Akranes - 01.07.1957, Blaðsíða 49
raunin er, þar sem þeir eiga greiðan að-
gang að sinu eigin blaði án nokkurs til-
lits hvort frásögn þeirra hefur sannleiks-
gildi eða ekki, ef hún aðeins hefur sölu-
gildi. Almenningur venst smám saman
á að meta sorpblöð að verðleikum og
munu þá flestir telja sig standa jafn-
rétta, þótt þeir verði fyrir árásum slíkra
málgagna.
Því miður hafa velflest íslenzk blöð
eitt einkenni sorpblaða. Þau birta stund-
um dylgjur og jafnvel svívirðingar um
menn, án þess að hafa gefið þeirn, sem
víta skal, tækifæri til þess að segja sína
skoðun á málunum eins og talin er sjálf-
sögð skylda hjá erlendum menningarblöð-
um. Þetta hefur jafnvel gengið svo langt,
að menn hafa ekki fengið að bera hönd
fyrir höfuð sér í sama blaði og árásin á
þá er hafin en verða að leita á náðir ann-
arra blaða með leiðréttingar. Sem betur
fer mim þessi ósiður fara minnkandi og
ætti að hverfa með öllu úr íslenzkri
blaðamennsku.
Annað meginhlutverk islenzkra dag-
blaða eru þjóðmálaumræður. Þetta hlut-
verk getur bæði aukið og dregið úr vaxt-
armöguleikum blaða. Málgögn fjöl-
mennra stjórnmálaflokka hafa að öðru
jöfnu betri aðstöðu en málgögn smá-
flokka. Hins vegar er hætt við eins og áð-
ur er að vikið, að flokkssjónarmið verði
um of rikjandi og dragi úr almennu gildi
blaðanna.
Á þessu sviði tel ég að gera þyrfti
endurbót á íslenzkum blöðum. Eins og
nú standa sakir og eins og verið hefur
eins lengi og ég man eftir þjóðmálaum-
ræðum hérlendis hafa þær verið um of
mótaðar af persónulegri áreitni og jafnvel
svívirðingum um forustumenn í stjórn-
málum. Þessi túlkun þjóðmála er afar
óheppileg þar eð almenningur verður að
velja á milli þess að telja alla forustu-
menn þjóðarinnar afbrotamenn á mis-
munandi stigum eða leggja takmarkaðan
trúnað á það, sem blöðin segja um þá.
Hvorugur kosturinn er góður. Sé hinn
fyrri valinn er hætt við að fólki þyki
forustumönnum varlega treystandi. Taki
menn þann síðari hlýtur það að draga
úr trausti á blöðum almennt og má þá
vel svo fara, að enginn trúi þeim held-
ur þegar þau segja satt. Með þessu móti
er raunverulega ekki hægt að halda uppi
eðlilegri og réttmætri gagnrýni á ráða-
mönnum vegna þess, að lesendur blað-
anna hafa vanizt á að taka ekkert mark
á henni. Af þessu leiðir aftur að valda-
menn hér geta leyft sér framkomu, sem
myndi teljast alls kostar óviðurkvæmileg
og jafnvel varða stöðumissi t. d. í Eng-
landi og Sviþjóð, þar sem strangar sið-
ferðikröfur eru gerðar til valdamanna.
Umræður urn þjóðmál eiga að vera
málefnalegar en ekki bera á sér blæ per-
sónulegrar áreitni. Sé ástæða til að gagn-
rýna valdamenn á að gera það af fullri
kurteisi en alvöruþunga og leyfa mönn-
um að lesa gagnrýnina áður en hún er
birt, svo að þeir geti tekið afstöðu til
hennar.
Vera má, að þrætuaðferðir íslenzkra
stjórnmálamanna í ræðu og riti einkenn-
ist allmjög af þvi, hversu fámenn þjóðin
er, a. m. k. finnst þeim, sem standa
utan við stjómmálaþrasið þær hafa á
sér nokkum keim krakkavaðals á stóru
heimili þar sem eitthvað ber á milli.
Slíkur málflutningur getur ekki til lengd-
ar haldizt hjá þjóð, sem telur sér miklar
gáfur og úrvalsbókmenntir til gildis. Eft-
ir höfðinu dansa limimir og lágkúrulegt
þras blaðanna hlýtur að slæva en ekki
styrkja siðferðismeðvitund almennings.
Að vísu mun þeim fara sífækkandi, sem
lesa stjórnmálagreinar blaðanna, en ekki
er sú lausn málsins heldur til fyrirmynd-
AKRANES
185