Vera - 01.10.2003, Page 72
/ FRÁ JAFNRÉTTISSTOFU
Jafnréttisstofa
Ráðstefna á Seyðisfirði 10. október 2003
HHppP*;' 'M L,
/ ÍHi i H f ' jn
STAÐA KVENNA í ATVINNUPPBYGGINGU Á AUSTURLANDI
»Um þessar mundir stendur Kvennasjóður í samstarfi við Kvenráttindafélag ís-
lands, Kvenfálagasamband Islands og atvinnu- og jafnréttisráðgjafa Suður- og
Norðausturkjördæma fyrir sýninga- og ráðstefnuröðinni Athafnakonur. Um er að
ræða sýningar á starfsemi fyrirtækja sem hafa fengið stuðning úr Kvennasjóði. í
tengslum við hverja sýningu mun sjóðurinn standa fyrir svokölluðu örnámskeiði
fyrir konur í atvinnurekstri auk ráðstefnu um atvinnumál kvenna. Skipuleggj-
endur verkefnisins eru Helga Björg Ragnarsdóttir atvinnu- og jafnréttisráðgjafi
Norðausturkjördæmis og Bjarnheiður Jóhannsdóttir atvinnu- og jafnréttisráð-
gjafi Suðurkjördæmis
Hér á eftir verður lítillega greint frá fyrstu ráðstefnunni
sem haldin var þegar sýninga- og ráðstefnuröðin var opn-
uð laugardaginn 10. október í félagsheimilinu Herðubreið
á Seyðsfirði. Ráðstefnustjóri var Arnbjörg Sveinsdóttir al-
þingiskona. Tryggvi Harðarson bæjarstjóri Seyðisfjarðar-
kaupstaðarflutti ávarp í upphafi ráðstefnunnar.
Vantar kynjavídd í byggðaumræðu
Hjördís Sigursteinsdóttir sérfræðingur Rannsóknastofn-
unar Háskólans á Akureyri flutti þvínæst erindið „Hvað er
með konum?" og fjallaði um byggðaumræðuna undan-
farið hér á landi, einkum um það sjónarhorn sem hefur
verið algengt, þ.e. að fólk úti á landi sé í verri stöðu en fólk
á mölinni og að konur séu í verri stöðu en karlar. Hún gerði
grein fyrir búferlaflutningum á fslandi, mismun á tekjum
kynjanna og kynjaskiptingu starfa á Austurlandi. Niður-
staða Hjördísar var sú að hún taldi að tímabært væri að til
verði kynjavídd í byggðaumræðu á íslandi, mikill fjöldi
rannsókna hafi þegar verið gerðar um byggðamálefni en í
fæstum þeirra sé hugað að kynjamun.
Jóhann G. Gunnarsson starfsráðgjafi hjá svæðisvinnu-
miðlun Austurlands hélt erindi um atvinnuþátttöku
kvenna á Austurlandi, stöðuna um þessar mundir og
horfði til framtíðar. Það kom fram hjá Jóhanni að atvinnu-
leysi er lítið á Austurlandi, eða 1,2%. Þrátt fyrir lítið at-
vinnuleysi er mikill kynjamunur á ferðinni, þ.e. atvinnu-
leysi meðal kvenna er 2.3% en 0,5% meðal karla. Þessar
tölur eru frá september 2003 á sama tíma og atvinnuleysi
á landinu öllu er 3,3%. Jóhann taldi nokkrar meginástæð-
ur vera fyrir þessu atvinnuleysi kvenna á Austurlandi, þ.e.
einhæfni í atvinnulífi, skortur á dagvistarúrræðum, erfitt sé
að fá hlutastörf og vinnutími sé óhentugur fyrir konur.
Jóhann ræddi um þær miklu þjóðfélagsbreytingar sem
eru í vændum á Austurlandi með tilkomu álbræðslunnar
og þeirrar miklu fjölgunar starfa sem er í vændum í lands-
hlutanum. Niðurstaða Jóhanns var sú að það sé afskap-
72/5-6. tbl. / 2003 / vera