið bæði sumar og vetur. Ég reyni sjálf að gæta jafn- vægis milli vinnu og einkalífs og passa að eiga helgarnar fyrir fjölskylduna, þó það takist ekki alltaf," sagði Vilborg að lokum. X
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.