Freyr - 01.04.2003, Blaðsíða 31
heildareinkunn, en hann er undan
Gormi 99-209 frá Arbæ, sem skil-
að hefur fleiri öflugum kynbóta-
hrútum á Brjánslæk.
I Innri-Múla stóð langefstur
Spakur 00-167 með 125 í heilda-
reinkunn. Hrútur þessi var að
skila mjög góðri gerð hjá slátur-
lömbum um leið og þau voru
mjög fitulítil þrátt fyrir mjög
mikinn vænleika. Spakur er frá
Broddanesi undan Glæsi 98-876
og dóttursonur Atrix 94-824.
A Kirkjubóli í Dýrafirði voru
mjög afgerandi yfirburðir hjá
Darra 01-147 sem fékk 141 í
heildareinkunn en dró samt lengs-
ta stráið úr kjötmatinu þar sem
hlutur hans var 165 með sérlega
hagstætt fitumat sláturlambanna
sem voru að vísu heldur léttari en
undan öðrum hrútum í rannsókn-
inni. Þessi hrútur er sonur Mola
93-986. A nágrannbænum Hólum
var toppurinn einnig í höndum
Molasonar 93-986 og heitir sá
Moli 01-113 en hann fékk 128 í
heildareinkunn og voru kostimir
að mestu sóttir í sömu þætti og hjá
hálfbróður hans á Kirkjubóli. A
Ketilseyri voru mjög skýrir yfir-
burðir hjá þremur afkvæmahóp-
um. Kubbur 01-069, sem er undan
Prúði 94-834, fékk 127 í heilda-
reinkunn en yfirburðir hans fólust
fyrst og ffemst í mun hagstæðara
fitumati en undan hinum hrútun-
um. Brói 01-073, sem er sonur
Pela 94-810, fékk 124 í heilda-
reinkunn fyrir lömb, sem höfðu
sína meginyfirburði í mjög góðu
mati fyrir gerð, og frændi hans
Grani 01-071, sem er sonarsonur
Mjaldurs 93-985, fékk 122 í
heildareinkunn fyrir mjög vel
gerðan lambahóp. I Neðri-Hjarð-
ardal stóð langefstur hrútanna
Hrói 98-313 í Neðri-Hjarðardal
með 121 í heildareinkunn. Þessi
hrútur er frá Birkihlíð. A Mýmm
féllu allir yfirburðir í rannsókn-
inni í hendur Depils 99-207, sem
fékk 137 í heildareinkunn, en
hrútur þessi er fenginn frá Felli,
sonur Sunna 96-830 og dótturson-
ur Þéttis 91-931.
I stórri rannsókn í Birkihlíð-
Botni stóð langefstur Hnykill 01-
639 en hann er undan Hnykli 95-
820 og afkomandi Brodda 85-892
í móðurætt. Hann fékk 143 í
heildareinkunn fyrir mjög væn og
vel gerð lömb. Trölli 99-731 fékk
126 í heildareinkunn en fitumat
lambanna undan honum var sér-
lega hagstætt. Trölli er sonur
Pjakks 95-721 sem sýnt hafði
mjög öflugt mat í rannsóknum á
undangengnum árum á þessu búi.
Á Stað stóð efstur Vinur 00-679
með 121 í heildareinkunn en þessi
hrútur er sonarsonur Búts 93-982.
Strandasýsla
Þetta er eitt af þeim svæðum þar
sem þetta starf hefur verið unnið
af miklum krafti alveg frá því að
afkvæmarannsóknir hófust. Að-
eins voru unnar stærri rannsóknir
á svæðinu. Þær voru haustið 2002
á 27 búum sem er aðeins færri bú
en áður umfangið var örlitlu
minna en áður þar sem 224 hópar
komu til dóms að þessu sinni.
Afkvæmarannsóknir á kollótt-
um hrútum vegna sæðingarstöðv-
anna var á tveimur stöðum á land-
inu haustið 2002. Hér að framan
er fjallað um rannsókn á Hjarðar-
felli, en stóra rannsóknin var að
þessu sinni norður í Ámeshreppi.
Hún var byggð upp með sama
sniði og rannsóknin haustið 2000.
Bæði búin á Melum vom með
rannsóknina og þangað vom sóttir
þrír utansveitahrútar, sem ætlað
var að gætu út frá eigin ágæti og
reynslu heima fyrir átt erindi í
slíkan samanburð og vom þeir
notaðir á báðum búum. Fljótsagt
er að aðkomuhrútamir áttu þang-
að ekkert erindi. Hrútavalið heima
á Melum er hins vegar eins og áð-
ur ótrúlega mikið. Aftur gerðist
það, eins og aðeins hefur borið við
á síðustu ámm, að talsvert ósam-
ræmi er á milli ára í innbyrðis
samanburði hrútanna. Efstu hrút-
amir þama nú vom synir Stúfs 97-
854 sem komu fram sem lömb í
rannsókninni haustið 2000. Þokki
00-116 á Melum I var með 133 í
heildareinkunn og Glópur 00-146
á Melum II með 116 í heildarein-
kunn. í ljósi tvíræðrar reynslu af
föður þeirra sem ærföður var
ákveðið að Stúfssynir yrðu ekki
teknir inn á stöðvamar haustið
2002, en báðir þessir hrútar em
ótvíræðar kynbótakindur með til-
liti til kjötgæða. Glópur er dóttur-
sonur Bassa 95-821. Nokkrir at-
hyglisverðir veturgamlir hrútar
komu þama fram. Meðal þeirra
em Hnöttur 01-178 á Melum II,
sem hefur fádæma öflug lærahold,
sem vel komu fram hjá afkvæm-
um hans, og tveir synir Eirs 96-
840, þeir Efi 01-162 á Melum I og
Prímus 01-181 á Melum II. Hrút-
amir sem fóm á stöðvamar haust-
ið 2002 frá Melabæjunum em eins
og margir þekkja Hnykkur 95-
875, sem off hefur verið til skoð-
unar sem stöðvarhrútur en hann
hefur sýnt einstaka endingu og
talið rétt að hann fengi enn víð-
tækari notkun síðustu æviárin.
Toppur 00-897 var öðm fremur
valinn á grundvelli þess að dætur
hans veturgamlar höfðu sýnt
óvanalega góða frjósemi en þann
þátt hefur of oft á skort hjá koll-
óttu hrútunum sem sóttir hafa ver-
ið þama norður.
I afkvæmarannsókninni í Hafn-
ardal féll toppurinn að þessu sinni
í hlut Magna 01-514 með 121 í
heildareinkunn fyrir þrælöflugan
lambahóp, vöðvaþykk lömb með
tiltölulega gott fitumat. Magni er
undan Boða 99-506 frá Bassa-
stöðum en móðurfaðir hans er
Sólon 93-977.
Á Finnbogastöðum skipaði Ten-
ór 01-171 sér á toppinn með 120 í
Freyr 3/2003 -31 |