Freyr

Årgang

Freyr - 01.04.2003, Side 14

Freyr - 01.04.2003, Side 14
landið og nú er aðeins hægt að fá slátrun á lífrænt vottuðum dilkum í tveim sláturhúsum, báðum á Norðurlandi. Enn kemur sér- vinnsla ullarinnar ekki til greina vegna þess hve magnið er lítið. Þrátt fyrir þessa vankanta og erf- iðleika ættu sauöíjárbændur að huga að þeim möguleikum sem felast í lífrænum búskap því að í mörgu tilliti fellur íslensk sauð- ljárrækt vel að þeim búskaparhátt- um (6,7). Staðan myndi t.d. gjör- breytast ef lífrænt vottuðum fjár- búum fjölgaði í 100 sem ég tel ekki óraunhæft markmið á allra næstu árum. HVAÐ GERIST Á LÍFRÆNU SAUÐFJÁRBÚI? Nú þegar liggur fyrir töluverð reynsluþekking um lífrænan sauð- fjárbúskap hér á landi sem bendir m.a. til þess að afúrðasemi Qárins minnki ekki við aðlögun að líf- rænum búskaparháttum. Samt er ekki óeðlilegt að á fyrstu árurn að- lögunar geti orðið einhver aftur- kippur. Því miður eru ekki til neinar marktækar, tölulegar upp- lýsingar, svo sem úr búreikning- um, til að hægt sé að rannsaka hagkvæmni lífræns sauðljárbú- skapar. Vert er þó að minna á at- hugun sem nemendur í Rekstrar- fræðideild Samvinnuháskólans á Bifröst gerðu fyrir fjórum árum þar sem borinn var saman breyti- legur kostnaður á lífrænum og hefðbundnum sauðfjárbúum. Þær niðurstöður bentu til þess að fram- legð gæti verið meiri á lífrænt vottuðum búum miðað við þær forsendur sem þá voru gefnar (8). Reikna má með að afkoman fari batnandi eftir aðlögunarferlið sem tekur 5 -10 ár. Gera má ráð fyrir að við aðlögun að lífrænum sauðfjár- búskap breytist helstu kostnaðar- liðir og kostnaður með eftirtöld- um hætti: (Sjá töflu 1). Hér skiptir fóðuröflunin megin máli því að mjög getur dregið úr uppskeru á lífrænum túnum, eink- um á fyrstu árum aðlögunar. Því þarf stærri tún en í hefðbundnum búskap nema hægt sé að bæta upp minni túnuppskeru með engjahey- skap (9) eða heyskap á friðuðum, óábomum túnum. Langtímarann- sóknir erlendis sýna að með batn- andi jarðvegsfrjósemi vegna líf- rænnar ræktunar verði sprettan þó sambærileg og við hefðbundna ræktun, einkum þegar belgjurta- rækt eykst (4, 10). Þá bendir reynsla lífrænna bænda hérlendis til hins sama svo og langtímatil- raunir með búfjáráburð á tún (11, 12). Hvað endurræktun varðar er hún, samkvæmt sáðskiptaáætlun, eftir aðstæðum á hverri jörð. A líf- rænum sauðfjárbúum yrði einkum um grænfóðurrækt til haustbeitar að ræða, í sumum tilvikum bygg- rækt og jafnvel matjurtarækt þar sem skilyrði em til slíks. Mikla áherslu verður að leggja á há- marksnýtingu alls búfjáráburðar sem til fellur á jörðinni, m.a. með safnhaugagerð, niðurfellingu áburðar og réttu vali á dreifmgar- tíma. Hvers konar fjárbú koma HELST TIL GREINA? Aður en lengra er haldið þarf að hafa í huga að aðstæður til lífræns sauðfjárbúskapar em mjög mis- munandi eftir jörðum og samsetn- ingu búa. Á þetta bendi ég ræki- lega þegar leitað er ráða hjá mér um þessi efni. Sérstaklega þarf að huga að fóðuröflun og beitilönd- um, féð þarf allt að vera merkt og skýrslufært og bóndinn þarf að vera reiðubúinn að gera samning við vottunarstofú samkvæmt að- lögunaráætlun. Ljóst er að ein- göngu vel rekin bú á jörðum sem uppfylla ákveðnar kröfur til land- gæða geta farið í líffæna aðlögun. Hér er gerð tilraun til að setja fram flokkun á ijárbúum með til- liti til möguleika á lífrænum bú- skap að gefnum ofangreindum forsendum. Þar sem öflun vottaðs vetrarfóðurs er mjög takmarkandi þáttur er honum gefið mikið vægi við neðangreinda flokkun. Miðað er við að búfjáráburður sé helsti áburðurinn í túnræktinni þar sem áburður á borð við fiskimjöl er hvorki hentugur né hagkvæmur kostur til slíkra nota. Ábendingar um búfjáráburð miðast fyrst og ffemst við sauðatað, hrossatað og kúamykju og eru einkum byggðar á upplýsingum í HANDBÓK BÆNDA 2003 og ritsmíðum nr. 13, 14 og 15 í tilvísanaskránni. (Sjá töflu 2). Svo sem hér hefúr komið fram eru möguleikar á lífrænum sauð- ijárbúskap mestir á smærri fjárbú- um og á fjárbúum í blönduðum búskap. Hér er því um að ræða valkost sem vert er að huga að við Tafla 1. Kostnaðarliðir Kostnaður 1. Tilbúinn áburður - enginn 2. Lífrænn áburður - meiri, eykst a.m.k. tímabundið 3. Fóöurbætir - svipaður eða minna vegna seinni burðar 4. Endurræktun - eykst; aðlögun, sáðskipti 5. Dýralækniskostnaður - minnkar 6. Lyfjakostnaður - minnkar 7. Beitarkostnaður - svipaður 8. Girðingar - svipaöur eöa eykst 9. Vélakostnaður - eykst, einkum við heyskap 10. Húsakostur - svipaður eða meiri ef breytingar 11. Vottunarkostnaður - nýr kostnaðarliður 114 - Freyr 3/2003

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.