Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2003, Blaðsíða 36

Freyr - 01.04.2003, Blaðsíða 36
Leki 00-880, Sveinungsvík, Þistilfirði. sýna yfirburðaútkomu þetta haust- ið, en Örvi er sonur Hörva 92-972. A Hlíðarenda stóð langefstur Köggull 01-457 með 136 í heilda- reinkunn og mjög hagstætt kjöt- mat, bæði góða gerð og litla fítu. Þessi hrútur er frá Hriflu, sonur Mola 93-986, en í framættir í móðurlegg rekur hann ættir í Torfunes. A Lækjarvöllum bar Sómi 01- 167 verulega af í stórum hrúta- hópi með 124 í heildareinkunn. Lömb undan lionum höfðu þykka vöðva og litla fítu. Sómi er sonur Sekks 97-836. Hrútarnir í Skarðaborg voru haustið 2002 í minni rannsókn, sem samt var mjög umfangsmikil því að hátt á þriðja tug afkvæma- hópa voru þar með. Feikilega mikill munur var á hópunum. Toppinn skipuðu Hagi 01-140 með 147 í einkunn fyrir mjög fítu- lítil lömb og Askur 01-133 með 136 í einkunn fyrir ákaflega vel gerð lömb. Þessir hrútar eru synir samnefndra sæðingarstöðvahrúta. Á Héðinshöfða kom fram hrút- ur sem líkt og fleiri stendur vel (Ljósm. Ólafur G. Vagnsson). undir nafni, Sómi 01 -112, en hann fékk 138 í heildareinkunn fyrir hóp af ákaflega vel gerðum lömb- um með gott fitumat. Þessi ágæt- ishrútur er sonur Túla 98-858. Líkt og undanfarin haust var Haddi 99-005 í Árholti að sýna verulega yfirburði hjá afkvæmum sínum og fékk hann að þessu sinni 126 í heildareinkunn fyrir hópinn. Þessi hrútur er sonur Bjarts 93-800 og í móðurætt er styttra að sækja til Kráks 87-920 en hjá ýmsum öðr- um afbragðshrútum, en mikill íjöl- di þeirra rekur orðið ættir til Kráks. Nordu r-Þingey j arsýsla Umfang rannsókna í sýslunni var meira en áður, mælt sem fjöl- di dæmdra afkvæmahópa, og fjöl- di búa sem tóku þátt í rannsókn mjög líkur og áður. Stærri rann- sóknir voru á 17 stöðum með samtals 141 hóp en þær minni á fjórum búum með samtals 43 af- kvæmahópa. Eins og tvö undangengin haust var stór afkvæmarannsókn fyrir sæðingarstöðvarnar á svæðinu austan Jökulsár. Þessi rannsókn var að þessu sinni í Hagalandi. Þar voru mættir fimm úrvalshrútar af svæðinu sem öttu þar kappi við fimm heimahrúta. Niðurstöður voru feikilega skýrar. Tveir af- kvæmahópar sýndu þama afger- andi yfírburði. Þetta voru af- kvæmi Leka 00-202 frá Svein- ungsvík og Eirs 00-019 frá Holti. Þeir fóm báðir á stöð að rannsókn lokinni og hafa þar nú einkennis- númer 00-880 og 00-881. Leki var að gefa nokkm vænni lömb en Eir og þrátt fyrir mestan vænleika lamba í rannsókninni undan Leka þá höfðu sláturlömb undan honum hagstæðast fitumat. Við mat og mælingar á lifandi lömburn vom lömbin undan Eir að sýna enn glæsilegri niðurstöður en af- kvæmi Leka. Einkunnir Leka í rannsókninni vom 132 og 134 eft- ir því hvort að baki vom hrútar eða gimbrar, en samsvarandi tölur hjá Eir voru 121 og 126. Þessir hrútar eru báðir af sama ættmeiði, Leki er sonur Læks 97-843 en Eir er undan Túla 98-858. Margir fleiri hrútar vom að skila miklu af glæsilegum lömbum í rannsókn- inni þó að ekki kepptu þeir við þessa jöfra. Næstur þeim stóð í heildina heimahrúturinn Mosi 01- 153, sem er hálfbróðir Eirs, undan Túla 98-858. Mosi er dóttursonur Hólma 93-545, sem var góður kynbótahrútur þar heima á Haga- landi. Á Hóli í Kelduhverfi var efstur Kjami 01-510 með 123 í heilda- reinkunn en yfirburðir vom að meirihluta fengnir úr skoðun lif- andi lamba. Þessi hrútur var að skila feikilega vel gerðum lömbum, sem hefðu mátt vera aðeins fitu- minni. Hann er undan Prúði 94-834 en móðurfaðir er Sunni 96-830. Galdur 00-501 var einnig með mjög góða útkomu líkt og síðastlið- ið ár, nú með 117 í heildareinkunn, en hann er sonur Sekks 97-836. Einn af bæjunum þar sem Leki | 36 - Freyr 3/2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.