Akranes - 01.07.1957, Blaðsíða 67

Akranes - 01.07.1957, Blaðsíða 67
TIL FRÓÐLEIKS OG SKEMMTUNAR (Framháli af 2. kápusiSu.) hið næsta í sitt umdæmi. Hall- grimur hefur því sjálfsagt oft haft ástæðu til að reiðast við sýslu- mann og muna honum þegjandi þörfina. Þó ekki væri nema út af því, að dæma einn mesta vel- gerðarmann þeirra Hallgrims og Guðríðar, Grim Bergsson, fyTÍr að skjóta yfir þau skjólshúsi, er þeim lá mest á. Einhvem timan þegar í odda skarst með þeim presti og sýslumanni, á Torfi að hafa kall- að Hallgrim „líðilegan slordóna", en Hallgrímur var fljótur til svars: Áður en dauður drepst úr hor drengur á rauðum kjóli, feginn verður að sleikja slor slepjaður húsgangs drjóli. Margar þjóðsögur eru til um á- kvæðaskáldskap Hallgrims. Mætti þar margt til nefna, þótt ekki verði það gert að þessu sinni. Ýmsir munu t. d. hafa þá litið svo á, að þetta hafi orðið að óþægileg- um áhrínsorðum gagnvart Torfa sýslumanni, því að hann var „dæmdur frá embætti, æru og eignum". Um Torfa áfegir svo í Isl. æv. V. b. bls. 25: „Hann var mesti hörkumaður, fégjam og ó- vinsæll, talinn illa að sér í lög- um. Var dæmdur frá embætti 1660 með lögmannsdómi og í sektir miklar til konungs fyrir illmælgi". — ★ — Sumum finnst að Hallgrimur sé lengi sár og minnugur þessa valdsmannsmótgangs og stórbokka þar syðra, og að þess gæti nokk- uð í skáldskap hans. Ég held að of mikið sé úr þessu gert. Það var ekki óeðlilegt að valdstjómar- menn kæmu við sögu, er hann yrkir Passiusálmana. Sú öld var um margt lik þeirri, er hann lifði á, og svo er meira að segja enn í ýmsum efnum. Hitt fór ekki fram hjá svo gáfuðum, snjöllum manni, hversu það væri þjóðfélag- inu hættulegt að slíkir vanmeta- menn væm i ábyrgðarmestu stöð- um þjóðfélagsins. Hallgrimur var svo sannur maður og heilsteyptur, að hann gerði engan greinarmun á „standi" manna. Hins vegar sá hann vel með sinni samtið þann ægilega löst, — sem enn má finna á vorri öld. — Þetta sést bezt á eftir farandi vísu Hallgríms: Rikir falla i ráðsök, reyna þar með hálsbein. Rétt er óðar fram féð, flenna greypar valdsmenn. Leysir mútan meinhnút, má hann kallast hreinn þá. Glottir við sá gaf kvitt og gónir upp á Mammón. Þama hittir hvert orð í mark og segir langa sögu i meitluðu máli. Hallgrimur sér þetta allt og l>að særir hann. Ekki vegna þess að hann hafi orðið fyrir barð- inu á þessum mönnum og þeirra nótum. Heldur af þvi hve þetta sé þjóðhættulegt, fyrir utan af- stöðu einstaklinganna til Guðs. Þótt hann þannig segi öld sinni til syndanna, er hann hafinn yfir það, að hafa einstaklingana bara að skotmáli. Það sést bezt á hinni heitu einlægu bæn hans fyrir þessum mönnum í 8. P.s. 23. v.: Drottinn Jesú, þú lífsins ljós, lýstu valdstjórnarmönnum, svo þeir sem ráða yfir oss eflist að dyggðum sönnum. — ★ — Á 17. öld átti þjóðin bágt á marga vegu. Sultur gerði menn að vergangsmönnum, og viða var svo þröngt í búi að fólk kveið fyr- ir að fá næturgesti. Var þvi fólki vafalaust oft úthýst. Ekki alltaf af illvilja, heldur armóði og mat- arskorti. Það bitnaði ekki alltaf á umrenningum, heldur einnig þeim, sem ferðast þurftu i nauð- synja erindum fyrir sig og aðra. Þannig á hún að vera til komin visan, sem Hallgrímur á að hafa gert um gestrisni þeirra bænda í Hraunum, en þar átti honum að vera úthýst: Oti stend ég ekki glaður, illum þjáðum raunum. Þraut er að vera þurfamaður þrælanna í Hraunum. — ★ — Hallgrímur segir sultarsögu þessara ára í fám orðum og á- takanlegum, af sinni alkunnu fimi i eftirfarandi vísu: Margir tína murur, smára, moskað hey og rót ei klára - seðja með því svangan bel - fifla, súrur, söl og kjama; segðu’ ei lengur frá þvi ama, litlu’ er betra líf en hel. Þá kom líka góðæri við og við t657, fyrir réttum 300 ámm. Hann gleymir ekki að segja frá því. Til þess þarf hann heldur ekki málalengingar, heldur að- eins eina vísu. Þar lofar liann „veður. mjúk, engin fjúk, all- sjaldan frost eða snjó. — Hvorki hörku mun né mein, máttum því finna. — Þessa vægð þökk- um vér góðri miskun ferskri drottins dáð, hafi nú lof og heið- ur guð, á himni og jörðu“. — ★ — 1 bili skal svo staðar numið með visu þeirri, er hann á að hafa ort sem sjálfslýsingu af sér: Sá, sem orti rimur af Ref, reiknast ætíð glaður, með svartar brýr og sívalt nef, svo er hann uppmálaður. AKRANES 203
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.