Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2003, Blaðsíða 34

Freyr - 01.04.2003, Blaðsíða 34
þar er ekki langt að sækja til Hörva 92-972. í umfangsmikilli rannsókn í Ytra-Vallholti voru tveir vetur- gamlir hrútar sem sýndu verulega athyglisverðar niðurstöður. Tóbý 01-488, sem er sonur Sekks 97- 836, varmeð 143 í heildareinkunn og hrútur 01-491, sem er sonur Mola 93-986, fékk 121 í heilda- reinkunn. Niðurstaða hjá báðum þessum hrútum var mjög jöfn á báðum þáttum rannsóknar. Falur 01-507 í Álftagerði bar greinilega af hrútum í rannsókn þar og var með 125 í heildarein- kunn. Einkum var fítumat lamb- anna undan honum mjög gott, en þessi hrútur er sonur Mola 93- 986. Líkt og á síðasta ári voru yf- irburðir í kjötmati hjá Hryggjardal 99-426 og Skörungi 99-427 mjög glöggir, með 157 og 143 úr kjöt- matshluta rannsóknar, en báðir í tæpu meðaltali við samanburð lif- andi lamba. Skörungur er undan Bjálfa 95-802. í Reykjaborg stóð langefstur hrútur 01-624 með 131 í heilda- reinkunn. Hrútur þessi er sonur Búra 94-806 en í móðurætt af- komandi Glókolls 97-623, sem vel hafði sannað ágæti sitt á fyrstu árum afkvæmarannsóknanna. Á Þorsteinsstöðum stóðu langefstir tveir hrútar, báðir með 125 í heildareinkunn, en þeir heita Alur 01-663 og Brúni 01-667. Ákaflega athyglisverðar niður- stöður voru í afkvæmarannsókn á Stóru-Ökrum, feikilegur rnunur kom þar fram á afkvæmahópun- um. Efstir stóðu háltbræðurnir Kökkur 00-655 og Mökkur 01- 658 með 138 og 135 í heildarein- kunn. Niðurstaða hjá Kekki byggðist á tiltölulega jafnri rann- sókn en hjá Mekki voru yfirburð- imir allir sóttir í sláturlömb þar sem hann fékk 183 í einkunn fyrir vemlega vel gerð og mjög fitu- skert lömb, að vísu heldur léttari en í hinurn afkvæmahópunum. Kökkur sýndi einnig árið áður ágæta útkomu úr rannsókn þá. Báðir þessir hrútar eru synir Sekks 99-655, sem er sonur Freys 98-832. Þriðji hrúturinn, sem sýndi mjög góða útkomu úr þess- ari rannsókn, var Belgur 98-653 með 133 í heildareinkunn, en hann hefur verið að sýna mjög góða útkomu úr rannsókn undan- farin haust. Belgur er sonarsonur Svaða 94-998. í Djúpadal sýndi Stúfúr 01-628 mjög mikla og skýra yfirburði í kjötmati lamba fyrir gerð, en hann var með 120 í heildareinkunn í rannsókn, þar sem kjötmatshluti var talsvert betri en mælingar lif- andi lamba. í Keldudal stóð efstur Tígull 00- 480 með 124 í heildareinkunn en undan honum voru feikilega vel gerð lömb með frábær lærahold. Hrútur þessi er skyldleikaræktað- ur afkomandi Svaða 94-998, en faðir hans, Spaði 99-480 sem áður hefur sýnt ágæti sitt var með enn sterkari dóm að þessu sinni en Tí- gull úr kjötmati, en stóð hinum hins vegar langt að baki við mat á lifandi lömbum. í samanburði fjölmargra hrúta í Syðri-Hofdölum stóð Kobbi 97- 526 efstur með 124 í heildarein- kunn en hann hefur áður í hlið- stæðum rannsóknum sannað ágæti sitt. Lömb undan honum hafa góða gerð um leið og þau eru fitu- lítil. Þessi ágæti hrútur er undan Dropa 91-975 og í móðurætt hans er skammt að leita í Kokk 85-870. 1 Hofsstaðaseli stóð langefstur hrúturinn 01-514 með 125 í heildareinkunn fyrir allvelgerð og fitulítil lömb. Faðir hans, Arfur 97-514, hafði rækilega sýnt ágæti sitt í rannsókn haustið 1999. í Enni í Unadal bar Búi 97-297 af hrútum með 122 í heildarein- kunn en þessi hrútur hefúr marg- oft á undanförnum árum sýnt mjög góða niðurstöðu í hliðstæð- um rannsóknum. Búi er sonarson- ur Gosa 91-945. Á Ökrum stóð efstur Fannar 01- 130 með 125 í heildareinkunn fyr- ir prýðisvelgerð lömb. Þessi hrútur er undan Hörva 99-856. í Ysta- Mói var í minni rannsókn Mjaldur 01-179 að sýna feikilega mikla yf- irburði í kjötmati sláturlamba, sem hann fékk 152 í einkunn fyrir, en þetta er sonur Mjaldurs 93-985. Einn of oft áður var ein alum- fangsmesta rannsóknin á landinu á Brúnastöðum í Fljótum en þar voru að þessu sinni 19 hrútar sem voru í samanburði. Samræmi úr kjötmati og líflambaupplýsinga var miklu breytilegra að þessu sinni en oft áður. Líkt og á síðasta ári vermdi Bjartur 00-036 topp- inn, þó að yfirburðir nú væru tals- vert minni en þá, en heildarein- kunn hans að þessu sinni var 121. Mjög hagstætt kjötmat var á lömbum undan Sörver 01-035, sem er undan Hörva 99-856, Kristal 00-033, sem er sonur Prúðs 94-834, og Trixa 99-026, sem er undan Atrix 94-824, en ómsjármælingar hjá öllum þess- um hrútum voru að þessu sinni heldur undir meðaltali. Á Deplum stóð langefstur Hörvi 01-077, sonur Hörva 99-856, en þessi hrútur er blendingskind því að móðurfaðir er Galsi 93-963. Þessi hrútur var með 129 í heildarein- kunn og mjög sterkur á báðum þáttum. Smiður 99-079, sem hefúr kornið vel út úr rannsóknunum áður, sýndi enn betri útkomu nú en þá og var með 120 í heildarein- kunn en Smiður er frá Smáhömr- um, sonur Kappa 98-552. Eyjafjörður Einum hópi færra en árið áður, var dæmdur haustið 2002 í rann- sóknum á búnaðarsambandssvæð- inu, en stærri rannsóknir voru á sjö búum og þær minni á þremur. | 34 - Freyr 3/2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.