Freyr - 01.04.2003, Blaðsíða 47
um. í hinum stóra afkvæmahópi
mátti samt fmna mörg úrtökugóð
lömb. einkum meðal gimbra, sem
náð höfðu góðum þroska.
Af hymdu hrútunum á stöðinni
í Laugardælum sem áður höfðu
verið á stöð var Bessi 99-851 líkt
og haustið áður að skila feikilega
góðum lömbum. Þessi lömb hafa
mjög þykkan og vel lagaðan bak-
vöðva, fremur litla bakfitu og
gerðin er góð og lærahold oft
fyrnasterk. Spónn 98-849 var
einnig líkt og haustið áður að skila
miklum fjölda af feikilega vöðva-
þykkum og glæsilegum lömbum,
en þau hafa talsvert meiri bakfitu
en afkvæmi Bessa. Flotti 98-850
átti líkt og árið áður stóran af-
kvæmahóp. Bakvöðvaþykkt er
um meðallag hjá þessum lömbum
en lögun bakvöðva áberandi góð
og fita á spjaldhrygg með því
allraminnsta sem sést. I saman-
burði við marga af hinum hrútun-
um eru það helst lærahold sem
mættu stundum vera sterkari hjá
þessum lömbum. Sekkur 97-836
átti líkt og árið áður feikistóran af-
kvæmahóp. Þar mátti líta mikið af
glæsilömbum með mjög góða
bakvöðvaþykkt, en fita á spjald-
hrygg mælist talsvert yfir meðal-
tal hjá afkvæmum hans.
SlGURVEGARAR HAUSTSINS 2000
Sigurvegara haustsins 2002 var
tvímælalaust að finna á meðal
hymdu hrútana í Laugardælum,
sem nú vom að sýna í fyrsta sinn
afkvæmahópa tilorðna við sæð-
ingar. Yfirburðir hjá afkvæmum
Ljóma 98-865 í bakvöðvaþykkt
eru algerir á meðal afkvæma
stöðvarhrútanna haustið 2002 og
bakvöðvi vel lagaður. Hins vegar
er þykkt fitu á spjaldhrygg hjá
þessum lömbum að mælast óþarf-
lega mikil. Mörg þessara lamba
em að gerð úrtökugóð með mikil
lærahold. Áll 00-868 sýnir hjá af-
kvæmum sínum fádæma kosti, en
hann á einn allra stærsta af-
kvæmahópinn úr skoðun haustið
2002. Bakvöðvaþykkt er frábær
hjá þessum lömbum, lögun bak-
vöðva einnig sérlega góð og fita á
spjaldhrygg mælist mjög þunn.
Mörg þessara lamba em um leið
fádæma vel gerð með lærahold
með því besta sem gerist. Vinur
99-867 átti einnig feikilega stóran
lambahóp. Bakvöðvaþykkt hjá af-
kvæmum hans mælir sig ekki al-
veg við toppana tvo sem fjallað er
um hér á undan en hún er engu að
síður góð, bakvöðvi mjög vel lag-
aðar og bakfita lítil. Gerð af-
kvæma hans margra er með ólík-
indum. Þetta eru samanreknir
vöðvahnyklar og lærahold meiri
en sést hafa áður hjá afkvæmum
stöðvarhrúta. Aðeins ber hins veg-
ar á fúll bolstuttum lömbum und-
an honum þó að í þeim efnum sé
mikil breidd hjá afkvæmum hans.
Ástæða er einnig að nefna að tals-
vert af afkvæmum hans eru hrein-
hvít. Þessir þrír hrútar, sem hér
hefur verið fjallað unr, sýndu sig
sem ótrúlega öfluga kynbótahrúta
haustið 2002. Fengur 97-863 átti
ekki stóran afkvæmahóp en tals-
vert var af athyglisverðum lömb-
um þar á meðal. Teigur 96-862
skilaði lömbum sem voru í slöku
meðallagi um flesta þætti. Góð
gerð var í mörgum afkvæma Stapa
98-866 þó að ljóst sé að hann
mælir sig ekki við toppana sem
fjallað er um hér að framan. Frek-
ar fátt var um fína drætti hjá af-
kvæmum Kana 98-864.
Hjá kollóttum hrútum, sem áður
höfðu verið á stöð, var Dalur 97-
838 að skila miklu af föngulegum
lömbum og hefúr hann þegar sýnt
sig sem einhver mesta kynbóta-
kind í kollótta fénu sem reynsla er
komin á. Dalur var notaður á báð-
um stöðvunum í desember 2001.
Mestu kostir hjá afkvæmum
Styrmis 98-852 eru í öflugum
læraholdum hjá afkvæmaum hans
en bakvöðvaþykkt hjá þeim var
heldur undir meðaltali. Veikasti
punktur afkvæma Hörva 99-856
er fúll þunnur bakvöðvi, en gerð
hjá þessum lömbum mörgum er
góð og lærahold oft ágæt. Hvor-
ugur nýju kollóttu hrútanna sló í
gegn þó að báðir skiluðu mörgum
góðum lömbum. Sónar 97-860
gaf sterkleg lömb með fremur góð
lærahold en bakvöðvi mætti oft
vera þykkari. Glær 97-861 skilaði
talsvert breytilegum afkvæmum,
sumt miklar glæsikindur en önnur
þar sem fúll mikið skorti á vöðva-
þykkt.
Moli
Umhverfisstyrkir til
LANDBÚNAÐAR í BANDA-
RÍKJUNUM
Bandaríska þingið hefur sam-
þykkt umhverfisverndaráætlun fyrir
bandarískan landbúnað. Áætlunin
er til tíu ára og felur I sér styrki til
umhverfismála að upphæð 17
milljarða dollara á tímabilinu.
Áætlunin, sem er ein af niður-
stöðum stefnumörkunar í banda-
rískum landbúnaði árið 2002,
miðast að því að uppfylla fjögur
aðalmarkmið; bæta gæði vatns
og andrúmslofts, varðveita rækt-
unarhæfni jarðvegs og vernda
viðkvæmt náttúruumhverfi.
Mikilvægur þáttur í áætluninni
verður að stuðla að því að
bændum verði unnt að fram-
fylgja gildandi löggjöf um um-
hverfisvernd og náttúruauðlindir.
Annar þáttur er sá að gera
svæðisbundnar áætlanir um um-
hverfismál fyrir landbúnaðinn.
(Internationella Perspektiv
nr. 7/2003).
Freyr 3/2003 - 47 |