Freyr - 01.04.2003, Blaðsíða 16
íslensku dilkakjöti á liðnu ári, að
þar séu nú þegar möguleikar fyrir
sölu á þessu kjöti lifrænt vottuðu
til um 10% viðskiptavinanna.
Dennis greinir frá því að fólk sé
byrjað að sýna lífrænu vörunum
áhuga, mjólkurvörumar hafí nú
þegar all sterka stöðu og kjötið sé
að sækja á í vaxandi mæli. Þá
bendir hann á að væri íslenska
dilkakjötið lífrænt vottað myndi
það örva markaðinn og má af því
ráða að þar séu sóknarfæri fyrir
þessa hágæðavöru. Einnig má
reikna með að hægt sé að vinna
markaði fyrir hana í Evrópu ef
markvisst er unnið að málinu. En
þá þarf að auka framleiðsluna
verulega, þ.e. að hluti hinnar
hefðbundnu dilkakjötsframleiðslu
breytist í lífræna framleiðslu á
næstu ámm eins og áður var vikið
að. Slika nýsköpun þarf að styðja
með ýmsum hætti líkt og gert er í
nágrannalöndunum. Ekki er verið
að taka neina áhættu þótt framboð
verði meiri en eftirspum til að
byrja með, því að það sem selst
ekki sem lífrænt vottað fer með
öðm kjöti á markað sem hefð-
bundin framleiðsla. Þá má ekki
gleyma innanlandsmarkaði sem
einnig er lítt plægður akur. Þar
hafa þeir fáu sauðijárbændur, sem
stunda lífrænan búskap, unnið
markvert brautryðjendastarf við
erfíð skilyrði. Auk smásöluversl-
ana þarf m.a. að huga að hótelum,
matsölustöðum, mötuneytum,
flugfélögum og beinni sölu til
neytenda, m.a. í gegnum ferða-
þjónustu á vegum bænda. Um
heimasölu afurða má benda á
ályktun Búnaðarþings 2003 (17).
Margir ferðamenn sem koma til
landsins eru kunnugir lífrænum
vörum í heimalöndum sínum og
eru því álitlegur markhópur. Hvað
fer betur saman en ímyndin hreint
loft og lífrænar matvörur? Erlend-
is er farið að auglýsa lífrænt vott-
aða veitingastaði og jafnvel líf-
ræna ferðaþjónustu (18). Kostir
þess að selja dilkakjötið til neyslu
í héraði, eða því sem næst, eru
augljósir (1) og í því sambandi
ætti að huga að ESB-viðurkennd-
um sláturhúsum á hjólum (19)
sem m.a. lífrænir sauðfjárbændur
í Bretlandi eru famir að nota í
kjölfar stórfelldrar fækkunar slát-
urhúsa.
Lífræn sauðfjárrækt er
RAUNHÆFUR KOSTUR
í skýrslu um möguleika ís-
lenskra bænda til að framleiða líf-
rænt vottaðar sauðfjárafúrðir sem
ég skilaði til Landssamtaka sauð-
fjárbænda að beiðni þeirra i árslok
1997 (20) lagði ég m.a. áherslu á
að um væri að ræða valkost fyrir
suma sauðfjárbændur, einkum á
smærri fjárbúum og ljárbúum í
blönduðum búskap. Þegar verið
var að leggja drög að sauðfjár-
samningi 2000 lagði ég til að líf-
ræn sauðfjárrækt yrði liður i hon-
um (21) en svo varð því miður
ekki (22, 1). Þá var vottaður líf-
rænn sauðfjárbúskapur nýlega
hafínn hér á landi, m.a. í Mýrdaln-
um. Nú hefur fengist töluverð
reynsla af slíkum búskap og lofar
hún góðu. Vert er að minna á ræðu
eins af frumkvöðlunum, Guðna
Einarssonar í Þórisholti í Mýrdal,
á Búnaðarþingi 2003, sem birt var
að hluta í Frey fyrir skömmu (23).
Líkt og hér hefúr verið gert benti
Guðni á að lífrænn landbúnaður
hafí ekki náð að þróast hérlendis
líkt og víða erlendis og enn vant-
aði hér opinber markmið um
þessa framleiðsluhætti. “Af eigin
reynslu fullyrði ég að íslenska
sauðkindin er vel til þess fallin að
aðlagast lífrænni framleiðslu. Það
væri ekki óraunhæft markmið að
10% dilkakjötsframleiðslunnar
væru orðin lífræn eftir 5-10 ár”,
segir Guðni, og skorar á forystu
sauðfjárbænda, Bændasamtökin
og stjómvöld að skoða þessa leið í
alvöru enda um raunhæfan kost að
ræða. Guðni í Þórisholti hefur
greinilega ákveðnar skoðanir í út-
flutningsmálunum því að í lok
ræðunnar sagði hann: “Það er mín
skoðun að við náum aldrei árangri
með útflutning á íslensku lamba-
kjöti íyrr en við getum boðið það
lífrænt vottað.” Vera má að sum-
um þyki fúllt djúpt i árinni tekið
en eitt er þó víst að framboð á líf-
rænt vottuðu dilkakjöti stuðlar að
sterkari stöðu á kjötmörkuðum,
bæði innanlands og utan. Jafn-
framt má reikna með virðisauka á
ull og jafnvel gæmr. Mér er því
spum: Efitir hverju er verið að
bíða?
Horft til framtíðar -
NOKKRAR ÁBENDINGAR
1) Lífrænn sauðfjárbúskapur er
raunhæfur kostur á sumum
fjárbúum um land allt og fram-
leiðslan getur styrkt markaðs-
sókn fyrir dilkakjöt sem há-
gæðaafurð.
2) Móta þarf opinbera stefnu með
ákveðnum markmiðum um efl-
ingu lífræns búskapar í landinu
sem verði fylgt eftir með að-
gerðaáætlun og fjárveitingum
til vel skilgreindra verkefna á
öllum stigum framleiðslufer-
ilsins, allar götur frá bændum
til neytenda. Til hliðsjónar
verði höfð slík stefnumótun á
hinum Norðurlöndunum og í
Evrópusambandinu. Eðlilegt er
að landbúnaðarráðherra hafí
ftumkvæði um þá stefnumótun
í samráði við hagsmunaaðila.
3) I ljósi þeirra breytinga sem em
að verða á landbúnaðarstefnu
ESB og á alþjóðavettvangi
(WTO), þar sem horfíð verður
frá beinum stuðningi á fram-
leiðslumagn en vaxandi áhersla
lögð á "grænar" greiðslur fyrir
búskaparhætti sem einkennast
af umhverfísvemd, sjálfbærri
þróun, búfjárvemd og gæðum
116 - Freyr 3/2003