Freyr - 01.04.2003, Blaðsíða 34
þar er ekki langt að sækja til
Hörva 92-972.
í umfangsmikilli rannsókn í
Ytra-Vallholti voru tveir vetur-
gamlir hrútar sem sýndu verulega
athyglisverðar niðurstöður. Tóbý
01-488, sem er sonur Sekks 97-
836, varmeð 143 í heildareinkunn
og hrútur 01-491, sem er sonur
Mola 93-986, fékk 121 í heilda-
reinkunn. Niðurstaða hjá báðum
þessum hrútum var mjög jöfn á
báðum þáttum rannsóknar.
Falur 01-507 í Álftagerði bar
greinilega af hrútum í rannsókn
þar og var með 125 í heildarein-
kunn. Einkum var fítumat lamb-
anna undan honum mjög gott, en
þessi hrútur er sonur Mola 93-
986. Líkt og á síðasta ári voru yf-
irburðir í kjötmati hjá Hryggjardal
99-426 og Skörungi 99-427 mjög
glöggir, með 157 og 143 úr kjöt-
matshluta rannsóknar, en báðir í
tæpu meðaltali við samanburð lif-
andi lamba. Skörungur er undan
Bjálfa 95-802.
í Reykjaborg stóð langefstur
hrútur 01-624 með 131 í heilda-
reinkunn. Hrútur þessi er sonur
Búra 94-806 en í móðurætt af-
komandi Glókolls 97-623, sem
vel hafði sannað ágæti sitt á fyrstu
árum afkvæmarannsóknanna. Á
Þorsteinsstöðum stóðu langefstir
tveir hrútar, báðir með 125 í
heildareinkunn, en þeir heita Alur
01-663 og Brúni 01-667.
Ákaflega athyglisverðar niður-
stöður voru í afkvæmarannsókn á
Stóru-Ökrum, feikilegur rnunur
kom þar fram á afkvæmahópun-
um. Efstir stóðu háltbræðurnir
Kökkur 00-655 og Mökkur 01-
658 með 138 og 135 í heildarein-
kunn. Niðurstaða hjá Kekki
byggðist á tiltölulega jafnri rann-
sókn en hjá Mekki voru yfirburð-
imir allir sóttir í sláturlömb þar
sem hann fékk 183 í einkunn fyrir
vemlega vel gerð og mjög fitu-
skert lömb, að vísu heldur léttari
en í hinurn afkvæmahópunum.
Kökkur sýndi einnig árið áður
ágæta útkomu úr rannsókn þá.
Báðir þessir hrútar eru synir
Sekks 99-655, sem er sonur Freys
98-832. Þriðji hrúturinn, sem
sýndi mjög góða útkomu úr þess-
ari rannsókn, var Belgur 98-653
með 133 í heildareinkunn, en
hann hefur verið að sýna mjög
góða útkomu úr rannsókn undan-
farin haust. Belgur er sonarsonur
Svaða 94-998.
í Djúpadal sýndi Stúfúr 01-628
mjög mikla og skýra yfirburði í
kjötmati lamba fyrir gerð, en hann
var með 120 í heildareinkunn í
rannsókn, þar sem kjötmatshluti
var talsvert betri en mælingar lif-
andi lamba.
í Keldudal stóð efstur Tígull 00-
480 með 124 í heildareinkunn en
undan honum voru feikilega vel
gerð lömb með frábær lærahold.
Hrútur þessi er skyldleikaræktað-
ur afkomandi Svaða 94-998, en
faðir hans, Spaði 99-480 sem áður
hefur sýnt ágæti sitt var með enn
sterkari dóm að þessu sinni en Tí-
gull úr kjötmati, en stóð hinum
hins vegar langt að baki við mat á
lifandi lömbum.
í samanburði fjölmargra hrúta í
Syðri-Hofdölum stóð Kobbi 97-
526 efstur með 124 í heildarein-
kunn en hann hefur áður í hlið-
stæðum rannsóknum sannað ágæti
sitt. Lömb undan honum hafa
góða gerð um leið og þau eru fitu-
lítil. Þessi ágæti hrútur er undan
Dropa 91-975 og í móðurætt hans
er skammt að leita í Kokk 85-870.
1 Hofsstaðaseli stóð langefstur
hrúturinn 01-514 með 125 í
heildareinkunn fyrir allvelgerð og
fitulítil lömb. Faðir hans, Arfur
97-514, hafði rækilega sýnt ágæti
sitt í rannsókn haustið 1999.
í Enni í Unadal bar Búi 97-297
af hrútum með 122 í heildarein-
kunn en þessi hrútur hefúr marg-
oft á undanförnum árum sýnt
mjög góða niðurstöðu í hliðstæð-
um rannsóknum. Búi er sonarson-
ur Gosa 91-945.
Á Ökrum stóð efstur Fannar 01-
130 með 125 í heildareinkunn fyr-
ir prýðisvelgerð lömb. Þessi hrútur
er undan Hörva 99-856. í Ysta-
Mói var í minni rannsókn Mjaldur
01-179 að sýna feikilega mikla yf-
irburði í kjötmati sláturlamba, sem
hann fékk 152 í einkunn fyrir, en
þetta er sonur Mjaldurs 93-985.
Einn of oft áður var ein alum-
fangsmesta rannsóknin á landinu
á Brúnastöðum í Fljótum en þar
voru að þessu sinni 19 hrútar sem
voru í samanburði. Samræmi úr
kjötmati og líflambaupplýsinga
var miklu breytilegra að þessu
sinni en oft áður. Líkt og á síðasta
ári vermdi Bjartur 00-036 topp-
inn, þó að yfirburðir nú væru tals-
vert minni en þá, en heildarein-
kunn hans að þessu sinni var 121.
Mjög hagstætt kjötmat var á
lömbum undan Sörver 01-035,
sem er undan Hörva 99-856,
Kristal 00-033, sem er sonur
Prúðs 94-834, og Trixa 99-026,
sem er undan Atrix 94-824, en
ómsjármælingar hjá öllum þess-
um hrútum voru að þessu sinni
heldur undir meðaltali. Á Deplum
stóð langefstur Hörvi 01-077,
sonur Hörva 99-856, en þessi
hrútur er blendingskind því að
móðurfaðir er Galsi 93-963. Þessi
hrútur var með 129 í heildarein-
kunn og mjög sterkur á báðum
þáttum. Smiður 99-079, sem hefúr
kornið vel út úr rannsóknunum
áður, sýndi enn betri útkomu nú
en þá og var með 120 í heildarein-
kunn en Smiður er frá Smáhömr-
um, sonur Kappa 98-552.
Eyjafjörður
Einum hópi færra en árið áður,
var dæmdur haustið 2002 í rann-
sóknum á búnaðarsambandssvæð-
inu, en stærri rannsóknir voru á
sjö búum og þær minni á þremur.
| 34 - Freyr 3/2003