Freyr - 01.04.2003, Blaðsíða 63
Þjóðólfur, faðir Hörvi 99-856, móðir 00-481, hjá Halldóru á Heydalsá.
heimafólk þar þótti leysa sinn þátt
verkefnisins eins og best varð á
kosið. Einnig var almenn ánægja
meðalNorðmannanna með gott
val bændanna norður þar á ám til
verkefnisins.
Upp úr miðjum desember voru
bresku sérfræðingarnir síðan
komnir til Noregs og komu þar
100 af íslensku fósturvísunum
fyrir í norskum spælsau ám í
Kvinsdal í Suðvestur-Noregi.
I fyllingu tímans fæddust síðan
lömb, samtals 43. Arangurinn í
þeim efnum mun vera nokkru
betri en verið hefur í öðrum verk-
efnum hjá þeim með önnur fjár-
kyn á síðustu árum. Af lömbunum
sem fæddust voru 26 hrútlömb og
17 gimbrar. Með tilliti til tilgangs
verkefnisins voru þeir því með
mjög heppilega skiptingu á milli
kynja.
Ánægja með íslensku lömbin
Síðasta sumar bárust fréttir af
mikilli ánægju fjárbændanna sem
lambanna gættu með íslensku
lömbin. Þegar haustaði óskuðu
þeir eftir að fá dómara héðan ffá
íslandi til að annast dóma á ís-
lensku lömbunum. Til fararinnar
var fenginn Kristján Ottar Ey-
mundsson, sem undanfarin ár hef-
ur starfað sem héraðsráðunautur í
Skagafírði. Haldin var mikil sauð-
fjársýning þama í Kvinsdal laug-
ardaginn 21. september, þar sem
val meðal íslensku lambanna var
hápunktur sýningarinnar. Á milli
þrjú og fjögur þúsund manns eru
sagðir hafa sótt sýninguna. Norð-
mennirnir sögðu Krisján hafa
staðið sig með einstakri prýði við
dómstörf.
Ur lambhrútahópnum vom 14
valdir til ásetnings. Gimbramar
munu mynda gmnn að hreinrækt-
un á stofni á Noregsströndum. Við
mat hrútanna þóttu hrútlömbin
undan Hörva bera nokkuð af.
Greinilegt var að Norðmennimir
óttuðust að ullargæði íslensku
lambanna stæðust ekki saman-
burð við þeirra stofh. Þegar lömb-
in vom metin og mæld þannig eft-
ir norska dómskalanum mun nið-
urstaðan samt hafa komið þægi-
lega á óvart. Almennt vom Norð-
mennimir mjög ánægðir með ár-
angurinn sem þeir sáu þama og
bíða nú spenntir eftir framhaldinu.
Þrír lambhrútar, sá besti undan
hverjum hinna þriggja feðra, voru
valdir til að fara til notkunar beint
á sæðingarstöð. Þessir hrútar
flestir eru í afkvæmarannsóknum í
vetur og á komandi hausti gangast
þeir því undir hið endanlega próf.
Margir hrútanna heita sögulegum
nöfnum; Þjóðólfúr, Snorri, Sturla
og Skeggi.
Eftir ummælum og fréttum frá
Noregi er ljóst að mikil ánægja er
hjá Norðmönnum með árangur
þessa verkefnis. Endanleg prófun
fæst samt fyrst á komandi hausti
þegar niðurstöður afkvæmarann-
sókna á hrútunum liggja fyrir.
Verði þær að vonum er ljóst að
verulegur áhugi er hjá þeim á að
sækja frekari efnivið til kynbóta
hingað til lands. Það liggur í aug-
um uppi að framkvæmd á verk-
efni eins og þessu hefur kostað
umtalsverða fjármuni. Það hefúr
komið fram í viðræðum við þá að
komi til frekari kynbóta með ís-
lensku fé þá verði að stefna að því
að það gerist með því að fá að fly-
tja sæði úr úrvalshrútum á sæð-
ingarstöðvunum hér á landi til
Noregs.
Moli ;
SAlifiK.lÁRSLÁTRUN í NOREGI
Á sl. ári, 2002, voru lögð inn
til slátrunar tæp 1.016 þúsund
lömb sem er aukning um tæp
55 þúsund lömb milli ára eða
5,7%. Þetta er i fyrsta sinn í
tæp 10 ár að slátrunin fer yfir
eina milljóna lamba. Meðal
sláturþungi var 18,22 kg.
(Bondebladet nr. 7/2003).
Freyr 3/2003 - 63 |