Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2003, Blaðsíða 27

Freyr - 01.04.2003, Blaðsíða 27
bróðir Dals, Klængur 97-839, á talsvert á annan tug sona í rann- sóknum. Þessir hrútar eru yfirleitt að sýna fremur góðar niðurstöður og þeir eru sterkari úr skoðun lif- andi lamba en úr kjötmatshluta rannsóknarinnar, en sumir þeirra hafa verið að skila fúll feitum lömbum. Stúfur 97-854 á rúman tug sona í rannsóknunum, all- marga að vísu norður á Ströndum tilkomna við notkun hans þar áður en hann kom á stöð. Þessum hrút- um mörgum er það sammerkt að vera öflugir lambafeður, þeir fá rúmlega 105 að meðaltali úr kjöt- matsþætti rannsókna en eru um meðaltal við mat lifandi lamba. Vafalítið verður horft á einhverja af bestu sonum hans sem mögu- lega arftaka föðurs síns á stöð. Hörvi 99-856 á talsverðan hóp af veturgömlum sonum í rannsókn. Sumir þessara hrúta sýna stórgóð- ar niðurstöður úr kjötmati slátur- lamba undan þeim og er meðaltal 108 úr þeim þætti rannsóknar. Aftur á móti kemur fram, eins og vel er þekkt hjá afkvæmum Hörva sjálfs, að bakvöðvi er ekki sérlega þykkur og meðaltal þessara hrúta úr rannsóknunum gagnvart mati á lifandi lömbum er aðeins 93. Hyrndu hrútarnir Hymdu hrútamir eru miklu fleiri í rannsóknunum og sumir hyrndu stöðvarhrútamir eiga feikilega marga syni í rannsókn- um. I þeim hópi má greina tvær mjög miklar ættarlínur, sem ann- ars vegar em afkomendur Búts 93-982 og hins vegar afkomendur Garps 92-808. Sonum Búts, sem er í notkun, fer hratt fækkandi og aðeins um tugur þeirra er í rannsókn haustið 2002. Niðurstöður fyrir þennan hrútahóp em slakar. Þeir fá aðeins 92 úr kjötmatsþætti rannsóknar og 91 úr mati lifandi lamba að með- altali. Þessir hrútar hafa ætíð ver- ið ögn breytilegir, margir að gefa mjög góða gerð, en of margir skila fúll feitum sláturlömbum þannig að þær áherslubreytingar, sem gerðar vom, em þessum hrútum í óhag. Bjálfi 95-802 er elstur sona hans sem verið hafa á stöðvunum. Hann á nokkuð á Ijóróa tug sona í rannsóknum haustið 2002. Þessir hrútar em ákaflega breytilegir og of margir þeirra að sýna fremur slaka niðurstöðu. Þessa hrúta er að finna um allt land en hlutfalls- lega margir sona hans vom í rann- sóknum í Austur-Skaftafellssýslu þar sem niðurstöður fyrir þá vom fremur slakar. Að meðaltali fær þessi bræðrahópur í heild 96 í ein- kunn úr kjötmatsþætti rannsókn- anna, en 97 við mat lifandi lamba. Bestu Bútssynimir em hins vegar þrælöflugar kynbótakindur vegna þess að þar em hrútar sem sam- eina vel mikla kosti í góðri gerð og lítilli fitu, auk þess sem margir þeirra skila mjög vænum slátur- lömbum. Reynsla bendir einnig til að dætur Bjálfa séu miklar mjólk- urær, þannig að í bestu afkomend- um hans eru sameinaðir feikilega miklir kostir. Annar Bútssonur, sem á mikinn fjölda afkomenda, er Askur 97-835. Hann á vel á annan tug sona í rannsókn. Margt af þessum sonum hans er að skila feikilega góðri gerð í sláturlömb- um, en afkvæmi sumra þeirra em til vansa feit. Þannig fá þessi hrút- ar aðeins 92 að meðaltali úr kjöt- matsþætti rannsóknar en em um meðaltal við mat á lifandi lömb- um. Þriðji Bútssonurinn, sem hef- ur þegar skilið eftir sig talsvert stóran hrútahóp, er Flotti 98-850, en synir hans em rúmur tugur. Þessir hrútar bregðast vonum í kjötmatsþætti rannsóknanna og ekki koma fram neinir afgerandi toppar á meðal sona hans þar. Niðurstöður fyrir þennan hrúta- hóp úr skoðun lifandi lamba er hins vegar vel á meðaltali. Garpur 92-808 fékk á sínum tíma umtalsvert minni notkun sem stöðvarhrútur en Bútur og skildi þess vegna eftir sig færri syni. Synir Garps hafa hins vegar löngu sannað ágæti sitt sem einstaklega öflugir feður sláturlamba og það gera áfram þeir fáu fullorðnu syn- ir hans sem enn komu fram í rann- sóknum haustið 2002, þó að yfir- burðir þeirra séu ekki lengur jafn algerir og fyrir örfáum ámm, öðr- um þræði vegna mikillar sam- keppni frá öðmm hrútum af þess- um sama ættmeiði. Prúður 94-834 er sá Garpsonanna sem á flesta syni í rannsóknum haustið 2002 eða um fimm tugi. Þessir hrútar em að sjálfsögðu að gefa talsvert breytilega niðurstöðu en í heild mjög góða þar sem þeir fá að meðaltali 106 úr kjötmatsþætti rannsóknar. Gerð er yfirleitt mjög góð hjá þessum sláturlömbum, en breidd er talsverð varðandi fitu- söfnun þó að mjög margir af þess- um hrútum séu að skila vemlega hagstæðu fitumati. I ómmæling- um em niðurstöður miklu breyti- legri og þar liggja afkvæmi þess- ara hrúta aðeins rétt um meðallag. Syni Prúðs er þegar að finna á stöð og þeim fer áreiðanlega eitt- hvað fjölgandi á allra næstu ámm. Lækur 97-843 kom samtímis Prúð til notkunar á stöð, en til þessa tíma er stærstan hluta sona hans að finna á Suðurlandi þar sem um- fang rannsókna er miklu minna en á þeim svæðum, þar sem afkvæmi Prúðssona var að finna, þannig að aðeins um tveir tugir Lækjarsona vom í rannsóknunum. Niðurstöð- ur fyrir þennan bræðrahóp em hins vegar með ólíkindum. Ur kjötmatsþætti rannsókna fá þeir að meðaltali 118 í einkunn og 112 við skoðun lifandi lamba. Margir af þessum hrútum virðast ná að sameina í slámrlömbum ótrúlega kosti bæði um góða gerð en um leið mjög litla fitusöfnun. Vafalít- Freyr 3/2003 - 27 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.