Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2003, Blaðsíða 11

Freyr - 01.04.2003, Blaðsíða 11
Hvanneyri og úr búskapnum. Ég held líka að búskaparreynslan gefi manni einhvem auka “eldmóð” í rannsóknunum. Jörðin á veiðirétt í Þingvalla- vatni? Já, hann hefur fylgt jörðinni frá aldaöðli. Reyndar er Heiðarbær ríkisjörð eins og flestar jarðir hér við vatnið. Aður var þetta kirkju- jörð og fór sem slík yfír til ríkis- ins. Það eru ijórar tegundir af bleikju í Þingvallarvatni. I fyrsta lagi ránbleikja sem lifír á smærri fískum og getur orðið mjög stór eða allt upp í 15 punda. I öðm lagi er kuðungableikja sem lifír á kuðungum og öðmm smálífver- um. I þriðja lagi er dvergbleikja, sem er eiginlega ekki æt, svört á bakið, stundum kölluð gjámurta því að hún heldur sig mikið í gján- um og að lokum er það murtan sem er mjög smátt afbrigði af bleikju. Það þarf mismunandi möskvastærðir á netum til að veiða þetta og mismunandi tíma árs til veiðanna. Murtan t.d. kemur upp að landi til að hrygna, eins og síld og loðna, og var alltaf veidd á hrygn- ingartímanum, sem er seinni hluti september og ffarn í október. Yfír- leitt var farið í þetta eftir réttir og verið í þessu 3-4 vikur. Murtan var um áratuga skeið soðin niður í dósir hjá Ora hf. Svo á 9. áratugnum þá datt veiðin al- veg niður af einhverjum náttúru- legum ástæðum, en hún hafði lengi verið sveiflukennd, þannig að það var hætt að veiða hana í nokkur ár. Þegar veiðin tók svo að glæðast þá var markaðurinn tapaður, en þetta hafði verið flutt út til ýmissa landa og selt innan- lands. Svo var gerð tilraun með að selja lausfrysta murtu til Japan. Það lofaði góðu og gaf þokkalegt verð en magnið var of lítið og veiðitíminn of stuttur til þess að þetta gengi til lengdar. Síðustu tvö ár hefur ekki verið nein murtuveiði nema til heimilisins og einstakra murtumatgæðinga. Svo er aftur bleikjuveiðin mikið dreifðari yfír árið og aldrei meira en í ár vegna þess að vatnið hefur aldrei lagt í vetur sem er sjald- gæft. Auk þessa er í vatninu urriði, svokallaður ísaldarurriði, stór og merkilegur fiskur. Stofninn varð fyrir miklum hnekki þegar Stein- grímsstöð var byggð í Soginu, vegna þess að hann þarf straum- vatn til að hrygna í, en nú er verið að reyna að lífga hann við með klaki sl. 10 árin. Veiðimálastofn- un hefur séð um þetta í samvinnu við Veiðifélagið hér. Ur klakinu hafa komið þúsundir seiða sem hefur verið sleppt í vatnið. Það kemur ekkert fyrir urriðann í staðinn fyrir útfallið úr vatninu sem tapaðist þegar Steingrímsstöð var byggð nema breyta því aftur. Það hefur verið rætt, m.a. á Al- þingi, að hleypa einhverju vatni fram hjá stöðinni ákveðinn tíma á ári vegna urriðans. Hins vegar hefur urriðinn líka aðlagast að einhverju leyti að- stæðum, á þann hátt að hann er farinn að hrygna uppi í Öxará, sem er bæði vatns- og straumlítíl á miðað við Sogið. Klakfiskurinn núna hefur verið veiddur þar. Hversu mikilvœg hlunnindi er þessi veiðiskapur fyrir jörðina? Þau eru töluvert mikilvæg, bæði er seld bleikja í búðir og einnig á markaði niðri í Mosfellsdal, sem Dalsgarðsmenn og fleiri reka þar á laugardögum seinni hluta sum- ars. Einn bær, Mjóanes, selur Val- höll, hótelinu á Þingvöllum, murtu og bleikju, heila og í flök- um. Þá er töluvert um að fiskur- inn sé reyktur. Auk þess eru þetta veruleg hlunnindi fyrir viðkomandi heim- ili en það þarf að hafa mikið fyrir þeim. Faðir minn hefur kosið að stunda þetta frekar en að fara af bæ í vinnu. Tengist veiðirétturinn ákveðinni /andhelgi út frá jörðinni? Já, þetta afmarkast af þeirri strandlengju, sem tilheyrir hverri jörð, og ákveðnar einingar sem hver bær hefur og segja til hvað má hafa mörg net við þessa strand- lengju. Svo tengist þetta líka eyj- um í vatninu. Þannig er það sam- kvæmt hefð að veiðin við Heiðar- bæjarhólma og Sandey tilheyrir Heiðarbæ en afturNesjaey tilheyr- ir veiðirétti frá Nesjum. Síðan er almenningur úti á miðju vatni. Finnst þér nálœgðin við Þing- velli hafa haft áhrif á þig hér í uppvextinum? Jóhannes: Maður hefur auðvit- að miklar taugar til Þingvalla. Ég vann þó aldrei neitt þar sem ung- lingur eins og margir krakkar hér úr sveitinni, t.d. við þjóðgarðinn. Hins vegar höfðu þjóðgarðsverð- imir, sem jafnframt voru prestar á staðnum, mikil áhrif á okkur, bæði sr. Eiríkur Eiríksson og sr. Heimir Steinsson og þeirra fólk. Sr. Heimir fermdi mig í Þingvalla- kirkju og eitt af hans síðustu verk- um var að skíra son okkar. Ólöf Björg: Þegar ég kynntist sr. Heimi þá komst ég fljótt að því hvað hann var bráðskemmtilegur. Það hefúr óhjákvæmilega áhrif á mann að búa hér, öll sagan sem hér hefur gerst og náttúrufegurðin allt í kring. Afkoman er kannski ekkert sérstök en það er líka ýmis- legt sem verður ekki metið til fjár, svo sem hreinlega það að eiga heima í sveit, geta alið upp bömin sín í sveit og sjá hið síbreytilega og fagra útsýni hér út um glugg- ann alla daga, það er ómetanlegt. M.E. Freyr 3/2003 - 11 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.