Freyr - 01.04.2003, Blaðsíða 32
heildareinkunn en yfírburðir hans
voru allir fengnir úr því að slátur-
lömb undan honum voru með litla
fítu og fitumat því ákaflega hag-
stætt. Tenór er sonur Bassa 95-
821. Prestur 01-172 var með ákaf-
lega jafnvelgerðan lambahóp sem
hann fékk 118 í heildareinkunn
fyrir.
I Bæ voru margir hópar i rann-
sókn og í mörgum þeirra mikið af
ákaflega athyglisverðum lömbum.
Efstur stóð Brimill 01-161 með
125 í heildareinkunn en í afkvæm-
um hans sameinast vel æskilegir
eiginleikar sláturlamba, bæði
þykkir vöðvar og lítil fita. Brimill
er frá Finnbogastöðum, undan
Úlfi 00-143.
Á Bassatöðum komu fram ótrú-
lega miklir yfirburðir hjá Bauki
01-290 en hann fékk 137 í heilda-
reinkunn í samanburði í þessu
þrautræktaða fé fyrir gríðarlega
vöðvastæltan og föngulegan
lambahóp.
í Húsavík bar Bósi 01-690 mik-
ið af hrútum þar með 135 í heilda-
reinkunn og þar af 155 úr kjöt-
matshluta. Lömb undan honum
höfðu mjög góða gerð en voru um
leið ákaflega fitulítil. Þessi hrútur
kom fram i lambahópnum á síð-
astliðnu hausti vegna afkvæma-
rannsókna fyrir stöðvarnar en
hann er sonur Bola 99-874 en er
aðeins blandaður hymdu fé í móð-
urætt þar sem stutt að baki stend-
ur Sami 85-868. Bósi fær á kom-
andi hausti enn meira krefjandi
hlutverk til að sanna ágæti sitt þar
sem hann verður í stórri afkvæma-
rannsókn vegna stöðvanna á
Ströndum sem að þessu sinni
verður í Stóra-Fjarðarhomi.
í Gröf var öflugasti lambahópur-
inn undan Þorra 01-327 og fékk
hann 119 í heildareinkunn, en þetta
vom mjög væn og vel vöðvuð en
fitulítil sláturlömb sem undan hon-
um komu til slátrunar. Þorri er son-
ur Stúfs 00-322 frá Broddanesi.
í afkvæmarannsókn i Skálholts-
vík vom yfirburðir Hlekks 00-665
mjög afgerandi en hann fékk
heildareinkunn 126 fyrir sinn
ágæta afkvæmahóp. Þessi hrútur
er sonur Sekks 97-836.
Vestur-Húnavatnssýsla
Öflug starfsemi hefur verið þar
í sýslu undangengin haust í af-
kvæmarannsóknum og haustið
2002 var umfangið mjög líkt og
áður. Stærri rannsóknir voru gerð-
ar á 22 stöðum og komu þar í dóm
157 hópar og síðan var unnin ein
minni rannsókn en stór að um-
fangi með 13 afkvæmahópa.
Lambahópamir í rannsókn á
Þóroddsstöðum vora margir stór-
glæsilegir. Efstur stóð Púki 01-
057 með 120 í heildareinkunn en
styrk sinn sótti hann öðra fremur í
feikilega hagstætt fitumat slátur-
lambanna undan honum. Sær 01-
052 fékk 117 í heildareinkunn fyr-
ir mjög samstæðan og vel gerðan
lambahóp. Púki er undan Prins
97-014 á Urriðaá og því afrakstur
afkvæmarannsóknarinnar fyrir
sæðingastöðvamar haustið 2002,
en Sær er undan Sekk 97-836. í
móðurætt era þeir af sama stofni
því að sá fyrmefhdi er dóttursonur
Ljóra 95-828, en hinn dótturson-
arsonur hans.
I stórri rannsókn á Efri-Fitjum
stóð langefstur Giftingur 00-665
með 125 í heildareinkunn fyrir
mjög vel gerðan lambahóp. I
Finnmörk var Kroppur 01-380
langhæstur með 121 í heildarein-
kunn, yfírburðir hans vora sérlega
skýrir í kjötmati lambanna.
Á Urriðaá voru í rannsókn ein-
hverjir glæsilegustu lambahópar
haustsins. Þar skipaði líkt og á
síðasta ári efsta sætið Sófus 00-
013 og fékk hann 114 í heildarein-
kunn að þessu sinni. Sófus er und-
an Mola 93-986. Á Mýram stóð
efstur Fúll 01-135 með 120 í
heildareinkunn, en lömb undan
honum voru með áberandi betri
lærahold en undan öðram hrútum
í rannsókninni. Hann er sonur
Túla 98-858.
Á Sauðá stóð langefstur Kjami
01-127 með glæsihóp feikivænna
lamba sem þrátt fyrir mikinn væn-
leika höfðu fremur gott fitumat og
fékk hann 129 í heildareinkunn.
Kjami er sonur Túla 98-858 og
dóttursonur Sóða 96-224, sem
efstur stóð í rannsókn haustið
1998, en hann var frá Bergsstöð-
um.
Á Bergsstöðum voru líkt og
undanfarin haust einhverjir glæsi-
legustu afkvæmahópar sem fram
komu á landinu. Að þessu sinni
náði enginn ungliðanna að skáka
gömlu kempunum. Deli 98-094
stóð efstur með 120 í heildarein-
kunn, en hann er ásamt góðri gerð
einnig að gefa litla fitu í feikilega
vænum sláturlömbum. Deli er
sonur Bjálfa 95-802 og dótturson-
ur Dropa 91-975. Þá staðfesti Posi
00-205 ágæti sitt frá fyrra hausti
að þessu sinni með 118 í heilda-
reinkunn en hann er sonur Sekks
97-836 og dóttursonur Muna 97-
092.
I Miðhópi stóð langefstur hrútur
01-184 með 120 í heildareinkunn
en þessi hrútur sótti yfirburði sína
nær allar í feikilega hagstætt fítu-
mat sláturlamba undan honum. Á
Stórhóli vora yfirburðir allir hjá
lömbunum undan Dal 00-231 en
hann fékk 123 í heildareinkunn
fyrir þau.
í Víðidalstungu II var feikilega
mikill yfírburðahópur undan
Prúði 01-023 sem fékk 123 í
heildareinkunn, en í kjötmati sam-
einuðu lömb undan honum bæði
feikilega góða gerð og mjög litla
fitu. Prúður er sonur Stúfs 97-854
en móðir hans er ljárskiptaær frá
Stóra-Fjarðarhomi.
Austur-Húnavatnssýsla
Þar í sýslu varð umtalsverð
132 - Freyr 3/2003