Freyr - 01.04.2003, Blaðsíða 20
Lambablóðsótt (lamb dysentery) af völdum pestarsýkla (Clostridium
perfringens, flokkur B). Gollurshús þanið afgulum vökva. Trefjaflyksa á
hjarta, lifrin blóðþrungin, blæðingar og loft i görnum.
ma. Leyfið náttúrunni að hafa sinn
gang. Eðlileg fæðing fyrra (fyrsta)
lambs tekur 5-30 mínútur. Innan
klukkustundar á seinna lambið að
koma, að öllu eðlilegu. Þurft getur
að kanna legu og ástand. Lamb ber
ekki alltaf rétt að. Bíða má annan
hálftíma, ef allt virðist á réttri leið
eða ef ærin er lengi að opnast.
Hjálpa þarf, ef vatnið er farið fyrir
1 1/2 klst. og ekkert hefúr hreyfst
siðan. Notið hanska eða sótt-
hreinsið hendur og handleggi
vandlega áður en byrjað er.
Kramarlömb
Næringarskortur og misræmi í
fóðri ánna seinni hluta meðgöngu
leiðir til lítils vaxtar fósturbelgja
og hildahnappa; fóstrin fá litla
næringu, þau fæðast smá eða rýr,
misstór, vangerð frá móður, auk
þess er broddurinn oft lítill.
Lömbin eru kulvís vegna lítillar
orku eða fítuforða, viðkvæm
gagnvart smitefnum og öðru áreiti
í umhverfínu. Þessi lömb lognast
oft út af án sýnilegra veikinda.
Þetta eru svokölluð kramarlömb.
Ef slík lömb eiga að komast á legg
þarf að eiga broddbanka og kunna
að nota magaslöngu fyrstu
klukkustundimar, ef lambið tekur
ekki við. Hlífa þarf lömbunum við
áreiti og halda á þeim hlýju, gefa
þeim sykur og saltaupplausn, ef
þau fara að kólna (króknun).
SULTUR OG KRÓKNUN
Króknun og hungurdauði eru
örlög 40-50% lamba sem deyja
fyrstu dagana á ýmsum bæjum í
Bretlandi. Ekki deyja svo mörg
lömb hér á landi af þessum sök-
um, en of mörg lömb deyja vegna
þess að æmar mjólka ekki, vilja
ekki lömbin eða lömb komast
ekki á spena og lömb þróttlítil af
hungri og kulda verða frekar fyrir
hnjaski. Hægt er að koma í veg
fyrir tjón af þeim völdum með
aukinni vitneskju og aðgát. Eðli-
legur líkamshiti lambs er 39,5
gráður C. Fari líkamshiti niður
fyrir 37 gráður er hætta á ferð. Ef
rétt er staðið að málum er unnt að
bjarga lömbum frá dauða þótt lík-
amshitinn sé korninn niður fyrir
30 gráður. Skil verða þegar lamb
verður 5 klukkustunda gamalt, Þá
er eyddur orkuforðinn í brúnu fít-
unni við nýrun sem lambið fædd-
ist með og hélt blóðsykrinum
uppi. Ur því getur blóðsykur fall-
ið svo aðlífshættulegt verði, þegar
hungur og kuldi fara saman. Auka
þarf blóðsykur áður en lambið er
hitað. Annars fer illa.
Lambablóðsótt
Orsök: Lambablóðsótt (hjart-
veiki) er þekktur sjúkdómur um
allt land. Orsökin er staflaga og
stór sýkill, sem myndar eiturefni í
gömunum. Þau berast með blóð-
inu um likamann og valda dauða.
Sýkillinn (Clostridium perfring-
ens B-stofn) fínnst í jarðvegi og
kindasaur. Fullorðnar kindur em
oft smitberar og af saur þeirra
sóttmengast hús og hagar. Lömb-
in smitast með því að sjúga
óhreina spena móðurinnar og
japla á sóttmenguðu heyi eða ull. I
sýktu umhverfí hleðst smitið upp
og vex eftir því sem líður á sauð-
burðinn. Flest lömb veikjast á
öðmm til fjórða sólarhring eftir
burð, en geta veikst allt að 10-12
daga gömul.
Einkenni: Venjulega er vinstrin í
þessum lömbum fúll af mjólk-
urdrafla. Fyrstu einkenni eru
deyfð, svo hætta lömbin að sjúga.
Þau em oft með þunna grænleita
skitu, blóðblandaða. Lömbin geta
þembst upp, þau rembast við,
stynja, virðast sárþjáð. Fljótt
ágerist sóttin, lömbin verða mátt-
farin, leggjast fyrir, fá krampa,
reigja hausinn aftur og teygja frá
sér fætuma. Oftast drepast lömb-
in á fáum klukkustundum. Sjúk-
leg einkenni á líffærum þeirra em
mismunandi. Ef sjúkdómurinn
hefur dregið lambið til dauða á
skömmum tíma eru einkennin
ógreinileg eða engin. Hafi lambið
verið veikt í nokkum tíma sést oft
blóðfylling, loft og bólgueinkenni
í gömum; smáblæðingar í hjarta
og mikill gulleitur vökvi og trefja-
skán í gollurshúsi.
Aðgerðir: Bólusetning ánna eða
| 20 - Freyr 3/2003