Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2003, Blaðsíða 46

Freyr - 01.04.2003, Blaðsíða 46
Niðurstöður um einstaka af- KVÆMAHÓPA Að lokum skulu dregin fram í dagsljósið nokkur athyglisverð at- riði sem lesa má úr niðurstöðum fyrir skoðun á einstökum af- kvæmahópum Fyrir eldri kollóttu hrútana, sem voru á stöð í Borgamesi, vom yf- irburðir Stúfs 97-854 algerir. Hann staðfesti þær vísbendingar sem fengist höfðu frá örfáum af- kvæmum hans árið áður að yfír- burðir hvað varðar bakvöðva- þykkt em ótrúlega miklir. Þama er hann að sýna yfirburði sem engin dæmi em um áður hjá kollóttum hrútum hér á landi. Lömbin undan honum hafa að vísu óþarflega mikla fitu á baki, en lögun bak- vöðva er góð. Þá er gerð þessara lamba að öðm leyti verulega góð og talsvert mikið af lömbum með úrtökugóð lærahold. Þó að Stúfur sjálfur væri aðeins gulur gefur hann hins vegar talsvert af hrein- hvítum afkvæmum. Það má því segja að þeir miklu yfirburðir, sem hann var talinn búa yfir með tilliti til kjötgæða, hafi verið ræki- lega staðfestir. Hinir tveir eldri kollóttu hrútamir, Búri 94-806 og Bassi 95-821, gáfu fremur lítið af skrautfjöðrum í samanburði við yngri hrútana og vísbendingar um að þessir hrútar báðir væm séu úr- eltir í samanburði við yngri og öflugri hrúta. Búri gaf of þunnan bakvöðva og of mikla bakfitu en innan um lömb með ágæt læra- hold. Bassi skilaði hins vegar vænum nokkuð bakþykkum lömbum, en aðeins af breytilegri gerð. Nýju kollamir tveir frá Hey- dalsá áttu báðir feikilega stóra lambahópa í skoðun. Báðir stóð- ust þeir prófið með prýði. Þeim er það sameiginlegt að gefa þroska- mikil og bollöng lömb. Bak- vöðvaþykkt er allsæmileg en lög- un bakvöðva heldur í neðri kant- inum, en kollóttu hrútarnir úr Kirkjubólshreppi hafa margir fremur legið þeim megin. Arfi 99- 873 virðist gefa ívíð fituminni lömb en Boli 99-874, en afkvæmi Bola em hins vegar talsvert læra- sterkari. Rétt er að nefna að örlít- ið ber á að lömb undan Bola séu óþarflega kviðuð. Þessir hrútar báðir eiga greinilega fullt erindi í frekari ræktun kollótta fjárins í landinu. Hjá eldri hyrndu hrútunum, sem notaðir höfðu verið frá stöðinni í Borgamesi, vom yfirburðir af- kvæma Garpssonanna, Læks 97- 843 og Túla 98-858, ótvíræðir. Þeir em að gefa góðan bakvöðva, þykkt að vísu ekki neitt sem kepp- ir við allra öflugustu hrútana í þeim efnum, en lögun bakvöðva sérlega góð og fituþykkt mjög í hófi. Báðir þessir hrútar em að gefa sérlega vel gerð lömb, oft með afbragðsgóð lærahold, en ull- argæði all breytileg, þó að Lækur gefi nokkuð af hreinhvítum lömb- um. Báðir þessir hrútar hafa þegar markað djúp spor í ræktunarstarf- ið þó að vonandi eigi áhrif þeirra efíir að verða enn meiri á næstu ámm. Sjóður 97-846 átti mjög stóran lambahóp. Áhrif hans til lítillar fitusöfnunar sáust mjög skýrt í mælingum og bakvöðva- þykkt er yfirleitt allgóð og lögun vöðva einnig. Þessi lömb hafa talsvert breytilega frambyggingu, en oft mjög góð lærahold. Bjálfi 95-802 hafði greinilega tapað yf- irburðum sínum nokkuð hratt og útkoma lambahópsins undan hon- um haustið 2002 olli aðeins von- brigðum. Mölur 95-812 átti stærri lambahóp í skoðun en nokkm sinni áður. Því miður var alltof lít- ið um neista í þeim hópi. Mölur er líklega sá hrútur frá Hesti sem hefur sýnt í afkvæmum sínum úr sæðingum mest frávik frá því sem fyrirheit úr afkvæmarannsókn á Hesti gáfu. Hagi 98-857 átti all- stóran lambahóp og eins og árið áður mátti þar sjá heilmikið af föngulegum lömbum. Gömlu jöff- amir Mjaldur 93-985 og Moli 93- 986 voru nú að skila sínum síð- ustu afkvæmahópum. Þeir máttu sannarlega muna sinn fífil fegri í þessum samanburði, en það er að- eins ein af ljölmörgum staðfest- ingum á þeim feikilega miklu framfomm sem em í íslenska íjár- stofninum með tilliti til kjötgæða á allra síðustu ámm. Hymdu hrútamir í Borgamesi, sem vom fyrsta sinni að skila af- kvæmum úr sæðingum sýndu all breytilegar niðurstöður. Hrútamir frá Hesti, Náli 98-870 og Lóði 00- 871, vom báðir með mjög stóra lambahópa sem sýndu gríðarlega sterka mynd af þessum hrútum sem kjötgæðakindum. Náli gefur þykkan bakvöðva og þynnri fitu á spjaldhrygg en nokkur annar stöðvarhrútur, afkvæmi hans hafa einnig ákaflega öflug lærahold. Rétt er að fram komi að hjá af- kvæmum Nála bar meira á skökku biti en eðlilegt getur talist. Lóði 00-871 skilar einnig mjög þykk- um bakvöðva og lítilli fitu hjá af- kvæmum sínum og þau hafa jafh- vel enn meiri lærahold en af- kvæmi Nála. Hvomgur þessara Hesthrúta er líklegur til stórræða í ullarumbótum. Dóni 00-872 átti líka stóran afkvæmahóp. Af- kvæmi hans vom talsvert breyti- legri en Hesthrútanna, en þar mátti sjá heilmikið af mjög þroskamiklum og glæsilegum lömbum. Dóni er hins vegar nokkuð stór kind og líklegt að kostir hans komi betur fram þar sem vænleiki dilka er góður. Eng- inn hrútur átti haustið 2002 jafn stóran afkvæmahóp og Bjargvætt- ur 97-869. Um afkvæmi hans má segja að þar var misjafh sauður í mörgu fé. Ljóst er að talsvert skortir á að hann skili jafn heil- steyptum hópum og hinir þrír hrútamir sem að framan er fjallað 146 - Freyr 3/2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.