Freyr - 01.04.2003, Blaðsíða 35
Fífill 99-879, Torfunesi, S.-Þing. (Ljósm. Ólafur G. Vagnsson).
Á Ytri-Bægisá II bar af hrútur-
inn Marabó 01-644 með hóp af
vænum allvel gerðum og fitulitl-
um lömbum sem hann fékk 123 í
heildareinkunn fyrir en þessi hrút-
ur er undan Mola 93-986 en af-
komandi Stera 92-323 á Heydalsá
í móðurætt.
Á Garðsá skáru tveir hrútar sig
verulega úr í rannsókn. Stúfúr 01-
520 fékk 136 í heildareinkunn og
þar af 200 úr kjötmatshluta, þann-
ig að misræmi i útkomu úr slátur-
lömbum og lifandi lömbum var
mikið. Kjötmat hjá þessum lömb-
um fyrir gerða var afbragðsgott
um leið og þau voru fitulítil, en
heldur léttari en úndan öðrum
hrútum í rannsókninni. Hrútur
þessi er sonur Mjölnis 94-833 og
dóttursonur Bamba 95-829, þann-
ig að hann er ekki i öllu að sýna
þekktustu ættareinkenni sín.
Mógli 01-523 var með 123 í
heildareinkunn fyrir góðan lamba-
hóp. Hrútur þessi er fenginn ffá
Mógili, sonarsonur Frama 94-996.
Á Bárðartjöm stóðu efstir Rosti
01-440 og Prins 01-441 með 128
og 121 í heildareinkunn, en báð-
um þessum hrútum var það sam-
merkt að skila lömbum með ákaf-
lega hagstætt fitumat. Rosti er
sonur Sekks 97-836, en Prins er
sonarsonur Bjarts 93-800. I Lauf-
ási voru yfírburðir hjá Pútín 00-
029 algerir með 139 í heildarein-
kunn og 163 úr kjötmatsþætti
rannsóknar. Lömb undan honum
voru fremur létt en með griðarlega
hagstætt fitumat. Hér er einn af
hinum athyglisverðu hrútum sem
hafa verið að koma fram undan
Austra 98-831.
Suður-Þingeyjarsýsla
Þó að rannsóknir væm unnar á
heldur færri búum en árið áður var
umfang mælt í fjölda afkvæma-
hópa sem fengu dóm meira en áð-
ur. Stærri rannsóknir vom á 10 bú-
um þar sem 77 hópar fengu dóm,
en minni rannsókn var unnin fyrir
tvö bú en þar vom samtals 35 af-
kvæmahópar.
I Torfunesi var afkvæmarann-
sókn fyrir sæðingarstöðvarnar.
Þangað komu tveir efnilegir að-
komuhrútar sem þegar á reyndi
blönduðu sér ekkert í toppslaginn
en fyrir voru íjórir heimahrútar.
Yfírburðir voru mjög skýrir hjá
Fífli 99-738, sem vakið hafði
mikla athygli á undangengnum
ámm fyrir ótrúlega mikla yfir-
burði í ómsjármælingum. Þeir yf-
irburðir komu áfram mjög skýrt
fram. Fífill fékk í rannsókninni
141 í heildareinkunn þegar hrút-
lömb voru metin en 126 hjá
gimbrunum. Verulegur munur
var á fallþunga sláturlambanna í
Torfunesi miðað við haustið
2001. I vemlega minni fallþunga
núna sýndu lömbin undan Fífli
sérlega hagstætt fitumat og vom
þræl vel vöðvuð eins og áður
segir. Hann var fluttur á stöð þar
sem hann hefur nú númerið 99-
879. Fífill er sonarsonur Galsa
93-963, en í móðurætt stendur að
baki Krákur 87-920. Lítið vafa-
mál er að Fífill er einn allra sterk-
asti kynbótahrútur sem fram hef-
ur komið um bakvöðvaþykkt.
Næstur honum í rannsókn stóð
sonur hans, Burkni 01-334, sem
einnig gaf feikilega þykkan
vöðva, en fitumat sláturlamba
undan honum var talsvert óhag-
stæðara en hjá lömbunum undan
föður hans.
I stórri rannsókn í Vatnsleysu
kom toppurinn í hlut Sunna 01-
740 með 122 í heildareinkunn fyr-
ir prýðisvelgerðan lambahóp.
Sunni er undan Mola 93-986 en í
móðurætt er hann afkomandi
Gosa 91-945.
I Hriflu vom miklir yfirburðir
hjá Poka 01-045 sem fékk 139 í
heildareinkunn, en kjötmatshlutinn
hjá honum var 171, en fitumat á
lömbum undan þessum hrút var
sérlega hagstætt. Örvi 95-579 fékk
120 í heildareinkunn en yfirburðir
hans vom fyrst og ffemst fengnir
úr góðum ómsjármælingum
lamba. Þetta er einn örfárra vem-
lega roskinna hrúta sem nær að
Freyr 3/2003 - 35 |