Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2003, Blaðsíða 28

Freyr - 01.04.2003, Blaðsíða 28
ið mun fjöldi sona hans koma til frekari nota á stöðvunum á næstu árum, nokkra er þar þegar að finna. Þriðji Garpsonurinn, sem talsverðra áhrifa gætir frá í rann- sóknunum haustið 2002, er Túli 98-858 en á fímmta tug sona hans koma fram í rannsóknunum. Tals- verð breidd er í niðurstöðum fyrir þessa hrúta þar sem þetta eru nær undantekningarlítið veturgamlir hrútar. Margir þeirra eru samt að sýna feikilega kosti hjá slátur- lömbum og ná að sameina feiki- lega vöðvasöfnun og takmarkaða fítu. Ur kjötmatsþætti koma þeir að meðalatali með 104 í einkunn og 107 við mat lifandi lamba. Hrútar undan Túla eru þegar komnir á stöð og mun vafalítið fjölga á næstu árum. MOLI Á FLESTA SYNI f RANN- SÓKNUNUM HAUSTIÐ 2002 Það þarf engum að koma að óvart að stærsti bræðrahópurinn í rannsóknunum haustið 2002 sé undan Mola 93-986 vegna þess að hann er sá stöðvarhrútur sem síð- asta áratug hefur verið notaður langt umfram alla aðra hrúta í landinu. Synir hans í rannsókn eru um sex tugir. Eins og ætíð er mik- il breidd á meðal þeirra. I hópnum eru samt íjölmargir afgerandi kostagripir og að meðaltali er út- koman fyrir hópinn ákaflega góð þar sem þeir eru með 106 úr kjöt- matshluta og 109 úr skoðun á lif- andi lömbum. Mjaldur 93-985 á einnig að baki langa notkunarsögu á síðustu árum þó að notkun hans hafi alltaf verið nokkru minni en Mola. Á fjórða tug sona Mjaldurs er í rannsóknun- um haustið 2002 og koma í góðu meðallagi út úr báðum þáttum rannsóknanna. Báðir þessir jöffar hafa þegar skilið eftir sig nokkum hóp afkomenda meðal stöðvar- hrúta og mun áreiðanlega nokkuð bætast í þann hóp á næstu árum. Hesthrútar aðrir en Bútsafkom- endur, sem eiga nokkur hóp sona í rannsókn, eru Mölur 95-812 sem á tug, en þeir hrútar sýna ákaflega slaka niðurstöðu og nánast ekki til að synir hans nái meðaltalsút- komu út úr þessum rannsóknum. Sekkur 97-836 fékk feikilega mikla notkun á fyrsta ári á stöð og um fímm tugir veturgamalla sona hans eru í rannsókn haustið 2002. Þessir hrútar sýna talsvert breyti- legar niðurstöður, að meðalatal- i er útkoma þeirra alveg um með- allag. Meðal sona hans er samt að fmna talsvert marga hrúta sem eru að sýna fádæma athyglisverðar niðurstöður eins og fram kemur í textanum hér á eftir. Tveir Hörvasynir 92-972 eiga sonahópa sem eru eingöngu vetur- gamlir hrútar, hvor um sig um tug sona. Synir Sjóðs 97-846 hafa margir náð að skila kostum hans til lítillar fitusöfnunar áfrarn og koma að meðaltali með um 108 úr kjötmatsþætti rannsókna og eru einnig í góðu meðallagi úr skoðun lifandi lamba. Niðurstöður fyrir syni Kóngs 97-847 eru enn meira afgerandi. Þessir hrútar eru nær undantekningarlaust að skila mjög fitulitlum og vel gerðum sláturlömbum og fá rúmlega 120 að meðaltali úr kjötmatsþætti rannsóknar. Líkt og fram kom hjá afkvæmum Kóngs sjálfs haustið 2001 eru ómmælingar hjá þessum lömbum oft í slakari kantinum og meðaltal fyrir skoðun á lifandi lömbum því allt niður um 90. Hér er því enn eitt dæmi um hrútalinu þar sem fram kemur verulegt ósamræmi á milli kjötmats og óm- sjármælinga. Nokkrir norðurþingeyskir hrút- ar meðal stöðvarhrúta síðustu ára eiga þama sonarhóp. Njóli 93-826 á enn á annan tug sona í rannsókn. Þessi hrútar koma að meðaltali ffemur slaklega út, talsvert betur samt við mat á lifandi lömbum. Niðurstöður fyrir syni Sunna 96- 830 sýna alveg sömu mynd, em ívíð lakari fyrir þá en Njólasyni úr kjötmatshluta, en veiki þátturinn hjá of mörgum af afkomendum þessara hrúta er of mikil fitusöfn- un og því eðlilegt að niðurstöður verði slakari nú eftir breytingu á áherslum fýrir afkomendur þessar hrúta. Hagi 98-857 á um tug sona í rannsókn og sú mynd sem þeir sýna verulega jákvæð en þeir fá um 115 úr kjötmatsþætti rann- sóknar að jafnaði og em í góðu meðallagi við mat lifandi lamba. Hagi er hrútur sem vafalítið hefúr verið fremur vanmetinn sem kyn- bótagripur og alls ekki fengið þá notkun sem honum ber. Nokkra fleiri bræðrahópa meðal hymdu hrútanna er ástæða til að nefna. Bjartur 93-800 á nokkuð á annan tug sona og þessir hrútar koma út í góðu meðallagi úr kjöt- matsþætti rannsóknarinnar. Peli 94-810 á líkan hóp sona. Þessir hrútar sýna ekki nógu sterka mynd úr kjötmatshluta en em um meðaltal við mat lifandi lamba. Mjölnir 94-833 á álíka hóp sona og áðumefndir hrútar, feikilega breytilegan. Yfirleitt eru þessi hrútar að gefa afbragðsgóða gerð hjá sláturlömbum en fitusöfnun, sem sumir þeirra erfa, er vanda- mál. Sónn 98-849 á hátt á annan tug sona. Þeir em einnig ákaflega breytilegir, nokkrir afgerandi toppar eins og síðar kemur fram en í heildina aðeins um meðaltal. Að síðustu skal minnst á syni Austra 98-831 sem em um tugur. Eins og fram kemur í texta má finna þar mikla toppa en heildar- myndin er ekki sterk. Af því sem hér hefúr komið fram er ljóst að vel má greina skýr einkenni í ákveðnum ræktunarlín- um. Ræktunarstarf byggir ætíð á þekkingu. Eftir því sem við náum betur að greina hismið frá kjam- anum verður von um meiri árang- 128 - Freyr 3/2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.