Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2003, Blaðsíða 18

Freyr - 01.04.2003, Blaðsíða 18
Vanhöld og varnarráð á sauðburði Inngangur. Vanhöld unglamba eru mismikil bæði eftir bæjum og héruðum. A mörgum bæjum eru vanhöld óveruleg, annars staðarmikil. Tals- verð áraskipti eru að vanhöldum. ítarlegar athuganir hafa ekki verði gerðar, en vanhöld frá burði til hausts munu að jafnaði vera undir 10%. Þau eru minni af lömbum eldri áa, eða um 6%, en af gem- lingslömbum um 15% að jafnaði. Vanhöldin fara mjög eftir aðbúð og umhirðu, en gæði heyjanna, sem eru háð veðráttu að vori og sumri, hafa sitt að segja og að sjálfsögðu veðráttan um og eftir sauðburð. Hættur inni og úti og vargur taka drjúgan toll á mörgum bæjum. Það erþví ljóst að sjúkdómar eiga ekki alla sök á vanhöldum. Talsvert af vanhöldunum er unnt að fyrir- byggja með aðgát og fyrirhyggju. Erlendis eru lambavanhöld víðast hvar meiri en hér á landi eða ffá 15- 35%. Þar er m.a. um að kenna mun fleiri sjúkdómum. Fósturlát Fósturlát verður árlega í flestum hjörðum en í litlum mæli (1-2%). Fóstrin geta dáið á fyrsta hluta meðgöngu án þess að eftir sé tek- ið. Þegar nokkrar eða margar ær eru lamblausar eða beiða upp get- ur ástæðan verið smitefni eða fóð- urgallar (skemmd eða vöntun). Snögg breyting á fóðri eða streita seinni hluta meðgöngu, svo og aðrir sjúkdómar í ánum, eru þekktar orsakir fósturláta. Stund- um lætur mikill hluti ánna fóstr- um. Þá er oft um að ræða sýk- ingu, svokallað smitandi fósturlát, annað hvort af völdum sýkilsins Camphylobacter foetus /Vibriosis, Ærfóstur. Orsök fósturláts býglar (bogfrymlar eða Toxoplasma). Annað fóstr- ið er oft minna, hefur dáið fyrr. Hildahnappar með Ijósum dilum (kalkanir). Takið ekki á fóstrum eða hildum með berum höndum. Smithætta. (Ljósmyndir Sigurður Sigurðarson). eftir Sigurð Sigurðarson, dýralækni, Tilraunastöð Háskólans að Keldum sem fullorðið sauðfé og mörg fleiri dýr, þ.m.t. fuglar, geta borið í sér, eða þá af völdum bogfrymla (býgla). Það er Býglasótt/Toxo- plasmosis, sem kettir bera, eink- um ungir kettir. Önnur smitefni, sem geta valdið fósturláti, eru Hvanneyrarveikisýklar (Listeria) og heysýklar (Basillus subtilis) úr sýktu heyi, sem algengt var. Hey- sýklar fínnast í gölluðu, þurru heyi, síður í rúllum. Líklega má þakka rúlluvæðingunni að þessi orsök fósturláta er nær horfín. Sveppir (Aspergillus fúmigatus) eða sveppaeitur (Mycotoxin) geta lika valdið fósturdauða. Þegar eitt lamb fæðist andvana er orsökin stundum skortur á súrefni vegna þess að lokast hefúr fyrir nafla- streng í móðurlífi. Lamb getur kafnað í hildum. Þá er blóðið dökkt. Fóstur geta orðið fyrir hnjaski í móðurkviði af höggi ffá annarri á, troðningi eða við harka- lega fæðingarhjálp. Þá verða inn- vortis blæðingar. Naflastrengur slitnar stundum í erfíðri fæðingu og lambinu blæðir út eða inn. Allt- af ætti að leita orsaka og líta á fóst- urlát sem hluta af stærri vanda. Ef ástæða fósturláts er ekki augljós (t.d. hnjask eða aðrir sjúkdómar), 118 - Freyr 3/2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.