Freyr

Volume

Freyr - 15.09.1978, Page 61

Freyr - 15.09.1978, Page 61
máli og er það því enn á verkefnaskrá nefndarinnar. (Fyrir liggur skýrsla um þessar viðræður). Þess má geta, að kjötverð hefur hækkað á þessu ári í Noregi í kjölfar samninga bænda við norska ríkið. Norðmenn hafa greitt okkur verðuppbót fyrir kjötið. Hún nam um 26 millj. kr. í fyrra, en er nú um 48 millj. kr. Ritari nefndarinnar fór til Svíþjóðar og Danmerkur og kynnti sér verðmyndun og markaðsfærslu á dilkakjöti. (Skýrsla um þetta efni liggur fyrir). Kjötið er selt á vegum sölusamtaka bænda í Svíþjóð (Sveriges slakteriför- bund). Verðið, sem við fáum fyrir það, tekur mið af markaðsverði á sænsku dilka- kjöti og er kjötið ekki sérstaklega auglýst sem islenskt.í Danmörku er kjötið hinsveg- ar selt í samkeppni við nýsjálenskt dilkakjöt og eru verðlagsáhrif þess mjög ráðandi á markaðnum. Kjötið er auglýst sérstaklega sem íslenskt kjöt í Danmörku. Verðlag á dilkakjöti er svipað og á svínakjöti, en nautakjöt er mun dýrara. Erfitt virðist að breyta þessum hlutföllum, meðan við kepp- um við Nýsjálendinga á markaðnum. Þeir virðast hafa meiri áhuga á að selja mikið magn heldur en að fá hátt verð. í ferð sinni ræddi JónRagnar við forstjóra Landbrugets Afsætningsudvalg í Danmörku. Það er sú stofnun, er hefur yfirumsjón með markaðs- málum og kynningarstarfsemi danska land- búnaðarins. Þessi stofnun er reiðubúin að veita okkur aðstoð í okkar markaðsmálum og hefur raunar gert það með því að senda okkur sérfræðing á sviði markaðsmála. Hann heitir Carl Eriksen og er forstjóri hjá Dat-Schaub, sem er eitt af samvinnu- fyrirtækjum danskra bænda. Eriksen kom hingað til viðræðna við nefndina og dvaldi í þrjá daga. Hyggur markaðsnefndin gott til samstarfs við Eriksen í framtíðinni. Þá má geta þess, að markaðsnefndin hélt fund með fulltrúum frá kjötsölufyrirtækj- um bænda á Norðurlöndum sl. vor, en þeir voru hér á fundi í einni af nefndum NBC- samtakanna á sviði kjötframleiðslu. Þá hefur K.C. Knudsen, innflytjandi dilka- kjötsins í Danmörku, mætt á fundi hjá nefndinni. Ekki alls fyrir löngu sat markaðsnefndin fund með Frakka að nafni Claude Sheuer, en hann er starfsmaður frönsku samvinnu- samtakanna og kom hann hingað á vegum Sambandsins til að ræða um útflutning á dilkakjöti til Frakklands. Ritari nefndarinnar var nýverið í Fær- eyjum, þar sem hann ræddi við kjötinn- flytjendur, ýmsa forsvarsmenn bænda og landbúnaðarráðherra Færeyja um mark- aðsmálin í Færeyjum og möguleika á aukn- um tengslum íslenskra og færeyskra bændasamtaka. Auk funda með áðurnefndum aðilum hefur markaðsnefndin rætt við ýmsa aðila hér innanlands, t. d. varðandi vinnslu á kjötvörum, nýtingu innmatar, nýjar kjöt- vörur o. fl. Nefndin telur nauðsynlegt að reyna að þróa nýjar vörutegundir, t. d. reyktar, sem hægt væri að bjóða sem sér- meti erlendis fyrir hærra verð en dilka- kjötið er selt á nú. Sömuleiðis hefur mikið verið rætt um pörtun og pökkun á dilka- kjöti, sem er í senn atvinnuskapandi og ætti að geta lækkað flutningskostnað. Ekki er hægt að segja, að niðurstöður hafi feng- ist í þessum málum, og þau eru því enn ofarlega á verkefnalista nefndarinnar. Það mál, sem hæst ber þessa dagana, er útflutningur á fersku kjöti til Frakklands, Danmerkur og Svíþjóðar. Hér er um al- gera tilraunastarfsemi að ræða og verður fróðlegt að sjá, til hvaða niðurstaðna þess- ar tilraunir leiða. Kjötið verður flutt út flugleiðis, og er í athugun, hvort ekki sé hægt að flytja það í allt að 5 tonna skömmt- um með áætlunarfluginu. Þetta mál hefur mikið verið rætt við forsvarsmenn Flug- leiða og ríkir mikill áhugi fyrir, að þessar tilraunir megi takast. Mikil samvinna er um þetta mál milli nefndarinnar og Sam- bandsins. Þá hefur verið rætt um útflutning á lif-

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.