Freyr - 01.04.2003, Blaðsíða 61
Innrásfn í Noreg
INoregi voru til skamms
tíma ræktuð fjölmörg sauð-
fjárkyn en fyrir nokkrum
árum voru þau tlest sameinuð í
eitt sem þeir kalla Norskt hvítt
fé. Þessi kyn áttu það sam-
merkt að flest voru þau mynd-
uð í Noregi snemma á síðustu
öld eða undir lok þarsíðustu
við blöndun á heimafé við
þekkt bresk sauðfjárkyn. Á síð-
ustu árum hefur þetta sameig-
inlega norska kyn verið talsvert
blandað með hollenska Texel
fénu.
Auk þess er í Noregi það sem
þeir kalla spælsau, sem er hið
gamla landkyn. Þetta kyn hefur
verið síðustu áratugi á bilinu
fjórðungur til fimmtungur af nors-
ka fénu. Fé af þessum stofni er
léttara en norska hvíta féð, kostir
þess er sagðir liggja í móðureigin-
leikum og t.d. að burðarerfiðleik-
ar séu stórum minni en algengast
er hjá hinu fénu. Síðustu árin, eft-
ir að tekið var upp í Noregi kjöt-
mat samkvæmt EUROP mati, hef-
ur samkeppnisstaða spælsau
versnað stórum. Þar sem fleiri bú-
fjárkyn eru, myndast áhangenda-
hópar sem leita allra ráða til að
bæta stöðu sína. Áhugamenn um
spælsau í Noregi sannfærðust um
síðir um að ef til vill mætti sækja
kynbótafé til Islands.
Þetta fjárkyn á sér að talsverðu
leyti íslenskan uppruna. Snemma
á síðustu öld mun þessu kyni að
mestu hafa verið útrýmt í Noregi.
Þá var hafist handa um ræktun
þess. I byijun munu hafa verið
sóttir hrútar til Færeyja. Um 1930
eru síðan fluttir þrír hrútar frá Is-
landi á kynbótabú í Noregi. Þessir
hrútar munu hafa haft þar feiki-
Iega mikil áhrif og er víst talið að
allt fé af kyninu þar í landi í dag
reki uppruna sinn að einhverju
leyti til þeirra. Ef svo vill til að
einhverjir lesendur þekki einhver
deili á þessum hrútaútflutningi til
Noregs um 1930 væru allar upp-
lýsingar þar um ákaflega vel
þegnar. Um 1970 var afitur sótt
blóð til Islands til kynbóta. Það
var gert með sæðisflutningum úr
hrútum sem þá voru á sæðingar-
stöðvunum. Finna má greinar á
þeim tíma í Frey þar sem ég gerði
grein fýrir niðurstöðum úr þessari
blöndun á þeim tíma. Ljóst var að
blöndunin við íslenska féð þá varö
til mikilla kynbóta, bæði hvað
varðar kjötgæði og vaxtargetu.
Hins vegar þótti íslensku hrútam-
ir mjög spilla ull og sumir hrút-
anna, sem þá vom notaðir, vom
hymdir og það varð þeim víst ekki
til framdráttar þama fyrir austan
hafíð.
eftir
Jón Viðar Jónmundsson
Bænda-
samtökum
Islands
Fósturvísaflutningar til
Noregs haustid 2001
Rétt áður en haustannir í sauð-
tjárræktinni hófust haustið 2001
hafði einn af forsvarsmönnum
spælsauræktunarinnar í Noregi og
aðaláhugamaður um að sækja
kynbætur til íslands, Jostein
Röyseland, samband við mig.
Lýsti hann áhuga Norðmanna á að
fá fósturvísa úr íslensku sauðfé til
að flytja til Noregs til kynbóta.
Sigbjöm Eikje, Kristján Óttar Eymundsson og Kjell Horten með Hersi, faðir
Hörvi 99-854, móðir 98-355 hjá Braga Guðbrandssyni á Heydalsá
Freyr 3/2003 - 61 |