Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1978, Síða 61

Freyr - 15.09.1978, Síða 61
máli og er það því enn á verkefnaskrá nefndarinnar. (Fyrir liggur skýrsla um þessar viðræður). Þess má geta, að kjötverð hefur hækkað á þessu ári í Noregi í kjölfar samninga bænda við norska ríkið. Norðmenn hafa greitt okkur verðuppbót fyrir kjötið. Hún nam um 26 millj. kr. í fyrra, en er nú um 48 millj. kr. Ritari nefndarinnar fór til Svíþjóðar og Danmerkur og kynnti sér verðmyndun og markaðsfærslu á dilkakjöti. (Skýrsla um þetta efni liggur fyrir). Kjötið er selt á vegum sölusamtaka bænda í Svíþjóð (Sveriges slakteriför- bund). Verðið, sem við fáum fyrir það, tekur mið af markaðsverði á sænsku dilka- kjöti og er kjötið ekki sérstaklega auglýst sem islenskt.í Danmörku er kjötið hinsveg- ar selt í samkeppni við nýsjálenskt dilkakjöt og eru verðlagsáhrif þess mjög ráðandi á markaðnum. Kjötið er auglýst sérstaklega sem íslenskt kjöt í Danmörku. Verðlag á dilkakjöti er svipað og á svínakjöti, en nautakjöt er mun dýrara. Erfitt virðist að breyta þessum hlutföllum, meðan við kepp- um við Nýsjálendinga á markaðnum. Þeir virðast hafa meiri áhuga á að selja mikið magn heldur en að fá hátt verð. í ferð sinni ræddi JónRagnar við forstjóra Landbrugets Afsætningsudvalg í Danmörku. Það er sú stofnun, er hefur yfirumsjón með markaðs- málum og kynningarstarfsemi danska land- búnaðarins. Þessi stofnun er reiðubúin að veita okkur aðstoð í okkar markaðsmálum og hefur raunar gert það með því að senda okkur sérfræðing á sviði markaðsmála. Hann heitir Carl Eriksen og er forstjóri hjá Dat-Schaub, sem er eitt af samvinnu- fyrirtækjum danskra bænda. Eriksen kom hingað til viðræðna við nefndina og dvaldi í þrjá daga. Hyggur markaðsnefndin gott til samstarfs við Eriksen í framtíðinni. Þá má geta þess, að markaðsnefndin hélt fund með fulltrúum frá kjötsölufyrirtækj- um bænda á Norðurlöndum sl. vor, en þeir voru hér á fundi í einni af nefndum NBC- samtakanna á sviði kjötframleiðslu. Þá hefur K.C. Knudsen, innflytjandi dilka- kjötsins í Danmörku, mætt á fundi hjá nefndinni. Ekki alls fyrir löngu sat markaðsnefndin fund með Frakka að nafni Claude Sheuer, en hann er starfsmaður frönsku samvinnu- samtakanna og kom hann hingað á vegum Sambandsins til að ræða um útflutning á dilkakjöti til Frakklands. Ritari nefndarinnar var nýverið í Fær- eyjum, þar sem hann ræddi við kjötinn- flytjendur, ýmsa forsvarsmenn bænda og landbúnaðarráðherra Færeyja um mark- aðsmálin í Færeyjum og möguleika á aukn- um tengslum íslenskra og færeyskra bændasamtaka. Auk funda með áðurnefndum aðilum hefur markaðsnefndin rætt við ýmsa aðila hér innanlands, t. d. varðandi vinnslu á kjötvörum, nýtingu innmatar, nýjar kjöt- vörur o. fl. Nefndin telur nauðsynlegt að reyna að þróa nýjar vörutegundir, t. d. reyktar, sem hægt væri að bjóða sem sér- meti erlendis fyrir hærra verð en dilka- kjötið er selt á nú. Sömuleiðis hefur mikið verið rætt um pörtun og pökkun á dilka- kjöti, sem er í senn atvinnuskapandi og ætti að geta lækkað flutningskostnað. Ekki er hægt að segja, að niðurstöður hafi feng- ist í þessum málum, og þau eru því enn ofarlega á verkefnalista nefndarinnar. Það mál, sem hæst ber þessa dagana, er útflutningur á fersku kjöti til Frakklands, Danmerkur og Svíþjóðar. Hér er um al- gera tilraunastarfsemi að ræða og verður fróðlegt að sjá, til hvaða niðurstaðna þess- ar tilraunir leiða. Kjötið verður flutt út flugleiðis, og er í athugun, hvort ekki sé hægt að flytja það í allt að 5 tonna skömmt- um með áætlunarfluginu. Þetta mál hefur mikið verið rætt við forsvarsmenn Flug- leiða og ríkir mikill áhugi fyrir, að þessar tilraunir megi takast. Mikil samvinna er um þetta mál milli nefndarinnar og Sam- bandsins. Þá hefur verið rætt um útflutning á lif-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.