Vera


Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 56

Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 56
Martha Árnadóttir / ALÞINGISVAKT - SAMFÉLAG JAFNRÉTTIS, EÐA HVAÐ? I tilefni af Femínistavikunni 24. október til 1. nóvember skrifaði stjórn- málahópur Femínistafélags Islands alþingismönnum bréf með áskorun um að láta til sín taka á ýmsum sviðum jafnréttismála. í bréfinu eru upplýsingar um launamun kynjanna, skipan í nefndir og ráð á vegum hins opinbera og stöðu kynjanna í æðstu stöðum stjórnsýslunnar. í bréfinu er einnig vikið að málefnum sem brenna á okkur í samfélags- umræðunni í dag, t.d. samþættingu jafnréttissjónarmiða við aðra mála- flokka og vændi, og skorað á alþingismenn að leggjast á eitt um að jafna stöðu kynjana svo viðunandi sé. Alþingisvaktin fékk nokkrar al- þingiskonur til að svara því hvernig þær hyggist bregðast við þeirri áskorun sem fram kemur í bréfinu. KOLBRÚN halldórsdóttir, VINSTRI GRÆNUM Höfum lagt fram mörg mál Meðal þess sem við höfum gert er að gefa út sérstaka stefnu um kvenfrelsi auk þess sem við höfum flutt fjölda þingmála sem flokkast undir þennan málaflokk. Þar má nefna þingsályktunartillögu um bætt starfsumhverfí kvennahreyfmgarinnar á íslandi, tillögu um bann við umskurði á kynfærum kvenna, frumvarp um úrræði tii lögreglu um að fjarlægja ofbeldismann af heimili og banna honum heimsóknir þangað, frumvarp um bann við kynferðislegum nektarsýningum og skipulagðri klámþjónustu gegnum tölvur eða síma, að ógleymdu frumvarpi okkar um að kaup á vændi verði gerð refsi- verð. Þá eru ótaldar fyrirspurnir sem við höfunr flutt varð- andi nauðganir og fleira tengt kynferðisofbeldi. Einnig höfum við lagt áherslu á ýmis mál er hafa myndu áhrif á lífsstíl okkar til hins betra, að okkar rnati. Þar má nefna tillögur okkar um sjálfbæra atvinnustefnu þar sem tekið er sérstakt tillit til atvinnurekstrar í eigu kvenna og til- lögur okkar um stuðning við smá og meðalstór fyrir- tæki. Tillögur okkar um kjarabætur til barnafólks tengj- ast líka málefnum kvenna, en við höfum lagt til að ríkið komi að rekstri leikskólans á þann hátt að hann verði gerður gjaldfrjáls. Varðandi það hvort eitthvað sérstakt verði gert í til- efni af áskorunum stjórnmálahóps Femínistafélagsins, þá er því til að svara að við munum hér eftir sem hing- að til beita okkur fyrir samþættingu kynjasjónarmiða inn í alla málaflokka og munum reyna að vekja athygli á því hversu skeytingarlaus ríkisstjórnin hefur verið varð- andi það mikilvæga verkefni. Við gagnrýnum ríkis- stjórnina fyrir að skoða ekki ríkisfjármálin með kynja- gleraugum og gerum það sem í okkar valdi stendur til að sýna fram á að þar með sé ríkisstjórnin að skjóta sér undan þeirri ábyrgð sem hún hefur undirgengist í al- þjóðasamningum ogjafnvel í sinni eigin stefnumörkun. 56 / 5-6. tbl. / 2003 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.