Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2003, Blaðsíða 32

Freyr - 01.04.2003, Blaðsíða 32
heildareinkunn en yfírburðir hans voru allir fengnir úr því að slátur- lömb undan honum voru með litla fítu og fitumat því ákaflega hag- stætt. Tenór er sonur Bassa 95- 821. Prestur 01-172 var með ákaf- lega jafnvelgerðan lambahóp sem hann fékk 118 í heildareinkunn fyrir. I Bæ voru margir hópar i rann- sókn og í mörgum þeirra mikið af ákaflega athyglisverðum lömbum. Efstur stóð Brimill 01-161 með 125 í heildareinkunn en í afkvæm- um hans sameinast vel æskilegir eiginleikar sláturlamba, bæði þykkir vöðvar og lítil fita. Brimill er frá Finnbogastöðum, undan Úlfi 00-143. Á Bassatöðum komu fram ótrú- lega miklir yfirburðir hjá Bauki 01-290 en hann fékk 137 í heilda- reinkunn í samanburði í þessu þrautræktaða fé fyrir gríðarlega vöðvastæltan og föngulegan lambahóp. í Húsavík bar Bósi 01-690 mik- ið af hrútum þar með 135 í heilda- reinkunn og þar af 155 úr kjöt- matshluta. Lömb undan honum höfðu mjög góða gerð en voru um leið ákaflega fitulítil. Þessi hrútur kom fram i lambahópnum á síð- astliðnu hausti vegna afkvæma- rannsókna fyrir stöðvarnar en hann er sonur Bola 99-874 en er aðeins blandaður hymdu fé í móð- urætt þar sem stutt að baki stend- ur Sami 85-868. Bósi fær á kom- andi hausti enn meira krefjandi hlutverk til að sanna ágæti sitt þar sem hann verður í stórri afkvæma- rannsókn vegna stöðvanna á Ströndum sem að þessu sinni verður í Stóra-Fjarðarhomi. í Gröf var öflugasti lambahópur- inn undan Þorra 01-327 og fékk hann 119 í heildareinkunn, en þetta vom mjög væn og vel vöðvuð en fitulítil sláturlömb sem undan hon- um komu til slátrunar. Þorri er son- ur Stúfs 00-322 frá Broddanesi. í afkvæmarannsókn i Skálholts- vík vom yfirburðir Hlekks 00-665 mjög afgerandi en hann fékk heildareinkunn 126 fyrir sinn ágæta afkvæmahóp. Þessi hrútur er sonur Sekks 97-836. Vestur-Húnavatnssýsla Öflug starfsemi hefur verið þar í sýslu undangengin haust í af- kvæmarannsóknum og haustið 2002 var umfangið mjög líkt og áður. Stærri rannsóknir voru gerð- ar á 22 stöðum og komu þar í dóm 157 hópar og síðan var unnin ein minni rannsókn en stór að um- fangi með 13 afkvæmahópa. Lambahópamir í rannsókn á Þóroddsstöðum vora margir stór- glæsilegir. Efstur stóð Púki 01- 057 með 120 í heildareinkunn en styrk sinn sótti hann öðra fremur í feikilega hagstætt fitumat slátur- lambanna undan honum. Sær 01- 052 fékk 117 í heildareinkunn fyr- ir mjög samstæðan og vel gerðan lambahóp. Púki er undan Prins 97-014 á Urriðaá og því afrakstur afkvæmarannsóknarinnar fyrir sæðingastöðvamar haustið 2002, en Sær er undan Sekk 97-836. í móðurætt era þeir af sama stofni því að sá fyrmefhdi er dóttursonur Ljóra 95-828, en hinn dótturson- arsonur hans. I stórri rannsókn á Efri-Fitjum stóð langefstur Giftingur 00-665 með 125 í heildareinkunn fyrir mjög vel gerðan lambahóp. I Finnmörk var Kroppur 01-380 langhæstur með 121 í heildarein- kunn, yfírburðir hans vora sérlega skýrir í kjötmati lambanna. Á Urriðaá voru í rannsókn ein- hverjir glæsilegustu lambahópar haustsins. Þar skipaði líkt og á síðasta ári efsta sætið Sófus 00- 013 og fékk hann 114 í heildarein- kunn að þessu sinni. Sófus er und- an Mola 93-986. Á Mýram stóð efstur Fúll 01-135 með 120 í heildareinkunn, en lömb undan honum voru með áberandi betri lærahold en undan öðram hrútum í rannsókninni. Hann er sonur Túla 98-858. Á Sauðá stóð langefstur Kjami 01-127 með glæsihóp feikivænna lamba sem þrátt fyrir mikinn væn- leika höfðu fremur gott fitumat og fékk hann 129 í heildareinkunn. Kjami er sonur Túla 98-858 og dóttursonur Sóða 96-224, sem efstur stóð í rannsókn haustið 1998, en hann var frá Bergsstöð- um. Á Bergsstöðum voru líkt og undanfarin haust einhverjir glæsi- legustu afkvæmahópar sem fram komu á landinu. Að þessu sinni náði enginn ungliðanna að skáka gömlu kempunum. Deli 98-094 stóð efstur með 120 í heildarein- kunn, en hann er ásamt góðri gerð einnig að gefa litla fitu í feikilega vænum sláturlömbum. Deli er sonur Bjálfa 95-802 og dótturson- ur Dropa 91-975. Þá staðfesti Posi 00-205 ágæti sitt frá fyrra hausti að þessu sinni með 118 í heilda- reinkunn en hann er sonur Sekks 97-836 og dóttursonur Muna 97- 092. I Miðhópi stóð langefstur hrútur 01-184 með 120 í heildareinkunn en þessi hrútur sótti yfirburði sína nær allar í feikilega hagstætt fítu- mat sláturlamba undan honum. Á Stórhóli vora yfirburðir allir hjá lömbunum undan Dal 00-231 en hann fékk 123 í heildareinkunn fyrir þau. í Víðidalstungu II var feikilega mikill yfírburðahópur undan Prúði 01-023 sem fékk 123 í heildareinkunn, en í kjötmati sam- einuðu lömb undan honum bæði feikilega góða gerð og mjög litla fitu. Prúður er sonur Stúfs 97-854 en móðir hans er ljárskiptaær frá Stóra-Fjarðarhomi. Austur-Húnavatnssýsla Þar í sýslu varð umtalsverð 132 - Freyr 3/2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.