Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2003, Blaðsíða 26

Freyr - 01.04.2003, Blaðsíða 26
Tafla 1. Umfanq afkvæmarannsókna haustið 2002 Svæði Stærri Bú Hópar Minni Bú Hópar Vesturland 11 100 7 61 Vestfirðir 16 125 1 4 Strandir 27 224 V-Hún 22 157 1 13 A-Hún 9 72 11 64 Skagafjörður 31 254 13 80 Eyjafjörður 7 51 3 16 S-Þing 10 77 2 35 N-Þing 17 141 4 43 Múlasýslur 6 38 6 61 A-Skaft 10 75 Suðurland 18 133 8 40 Samtals landið: 184 1447 56 417 Þrátt fyrir það að margir þættir í þroska, umhverfi og meðferð lambanna ráði feikilega miklu um hver fítusöfnun verður hjá þeim er einnig vitað að verulegur einstak- lingsmunur er fyrir hendi í sam- bandi við eiginleika til fitusöfnun- ar. I baráttu við að minnka fítu á íslensku dilkakjöti er því nauð- synlegt að huga að þeim þætti. Jafnhliða þurfa bændur að beita þekkingu sinni á öðrum þáttum sem þar hafa áhrif þegar þeir stýra umhverfisþáttum, þannig að sem mestur og bestur árangur náist í þessum efnum. Umfang rannsóknanna Tafla 1 gefur yfirlit um umfang rannsóknanna haustið 2002. Rannsóknir voru unnar á samtals 240 búum. Það er nokkur fækkun frá árinu áður. I rannsóknunum eru hins vegar samtals 1870 af- kvæmahópar sem niðurstöður fást um. Það er nokkur ijölgun ffá ár- inu áður og þannig mælt meiri þátttaka í þessu starfi en nokkru sinni áður. Ljóst er því að umtals- verður árangur hefur náðst í því að byggja upp stærri og öflugri rannsóknir en áður. A grundvelli þeirra á því að mega vænta enn frekari árangurs. Rétt er að taka það fram í sambandi við fjölda af- kvæmahópa að örfá dæmi er um að sami hrútur sé notaður og próf- aður á fleiri en einu búi. Það lítið er samt um slíkt að fjöldi hrúta, sem í rannsókn var, mun vera inn- an við einum tug færri en ljöldi afkvæmahópana sem að ffaman er nefndur. Það verður aldrei nægjanlega undirstrikað að með þessum rann- sóknum er aðeins verið að vinna ræktunarstarf sem snýr að hluta þeirra eiginleika sem horfa þarf til við ræktun á íslensku sauðfé. I greinum á undangengnum árum hefúr verið rækilega um það rætt og þá þætti sem huga þarf að sem mögulegum skekkjuþáttum þegar niðurstöður úr rannsóknum er skoðaðar og metnar. Það verður ekki endurtekið hér að þessu sinni heldur vísað til fyrri greina. Ahrif sauðfjársæðinganna á hrútastofninn aukast ár frá ári. Nú eru um tveir þriðju hlutar allra hrútanna, sem eru í rannsóknum, skráðir synir stöðvarhrúta. Þvi til viðbótar kemur eitthvað af hrútum sem ættemisupplýsingar vantar um, sem eru af slíkum ættmeiði, auk þess sem meginhluti hinna hrútanna, sem fram koma, verða i annan ættlið strax raktir til sæð- inga. Það er því ljóst að með því að greina nánar þessa stóru bræðrahópa sem fram koma í þessum rannsóknum má lesa tals- vert mikið af viðbótarupplýsing- um. Nokkur atriði, sem þar blasa við, skulu gerð að umfjöllunarefni hér á eftir. Ef meðaltalstölur em nefndar í textanum hér á eftir þá ná þær aðeins til þeirra hrúta sem vora í stærri rannsóknum. Ein augljós niðurstaða, sem blasir við og hefúr einnig komið fram síðustu ár, er hve miklar ffamfarir eiga sér stað í stofninum gagnvart þeim eiginleikum sem hér er verið að skoða. Þetta blasir við í því að synir eldri stöðvar- hrútanna standa yfirleitt greini- lega þrepi neðar en synir yngri hrútanna. Þetta gerist þrátt fyrir það að synir eldri hrútanna ættu að vera valinn hópur á granni fyrri reynslu af viðkomandi hrútum en synir yngri hrútanna era hins veg- ar i meginatriðum hópur sem er að gangast undir sína framraun með þessum rannsóknum. Af eldri kollóttu hrútunum era þama engir sem eiga lengur stóra sonahópa í rannsóknunum. Meðal þeirra er ekki lengur margt að sjá sem athygli vekur, þó að þama sé yfirleitt aðeins um að ræða fúll- orðna hrúta sem eiga því að geta státað af nokkurri fyrri reynslu. Eir 96-840 á um tug sona og með- al þeirra era nokkrir neistar, þó að talsvert vanti á að niðurstaða sona hans sé í heild jafn glæsileg og á síðasta ári. Synir Dals 97-838 era óumdeilanlega sigurvegar úr hópi kollóttu hrútanna. Hann á rúma tvo tugi sona í rannsókn og koma þeir að meðaltali með 108 úr kjöt- mati og 104 úr skoðun lifandi lamba. Þessir hrútar era margir að gefa vel gerð lömb, þó að fáir stefni alveg á topp fyrir gerð, en lömb undan þessum hrútum hafa að auki ákaflega hagstætt kjötmat. Nú þegar þessi topphrútur er sjálf- ur fallinn frá hlýtur það að vera kappsmál að leita á meðal bestu afkomenda hans að verðugum hrútum fyrir stöðvarnar. Hálf- | 26 - Freyr 3/2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.