Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2003, Blaðsíða 14

Freyr - 01.04.2003, Blaðsíða 14
landið og nú er aðeins hægt að fá slátrun á lífrænt vottuðum dilkum í tveim sláturhúsum, báðum á Norðurlandi. Enn kemur sér- vinnsla ullarinnar ekki til greina vegna þess hve magnið er lítið. Þrátt fyrir þessa vankanta og erf- iðleika ættu sauöíjárbændur að huga að þeim möguleikum sem felast í lífrænum búskap því að í mörgu tilliti fellur íslensk sauð- ljárrækt vel að þeim búskaparhátt- um (6,7). Staðan myndi t.d. gjör- breytast ef lífrænt vottuðum fjár- búum fjölgaði í 100 sem ég tel ekki óraunhæft markmið á allra næstu árum. HVAÐ GERIST Á LÍFRÆNU SAUÐFJÁRBÚI? Nú þegar liggur fyrir töluverð reynsluþekking um lífrænan sauð- fjárbúskap hér á landi sem bendir m.a. til þess að afúrðasemi Qárins minnki ekki við aðlögun að líf- rænum búskaparháttum. Samt er ekki óeðlilegt að á fyrstu árurn að- lögunar geti orðið einhver aftur- kippur. Því miður eru ekki til neinar marktækar, tölulegar upp- lýsingar, svo sem úr búreikning- um, til að hægt sé að rannsaka hagkvæmni lífræns sauðljárbú- skapar. Vert er þó að minna á at- hugun sem nemendur í Rekstrar- fræðideild Samvinnuháskólans á Bifröst gerðu fyrir fjórum árum þar sem borinn var saman breyti- legur kostnaður á lífrænum og hefðbundnum sauðfjárbúum. Þær niðurstöður bentu til þess að fram- legð gæti verið meiri á lífrænt vottuðum búum miðað við þær forsendur sem þá voru gefnar (8). Reikna má með að afkoman fari batnandi eftir aðlögunarferlið sem tekur 5 -10 ár. Gera má ráð fyrir að við aðlögun að lífrænum sauðfjár- búskap breytist helstu kostnaðar- liðir og kostnaður með eftirtöld- um hætti: (Sjá töflu 1). Hér skiptir fóðuröflunin megin máli því að mjög getur dregið úr uppskeru á lífrænum túnum, eink- um á fyrstu árum aðlögunar. Því þarf stærri tún en í hefðbundnum búskap nema hægt sé að bæta upp minni túnuppskeru með engjahey- skap (9) eða heyskap á friðuðum, óábomum túnum. Langtímarann- sóknir erlendis sýna að með batn- andi jarðvegsfrjósemi vegna líf- rænnar ræktunar verði sprettan þó sambærileg og við hefðbundna ræktun, einkum þegar belgjurta- rækt eykst (4, 10). Þá bendir reynsla lífrænna bænda hérlendis til hins sama svo og langtímatil- raunir með búfjáráburð á tún (11, 12). Hvað endurræktun varðar er hún, samkvæmt sáðskiptaáætlun, eftir aðstæðum á hverri jörð. A líf- rænum sauðfjárbúum yrði einkum um grænfóðurrækt til haustbeitar að ræða, í sumum tilvikum bygg- rækt og jafnvel matjurtarækt þar sem skilyrði em til slíks. Mikla áherslu verður að leggja á há- marksnýtingu alls búfjáráburðar sem til fellur á jörðinni, m.a. með safnhaugagerð, niðurfellingu áburðar og réttu vali á dreifmgar- tíma. Hvers konar fjárbú koma HELST TIL GREINA? Aður en lengra er haldið þarf að hafa í huga að aðstæður til lífræns sauðfjárbúskapar em mjög mis- munandi eftir jörðum og samsetn- ingu búa. Á þetta bendi ég ræki- lega þegar leitað er ráða hjá mér um þessi efni. Sérstaklega þarf að huga að fóðuröflun og beitilönd- um, féð þarf allt að vera merkt og skýrslufært og bóndinn þarf að vera reiðubúinn að gera samning við vottunarstofú samkvæmt að- lögunaráætlun. Ljóst er að ein- göngu vel rekin bú á jörðum sem uppfylla ákveðnar kröfur til land- gæða geta farið í líffæna aðlögun. Hér er gerð tilraun til að setja fram flokkun á ijárbúum með til- liti til möguleika á lífrænum bú- skap að gefnum ofangreindum forsendum. Þar sem öflun vottaðs vetrarfóðurs er mjög takmarkandi þáttur er honum gefið mikið vægi við neðangreinda flokkun. Miðað er við að búfjáráburður sé helsti áburðurinn í túnræktinni þar sem áburður á borð við fiskimjöl er hvorki hentugur né hagkvæmur kostur til slíkra nota. Ábendingar um búfjáráburð miðast fyrst og ffemst við sauðatað, hrossatað og kúamykju og eru einkum byggðar á upplýsingum í HANDBÓK BÆNDA 2003 og ritsmíðum nr. 13, 14 og 15 í tilvísanaskránni. (Sjá töflu 2). Svo sem hér hefúr komið fram eru möguleikar á lífrænum sauð- ijárbúskap mestir á smærri fjárbú- um og á fjárbúum í blönduðum búskap. Hér er því um að ræða valkost sem vert er að huga að við Tafla 1. Kostnaðarliðir Kostnaður 1. Tilbúinn áburður - enginn 2. Lífrænn áburður - meiri, eykst a.m.k. tímabundið 3. Fóöurbætir - svipaður eða minna vegna seinni burðar 4. Endurræktun - eykst; aðlögun, sáðskipti 5. Dýralækniskostnaður - minnkar 6. Lyfjakostnaður - minnkar 7. Beitarkostnaður - svipaður 8. Girðingar - svipaöur eöa eykst 9. Vélakostnaður - eykst, einkum við heyskap 10. Húsakostur - svipaður eða meiri ef breytingar 11. Vottunarkostnaður - nýr kostnaðarliður 114 - Freyr 3/2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.