Freyr - 01.04.2003, Blaðsíða 25
Afkvæmarannsóknir á
hrútum haustlð 2002
r
vegum búnaðarsam-
bandanna var boðið
upp á afkvæmarann-
sóknir á hrútum á líkan hátt og
verið hefur frá haustinu 1998.
Rannsóknir þessar eru styrktar
af Framleiðnisjóði landbúnað-
arins ef þær uppfylia áður aug-
lýst skilyrði.
Akveðnar breytingar voru gerð-
ar haustið 2002 á því sem taldar
voru styrkhæfar rannsóknir.
Rannsóknir voru áður í tveimur
þrepum. Annars vegar voru rann-
sóknir þar sem í samanburði voru
að lágmarki sex hrútar á því búi
þar sem rannsókn var unnin, þetta
voru kallaðar stærri rannsóknir.
Síðan voru rannsóknir þar sem í
voru aðeins fjórir eða fimm af-
kvæmahópar, kallaðar minni
rannsóknir. Haustið 2002 var
styrkur til minni rannsókna felldur
niður. Meginástæða þess var sú að
til þess að á grundvelli rannsókn-
ar séu möguleikar til að vinna úr-
val, sem hægt er að vænta umtals-
verðs árangurs af, þá þarf að vera
ákveðinn lágmarksíjöldi hrúta til
að velja úr að rannsókn lokinni og
óneitanlega eru sex hrútar orðnir í
neðri mörkum til að velja á milli
til að merkjanlegur úrvalsárangur
náist ef það þarf tvo eða þrjá af
þessum hrútum til áframhaldandi
notkunar. Það má aldrei gleymast
að tilgangur rannsóknanna er í
raun ekki að rannsaka hrútana, til
að geta sagt að þeir séu afkvæma-
rannsakaðir, heldur það að stefna
að því að ná framförum í stofnin-
um með að byggja úrvalið á bestu
einstaklingunum úr rannsókninni.
Með því að hækka þessi mörk þá
er hins vegar ljóst að talsvert af
minni íjárbúum, sem hafa ekki
þann hrútafjölda sem rannsókn-
imar krefjast, verða ekki lengur
þátttakendur. Rétt er að vísu að
taka það skýrt fram að eftir sem
áður er ekkert því til fyrirstöðu að
vinna rannsóknir við þær aðstæð-
ur, þó að þær séu ekki lengur
styrkhæfar. Aftur á móti var settur
inn annar flokkur minni rann-
sókna þar sem gert var ráð fyrir að
rannsókn væri aðeins byggð á
upplýsingum úr kjötmati. Þar
vom neðri mörk um umfang, til að
rannsókn teldist sfyrkhæf, sett við
ijóra afkvæmahópa. Reyndin varð
sú að þátttaka í þessu formi rann-
sókna varð ekki umfangsmikil og
það vom ekki síður bú með mik-
inn fjölda hrúta sem tóku þátt í
þeim. Ljóst er að vinnufreki þátt-
ur rannsóknanna em sá sem snýr
að mælingum og mati á lifandi
lömbum og af ýmsum ástæðum
ráða menn ekki við ffamkvæmd
þess þáttar en hafa eftir sem áður
mikinn grunn til úrvals meðal
hrútanna á gmnni niðurstöðu úr
kjötmati lambanna undan þeim.
Við slíkar aðstæður er fúll ástæða
til að gera vandaða úrvinnslu á
kjötmatsupplýsingunum.
Önnur breyting á rannsóknun-
um, sem rétt er að gera að umtal-
svefhi, snýr að úrvinnslu á niður-
stöðunum. Fagráð í sauðfjárrækt
ákvað að breyta áherslum milli
þátta í kjötmatsupplýsingum frá
því sem verið hafði. Þessar áhersl-
ur vom þannig að mat um gerð í
kjötmati hafði 60% vægi en fítu-
rnatið 40% vægi. Akveðið var að
víxla þessu, þannig að nú hefur
fítumatið 60% vægi en mat fyrir
gerð 40% vægi. Þessar breytingar
geta að sjálfsögðu leitt til tals-
verðarar víxlunar í innbyrðis röð-
un hrútana ef um er að ræða hrúta
sem hafa mikið ósamræmi á milli
þessara tveggja þátta úr kjötmat-
inu. Það er vel þekkt, og hefur oft
áður verið rætt í hliðstæðum
greinum, að slíkir einstaklingar
em því miður miklu fyrirferða-
meiri í íslenska Qárstofninum en
hinir. Með rannsóknunum emm
við hins vegar hvað mest að leita
að gullmolunum sem ná að sam-
eina báða þessa þætti. Gagnvart
þeim hafa framangreindar breyt-
ingar ekki mikil áhrif. Það má
glöggt sjá úr niðurstöðum að með
þvf starfi sem unnið hefúr verið á
þessu sviði undanfarin haust hefur
náðst umtalsverður árangur í að
fjölga einstaklingum sem ná að
sameina báða þætti á jákvæðan
hátt og enn meiri árangri má ná á
allra næstu áram með að vinna
áfram á markvissan hátt.
Það er veraleg ástæða til að
hvetja bændur til að horfa stífara á
niðurstöðumar úr fítumatinu en
þeir hafa gert. Markaðslegir hags-
munir og þá um leið afkomulegir
liggja öðru fremur í þessum þætti.
Freyr 3/2003 - 25 |